——————–
ATHUGIÐ: Þar sem vinur minn (Rattati) virðist eiga í smá vandræðum með netið sitt þá bað hann mig um að senda þessa grein inn fyrir hann. Hann er höfundur þessarar greinar, og beinið því skilaboðum vinsamlegast til hans!
——————–

Sælir lesendur góðir,

Af gefnu tilefni ákvað ég að rita smá pistil um mann sem gengur undir nafninu sbs sem hefur löngum stundum farið
um vefinn og hrópað copy/paste af fullum hálsi og fordæmt verknaðinn, hvar sem tilefni hefur gefist.

Dæmi:
“Copy/paste greinar eru bannaðar því þær eru ekkert annað en ritstuldur, sem er ólöglegur. Fólk hefur fullan rétt til þess að benda stjórnendum á ef að greinin er stolin”, sbs, <a href="http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=v iewpost&iPostID=661118&iBoardID=52“>Linkur</a>

”Þú sagðir “Heimildir” en þú varst ekki bara að nota heimidldir heldur varstu að afrita hela ritgerð“, sbs, <a href=”http://www.hugi.is/baekur/korkar.php?sMonitor=vi ewpost&iPostID=529139&iBoardID=255“>Linkur</a>

”Þa ð eru til lög sem vernda höfundarrétt, þau gera það að verkum ef eitthver tekur grein, bók, kvikmynd, lag eða eitthvað sem eitthver aðili hefur gert og setur sitt nafn undir þá er hægt að kæra hann. “sbs, <a href=”http://www.hugi.is/tolkien/greinar.php?grein_id= 35134#392140“>Linkur</a>

”Hefurðu heyrt um höfundaréttarlögin? Þau segja að ef þú semur eitthvað, hvort sem það er grein, skáldssaga, tónlist, forrit eða hvað sem er, þá átt þú réttinn á því og ef einhver gefur það út án þess að fá leifi og sýna heimildir þá hefur sá hinn sami framið lögbrot. Þess vegna er mikið gert úr því þegar það kemur í ljós að einstaka setningar í þykkum skáldssögum eru alveg eins og setningar úr eldri bók. Margir notendur hafa verið bannaðir á huga útaf þessu og Björn má vera heppinn að ég hef ekki gert hið sama við hann.“, sbs, <a href=”http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_ id=59192“>Linkur</a>

Þannig að við getum gert ráð fyrir að hans afstaða til ritstuldar sé þekkt og að hann þekki lögin.

Lítum næst á greinina Star Wars (Episode II): Attack of the Clones, A Film Review by James Berardinelli (<a href=”http://movie-reviews.colossus.net/movies/s/sw200 2.html“>Linkur</a>)
Þessi setning ”© 2002 James Berardinelli“ ætti að gefa til kynna að höfundur greinarinnar sé einmitt James Berardinelli, ekki satt?


Lítum nú á gagnrýni ”eftir“ sbs um sömu mynd (<a href=”http://www.hugi.is/starwars/korkar.php?sMonitor= viewpost&iPostID=605310&fSetRecursive=1&iBoardID=17“>L inkur</a>) og berum saman að gamni nokkrar setningar, sem eru þó bróðurparturinn úr grein hans. Þar sem sbs virðist hafa reynt að slá ryki í augu fólks með því að hliðra greinarskilum og setningum tek ég mér það bessaleyfi að bera saman einstakar setningar, til þess að gera ritstuldinn skýrari. Ég hvet samt alla til þess að taka ekki einungis orð mín fyrir þessu heldur að athuga málið sjálfir á ofangreindum slóðum.

Ég vil einnig taka fram að allar stafsetningarvillur í texta sbs eru hans.


Hefjum þá leikinn:

Fyrst kemur endursögnin á söguþræðinum. Auðvitað mætti verja það að slíkur texti gæti verið líkur, frá manni til manns, en textinn er einfaldlega allt of líkur til þess að það sé hægt í þessu tilfelli

”The Phantom Menace was probably the most overhyped motion picture of the last decade (if not longer), and its reputation suffered as a result of its inability to satisfy unreasonable expectations.“
”Margir urðu fyrir vonbrigðum með The Phantom Menace. Hún var náttúrulega algerlega ‘over hypuð’ og það var ekki möguleiki að hún mundi standa undir því sem beðið var eftir.“

”Attack of the Clones opens approximately ten years after the events of The Phantom Menace.“
”Attack of the Clones byrjar tíu árum eftir að The Phantom Menace endar.“

