FINAL CUT PRO HD Stöðugt og hraðvirkt

Nú ætla ég að kynna Final Cut pro HD sem er eitt glæsilegasta forrit sem Apple hefur framleitt.
FC pro hd býður uppá rosalegann hraða og real time klippingu. Hægt er að nota firewire til að færa video af
video vélini þinni í tölvuna ánþess að tapa neinum gæðum. Hægt er að setja hágæða filtera, effects, og margt fleira
í realtime.

Color correct í þessu forriti býður þér að laga hræðileg mistök í upptöku sem áður hafa verið óleysanleg eða of flókin.
Hægt er að skoða beint úr timeline í fullscreen án þess að tapa gæðum.
Þú getur stillt shortcuts á lyklaborði með því að sjá eðlilegt lyklaborð á skjánum og stilla hvaða takkar gera hvað.
Það er alveg ótrúlega auðvelt að setja effecta aðeins draga þá á klippuna og stilla svo.
Hægt er að gera flotta og fullkomna titla sem hreyfast í öllum litum stærðum og gerðum.
Frábær og einföld motion sem gera þér kleift að búa til myndband sem er pro like án þess að eyða stórfé.

Mask….æ þið vitið þegar þú t.d. velur einn hlut sem á að vera í lit og allt hitt í b&w er algjör snilld í þessu
þú velur bara lit eins og t.d. rauðan og svo svæðið sem c.a. sem á að breytast eða halda sínum lit og allt hitt verður
b&w og ef þú ert smámunasamur(söm) þá geturðu auðvitað gert þetta manual.

Spilaðu hraðar, spilaðu hægar og spólaðu til baka án þess að rendera.

Hægt er að taka allt uppí 10 video klippur og láta þær birtast allar í einu sem svona(t.d.) kubbar í einni mynd
án þess að biða neitt ekkert render. Þetta lýsir án efa hversu öflugt þetta forrit er.

Hægt er að klippa öll video frá DV til 35mm

Sama hvort þú notar DV, SD eða HD þá er útkoman alltaf sú sama: FRÁBÆR

En það sem mér finnst persónulega skemmtilegast og flottast við þetta forrit er að mest allt er í realtime. Hver kannast ekki við að setja overlay titil og þurfa svo að bíða í 3-11min eftir að sjá hvernig það koma út og svo aftur ef það hefur misheppnast. Þetta tefur á þér og gerir þetta leiðilegt. EN Apple hefur leist þetta að mestu leiti og forritið er ekki það dýrt en tækin eru kannski annað mál.




En auðvitað þá þarftu að eiga mac sem er:
350mhz eða hraðari G4 eða G5
Mac OS X v10.3.2 eða nýrra
1GB í ram
16GB free á hörðumdisk
DVD drif til að installa

En þetta er auðvitað bara svona það minnsta
sem hægt er af komast af með…..

Hér er líka kynning á forritinu sem ég held að sé innlent samkvæmt costaware mælinum mínum. Mér finnst frekar líklegt að Apple.is spegli þetta:
http://www.apple.com/finalcutpro/video/

Ekki minnast á stafsetningu né málfræðivillur í þessari grein.
En ef ég hef sagt frá eitthvað rangt þá endilega leiðrétta mig.


Upplýsingum safnað af Apple.com
Kv. Pottlok