Topp 10 kvikmyndir allra tíma! Loksins, loksins!
Fyrsta grein THX á huga kemur hér á /kvikmyndir.
Hún er kannski ekki sú frumlegasta í heimi en alltaf gaman að sjá álit annarra á þessu funheita málefni. Nú, það sem ég mun vera að skrifa um eru Topp 10 listann minn yfir bestu myndir sem ég hef séð.

10. Platoon (1986)

Þessi stríðsmynd er ein sú besta sem ég hef séð. Oliver Stone var sjálfur í Víetnam stríðinu og mörg atriði í myndinni byggjast beint á reynslu hans í Víetnam. Myndin er mjög átakanleg og kemst hún því á Topp 10 listann minn.

9. LOTR (Trilogian)

Það er ekki eitt mennskt barn sem kannast ekki við þessar myndir. Þegar fyrsta myndin kom út var ég 11 ára og fannst þetta svalasta shit sem ég hafði séð, eftir þessa mynd hætti ég að horfa á Toy Story. Epískt meistaraverk eftir Peter Jackson sem slógu í gegn.

8. The Game (1997)

Þessi mynd er nokkuð umdeild meðal gagnrýnenda en þessi sálfræðitryllir sló mig alveg út af laginu. Mér finnst þessi hugmynd vera alger snilld og spennan helst í hámarki út alla myndina. Fincherinn kann að skapa drungalegt andúmsloft eins og í Se7en og Fight Club en samt fíla ég þessa mynd best.

7. 300 (2006)

Magavöðvaævintýri Spartverja ætti að vera flestum kunnugt enda hafa 98,2% drengja undir tvítugu séð þessa mynd. Þetta er svalasta mynd sem ég hef séð, ekkert að flækja málin. Meirihluti myndarinnar styðst við blue-screen, þ.e.a.s. backgroundinn tölvugerður og hann kemur fáránlega vel út. Endalausir one-line-erar hver öðrum skemmtilegri.

6. JFK (1991)

Bróðir minn neyddi mig til að horfa á þessa mynd með sér en verð að segja að ég var dáleiddur allar þær 200 mínútur myndarinnar. Önnur Oliver Stone myndin á listanum en þessi mynd er bara svo ótrúlega áhugaverð og fræðandi þótt að menn séu mjög ósammála um sannleiksgildi myndarinnar. Hvað um það, þetta er mynd sem ég mæli með að allir sjá.

5. Rear Window (1954)

Alltaf þegar kemur að svona gömlum myndum þá segi ég Nei Takk! En enn og aftur neyddi bróðir minn mig að horfa með sér og sé ég ekki eftir því. Ég bjóst ekki við svona mikilli spennu frá hundgamalli mynd en það er greinilegt að þessi Alfred Hitchcock kann sitt fag vel. Hún fjallar um mann í hjólastól sem hefur ekkert betra að gera en að horfa út um gluggann á nágranna sína allan daginn og fer að gruna að ekki sé allt með felldu í næsta húsi, kannski hefur verið framið morð. Disturbia notaði þessa hugmynd Hitchcocks.

4. A Clockwork Orange (1971)

Það er skylda að hafa eina Stanley Cubrick mynd á listanum og valdi ég þessa úr hópi margra meistaraverka hans. Clockwork Orange er allt í senn fyndin, dramantísk og full ádeilu. Mjög skrítin mynd á góðan hátt og klárlega meðal bestu myndum allra tíma.

3. Princess Mononoke (1997)

Ég hef séð 4 myndir eftir meistara Hayao Myiazaki , þessa, Spirited Away, Howl‘s Moving Castle og My Neighbor Totoro. Allar þessar myndir eru frábærar en mér fannst þessi skera sig úr. Epískt ævintýri úr einstöku ímyndunarafli.

2. Oldboy (2003)

Önnur japanska myndin í röð. Tagline-ið segir allt: „15 years of imprisonment, 5 days of vengeance“. Er mjög ánægður með að hún var mynd vikunnar um daginn endar stórkostleg mynd þar á ferð. Þetta er svona mynd sem kæmi pottþétt ekki frá Hollywood, flott hugmynd og alveg einstaklega vel útfærð. Töff mynd og flott twist í endann, þessi á bókað annað sætið.

1. Schindler‘s List (1993)

Þetta er einfaldlega besta mynd sem ég hef séð og er úr smiðju Steven Spielberg. Hún er svart/hvít en rauður kjóll barns gerir hana tilfiningaþrungna. Hún á vel skilið fyrsta sætið fyrir frábæra leikstjórn, leik, sviðsmynd og söguþráð. Ég mæli með því að allir sem hafi ekki sæep hana drífi sig út á leigu og horfi á hana enda er þetta tímalaus snilld sem aldrei mun gleymast.
Nú er komið að ykkur að birta ykkar topp 10 lista og vona ég að hann verði jafn góður og minn.

THX