Er Aztek konungsríkið hnignar, halda leiðtogar þess fram að eina leiðin til velgengi er að bjóða fleiri mannfórnir. Þessi saga segir frá Jaguar Paw (Rudy Youngblood), ungum manni sem er tekinn fanga til að hægt sé að fórna honum, en hann flýr í tilraun til að forðast örlög sín.
_________________________________________________
Apocalypto, nýjasta kvikmynd stórleikarans og leikstjórans Mel Gibson er loksins komin eftir langa bið. Þessi mynd hefur verið mikið umrædd undanfarna mánuði og menn almennt beðið spenntir eftir henni, þótt leikstjóri myndarinnar, Mel Gibson, hafi sennilega verið enn þá meira umræddur. Myndin hefur hlotið misjafna gagnrýni, sumir hafa gagnrýnt hana fyrir ónákvæmni í að lýsa Aztekunum sem ósiðmenntuðum villimönnum og aðrir eru lítið fyrir ofbeldi myndarinnar.
Þessi gagnrýni er þó að mörgu leiti óréttmæt. Sjálfur hef ég lítið kynnt mér fornsögu Aztek menningarinnar og get því lítið talað um hversu nákvæm lýsing Apocalypto er á því sviði en myndin er þó eflaust nákvæmari en ónákvæmari og hún er samt frábær skemmtun. Ofbeldi myndarinnar er þó alls ekki tilgangslaus, viðbjóðsleg og óhugnandi leið til að ýkja áhrif áhorfanda. Þetta er einfaldlega saga um ungan indíána sem lifir í hljóðlátu og rólegu veiðimanna þorpi en róin er þó skyndilega rofin þegar mannræningjar ráðast á þorpið og ræna konum og mönnum. Tekur þá við átakanleg tilraun unga mannsins til að flýja örlög sín í von um að snúa aftur til að bjarga konu og barni sínu.
Allt þetta ofbeldi staðar almennt frá blóðþyrstum mannræningjum sem stoppa hvergi til að handsama eða drepa bráð sína. Margt í för piltsins er svo átakanlegt og er oft hart barist sem veldur ofbeldi, sem er þó gríðarlega raunverulegt og vel unnið.
Nánast allir leikarar myndarinnar eru bæði óþektir og óreyndir á sviði leiklistarinnar. Mörg stærri hlutverk myndarinnar eru fyllt af fólki sem einfaldlega bjó nálægt tökustað myndarinnar í Mexíkó. Öll myndin er svo töluð á tungumáli Maya og er hún því textuð. Þetta gerir myndina enn raunverulegri og athyglisverðari og gera allir leikarar myndarinnar gríðarlega vel þrátt fyrir litla sem enga reynslu hjá flestum þeirra.
Myndin fjallar ekki jafn mikið um menningu Maya eins og hún gerir um þrekraunir aðalpersónunnar, Jaguar Paw. Fyrri hluti myndarinnar segir frá hvernig hann, og þorp hans er handsamað og seinni hlutinn sýnir hann reyna að flýja frá höndum þessara villimanna. Myndin er því frekar spennandi eltingarleikur heldur en nákvæm lýsing á hnignum Aztek konungsríkisins.
Það er lítið við Apocalypto sem hægt er að gagnrýna. Mel Gibson hefur heldur betur fengið að heyra það í fjölmiðlum undanfarið en ég hvet ykkur ekki til að láta það hafa áhrif á ykkar álit á myndinni. Þetta er frábær kvikmynd í alla staði, sama hvað gengur og gerist í persónulega lífi leikstjórans.
* * * * * / 5
-TheGreatOne