”Anakin Skywalker (Hayden Christensen), having spent a decade under the tutelage of his mentor, Obi-Wan Kenobi (Ewan McGregor), is anxious to take the tests that will mark him as a full-fledged Jedi, although Obi-Wan advises patience. “
”Anakin Skywalker (Hayden Christensen) hefur eytt áratugnum undir leiðbeinandi hönd læriföður síns, Obi-Wan Kenobi (Ewan McGregor). Anakin bíður spenntur eftir því að fá að taka próf sem gerir hann að ekta Jedi riddara en Obi-Wan vill að hann bíði rólegur“

”Senator Amidala (Natalie Portman), formerly the Queen of Naboo, has arrived on the planet of Coruscant, the Republic's capital, to let her voice be heard on the key issue of what to do with seceding systems.“
”Amidala (Natalie Portman, fyrrum drottning Naboo núna öldungadeildarþingmaður hjá lýðveldinu, hefur lent á hinni þéttbyggðu plánetu Coruscant til að halda ræðu á þingi um hve mikið hún er á móti sköpun lýðveldis hers og annað þvíumlíkt.“

”Jedi Master Mace Windu (Samuel L. Jackson) assigns Obi-Wan and Anakin to protect her.“
”Jedi herrann Macu Windu (Samuel L. Jackson) úthlutar Obi-Wan og Anakin það verkefni að gæta hennar.“

”This mission leads them in different directions - Obi-Wan pursues the assassin, a bounty hunter named Jango Fett (Temeura Morrison) to a hidden planet known for developing clones.“
”Verkefnið leiðir þá í sitt hvora áttina, Obi-Wan reynir að finna launmorðingjann og endar á hinni földu sjávar plánetu Kamino þar sem íbúarnir hafa unnið hörðum höndum að búa til klóna her fyrir lýðveldið. Þar finnur hann mannveiðarann Jango Fett (Temeura Morrison) og klónið hans, Boba Fett (Daniel Logan).“

”…, while Anakin accompanies Amidala to Naboo. While there, the would-be Jedi and the Senator fall in love.“
”Á meðan … fer Anakin með Amidölu til heimaplánetu hennar Naboo. Þar verða þau ástfanginn.“

”Meanwhile, Obi-Wan begins to unravel a sinister plot that leads to the mysterious Count Dooku (Christopher Lee)“
”Á meðan er Obi-Wan önnumkafinn við að leysa gátuna um herinn og endar í föngum hins dularfulla Count Dooku (Christopher Lee).“

Og nú koma skoðanir höfundanna á myndinni og gerð hennar. Þar er óverjandi að halda því fram að höfundar hafi svo líkar meiningar um myndina, stöku sinnum er þó mismunandi orðalag, orðalengingar en stundum held ég að sbs hafi einfaldlega ekki skilið einstaka orð Berardinellis og þurft að prjóna sig fram hjá þeim. Engum dylst þó að hér á sér stað stórfelldur ritstuldur.

”The film's highlight is a rousing battle sequence that consumes the final 40 minutes and includes, among other things, a massive conflict between Jedi, clones, and battle androids; a two-on-one lightsaber duel; …“
”Það leiðir til endaatriðsins sem er um 40 mínútur og inniheldur nánast allt sem Star Wars getur innihaldið, skrímsli, klónaher, vélmennaher, tugir Jedi meistara … “

”… and our first opportunity to see why Yoda (Frank Oz) is considered the greatest of all Jedi.“
”… og ástæðuna fyrir því að Yoda (Frank Oz) er talinn vera mestu af öllum Jedium.“

”As far as the actors are concerned, there's more meat here than in The Phantom Menace.“
”Leikarahópurinn fær aðeins meira að gera en í Phantom Menace.“

”Ewan McGregor gets an opportunity to do something with the character of Obi-Wan. This still isn't Oscar-worthy stuff, but at least he's not just standing around reacting to Liam Neeson.“
”Ewan McGregor gerir meira af Alec Guinnes eftirhermunum sínum en er ekki bara labbandi með Liam Neeson útum allt.“

”Ian McDiarmid is back as Darth Sidious/Supreme Chancellor Palpatine. His increasingly desiccated appearance brings him closer to the decaying old man under the Emperor's robes in Return of the Jedi. Christopher Lee plays his new minion“
”Ian McDiarmid (Darth Sidious/Palpatine), útlitið hans fer hrörnandi og hann er farinn að líkjast meira gamla keisaranum í Return of the Jedi. Christopher Lee leikur skósvein hans, Count Dooku“

”Samuel L. Jackson's Mace Windu has greatly increased screen exposure (including a few action scenes).“
”Samuel L. Jackson (Macu Windu) fær að vera meira á skjánum núna og er meira að segja í nokkrum bardagaatriðum.“

