Ég ætla núna(nákvæmlega NÚNA) að skrifa um leik sem ég keypti mér fyrir stuttu.
Hann heitir Obscure og er svona blanda af Silent Hill og Resident Evil myndi ég segja.
leikurinn gengur útá það að lifa af eina nótt í skólanum sínum,Leafmore Highschool sem er stútfullur af skrímslum og myrkraverum.
The story: (ath! karakter lýsingar eru neðar)leikurinn byrjar þannig að Kenny og Stan eru að leika körfubolta við eitthverja 2 gaura. Shannon horfir á og Josh er að taka upp á myndavél. Kenny og Stan vinna leikinn og allir fara nem Kenny sem segist ætla að skjóta nokkrar auka körfur. Þá getur Kenny skotið í körfu ef maður nennir og svo þegar maður er orðinn leiður á því fer Kenny í búningsklefann. síminn hans hringir hann svarar og það er kærastan og hann fer að tala við hana. þegar hann er að því kemur eikker kall inn og stelur bakpokanum hans. Kenny eltir hann og endar inní eitthverjum kjallara. nú ætla ég ekki að segja frá meiru til að spoila ekki ;)
En allavega vinir kenny(Josh,Shannon,Stan og Ashley) fara að leita að honum og þá byrjar leikurinn fyrst almennilega….
Characters:
Kenny Matthews:Vinsæli strákurinn sem er í öllum unglingamyndum. Hann er fyrirliði körfuboltaliðs Leafmore High. Hann er sterkastur í leiknum og þolir mest.
special ability: hann getur hlaupið hratt.
Shannon Matthews:Yngri systir kenny en er ekkert lík honum. Hún er Mjög gáfuð og er með svar við öllum spurningum.
Special ability: Shannon getur séð betur um liðsfélaga sína en aðrir í hópnum. og hún getur hjálpað til við þrautir.
Ashley Thompson: kærasta Kenny.Hún getur verið mjög brutal ef þörf krefur.
Special ability: Ashley er best í bardaga af öllum(hún fór á eitthvað sjálfsvarnarnámskeið :Þ).
Hún getur skotið úr byssu tvisvar í einu og getur slegið fastar.
Stanley Jones(Stan):Stan er svona einn af þessum gaurum sem skrópar í tímum þegar hann nennir ekki að mæta og nennir aldrei að læra. hann er besti vinur Kenny.
special ability: hann getur pikkað lása 2 sekúndum. Hann getur sagt manni ef það er lás í herberginu sem hægt er að pikka.
Josh Carter: Joah er MJÖG gáfaður. Hann fer nánast ekkert nema að hafa video kameruna sína með sér.Hann notar sinn frítíma í að lesa vísindaskáldsögur, vinna í bíomyndunum sínum eða bara hanga með vinum sínum.
special ability: Veit alltaf ef það er hlutur í herberginu sem maður er í.
Kostir: helstu kostir myndi ég segja söguþráður,andrúmsloftið og það að það er hægt að vera 2-player í honum.
gallar: aðeins of stuttur.
Að lokum: Spooky leikur sem er gaman að spila aftur og aftur. Gaman að spila með vinum sínum þannig að endilega….ef þið kaupið hann leyfið vinum ykkar(ef þið eigið :D) að spila hann með ykkur.
Kveðja Raiden :Þ