Í Ógnarhættu Góð mynd með Harrison Ford (uppáhaldsleikarannum mínum sem ég sá um daginn heitir Í Ógnarhættu, eða Clear And Preset Danger, en hún fjallar um bók sem heitir það sama og er eftir bandarískan rithöfund Tom Clancey. Harrison Ford (Indiana Jones myndirnar og Star Wars) leikur leyniþjónustumann í CIA Jack Ryan, sem lendir í baráttu við eiturlyfjabarón í Kólumbíu eftir að hann myrðir besta vin bandaríska forsetans.
Myndin er mjög spennandi og góður söguþráður um leinimakk innan Bandaríkjana og svikara í leyniþjónustuni CIA, en sum spennuatriðin eru ekki nógu góð. Sasmt var atriðið með umsátrinu um jeppanna í borginni í Kólumbíu mjög flott og spennandi.Harrison Ford er frábær í sýnu hlutverki og finnst mér hann vera bestur en leikarinn William Defoe er líka mjög góðar að leika sérþjálfaðann hermann í sérsveitunum sem eru að berjast við eitrulyfjaherinn.
Mér finnst þessi mynd mjög góð því hún er ekki bara innihaldslaus skemmtun hún er líka með boðskap en stundum er erfitt að filgjast með öllu sem er að gerast, maður þarf eiginlega að horfa á hana tvisvar til að fatta allt sem gerist.

**** stjörnur

Daredevil