”Ahmed Best is back as the reviled Jar Jar Binks, although the CGI creature's importance has been dramatically decreased.“
”Ahmed Best er minna á skjánum sem CGI veran Jar Jar Binks …“

”And the beloved duo of R2D2 (Kenny Baker) and C3PO (Anthony Daniels) are together again, providing the entirety of Attack of the Clones' limited, low-key humor.“
”… og vélmenna tvíeykiðR2D2 (Kenny Baker) og C3PO (Anthony Daniels) eru saman komnir til að halda svolitlum húmor í gangi.“

”Composer John Williams adds his contribution, liberally recycling previous themes.“
”Tónlistin eftir John Williams er mjög góð að vanda. En ég tók eftir því að hann fékk oftar ‘lánað’ frá öðrum verkum en hann hefur áður gert.“

”…(it will be amazing to purchase the DVD of the film and pause it during the Coruscant scenes just to appreciate what Lucas' computer artists have accomplished)…“
”Öll smáatriði eru gerð svo vel að það er erfitt að bíða eftir DVD útgáfunni, þar er næstum víst að ég muni láta nokkuð oft á pásu, bara til að sjá smáatriðin í bakgrunninum á Coruscant byggingunum.“ (Höf. Hér gerir meira segja sbs persónulegar langanir Berardinellis að sínum eigin, með sama orðalagi)

”The film offers treats for Star Wars continuity mavens.“
”Um alla myndina eru hlutir sem eiga að minna mann enn meira á gömlu trílógíunna,“

”The Star Wars Tatooine moisture farm homestead is faithfully recreated …“
”…, býlið sem Owen, Beru og Luke bjuggu í á Tattoine í A New Hope er endurskapað,…“

”The Death Star is briefly mentioned.“
”…, The Death Star’ er nefnd…“

”Some of the space ships are beginning to look like their later counterparts“
”Sum geimskipin eru farin að líkjast þeim sem koma skulu. “

”… Amidala wears outfits and a bun-style hairdo that recall Princess Leia's appearance in the original trilogy. “
”Amidala er í líkari fötum og með svipaða greiðslu og Leia var með…“

”A subdued version of the “Imperial March” (“Darth Vader's Theme”) dogs Anakin's footsteps until the full orchestra plays a rousing rendition during the film's closing moments.“
”… í endaatriðinu þegar klóna herinn er sýndur er ‘Imperial March’ eða Darth Vader lagið spilað.“


Nú tel ég mig hafa sannað mál mitt á fullnægjandi hátt en læt ykkur, lesendur, um að dæma sjálf.


Það sem fer mest í taugarnar á mér við þennan, að mér finnst, augljósa ritstuld er eftirfarandi:

sbs hirðir lofið á gagnrýnina án þess að blikka
sbs er hefur ítrekað gert athugasemdir við minni sakir en þetta, sérstaklega þó hér:”Þess vegna er mikið gert úr því þegar það kemur í ljós að einstaka setningar í þykkum skáldssögum eru alveg eins og setningar úr eldri bók“, sbs (slóð að ofan)
sbs er með athugasemd á síðunni sinni þar sem tekið er fram að ”allt efni á heimasíðunni“ sé eftir sbs
sbs gerir meira en byggja gagnrýni sína á hinni, heldur eru hreinlega þýddar línur beint upp úr gagnrýni Berardinellis
sbs getur ekki falið sig bak við að þekkja ekki til verka James Berardinellis samanber: FAQ, tekið af www.sbs.is:
”Lestu mikið af gagnrýnum eftir aðra gagnrýnendur?
Ég les Roger Ebert (<a href=“www.suntimes.com/ebert”>Linkur</a>), James Berardinelli (<a href=“www.reelviews.net”>Linkur</a>), MaryAnn Johanson (<a href=“www.flickfilosopher.com”>Linkur</a>) og fleiri af <a href=“www.rottentomates.com”">Linkur</a>


Því legg ég að lokum það til að sbs viðurkenni ritstuldinn opinberlega, þ.e. á huga.is, og sendi þeim hugurum sem hrósuðu honum fyrir greinina: Gandalfur, ravenice, glock, raith, maul, nefi, DabbiD ásamt James Berardinelli, afsökunarbréf.


Virðingarfyllst,

Rattati


P. S.
Ég mun hugsanlega leggja þessa grein inn á fleiri umræðuefni en Kvikmyndir þar sem sbs er admin þar og ég vil að fólk lesi greinina.