Nú er mér nóg boðið! Í Dv í dag byrtist grein þar sem sagt var frá því að tveir kettlingar hefðu verið skildir eftir í öskjuhlýðinni einfaldlega til þess að deyja!! Hvað er að svona fólki, hvernig getur fólk verið svona samviskulaust að geta hennt frá sér tveim yndislegum kettlingum út á gaddinn??!

Það er alveg augljóst að hér þarf að gera átak. Um 600 óskilakisur koma í kattholt á ári hverju, sumum er hennt innu gluggan eða þær skildar eftir í kassa fyrir utan. Nauðsinlegt er að setja lög um kattahald, skylda alla kattareigendur að örmerkja/setja tattú í eyrað, bólusetja og ormahreinsa. Þannig verður líka hægt að rekja t.d. ketti sem hefur verið troðið inn um glugga í kattholti og skipa eigendum þeirra að taka ábyrgð á þeim! Kannski væri hægt að koma á sekktum ef menn framfylgja þessu ekki(bara tillaga).

Ég legg til að við, ábyrir kattareigendur, setjum á stofn undirskriftarlista til að skora á borgaryfirvöld að setja lög um kattarhald. Amk. skoða þann möguleika. Borgaryfirvöld eiga auðvitað fyrir löngu að vera búin að setja um þetta reglur, en ekkert hefur gerst!

Kannski þarf einnig að setja einhver lög um geldingu á köttum, því að eins og allir vita er allt of mikið af köttum hér. Fólk vill láta læðuna sína eignast fallega kettlinga en hugsa svo ekki um ´hvað á að gera við kettlingana þegar þeir vaxa úr grasi! Stundum er þeim lógað eða einfaldlega bara hent út(já ég veit um dæmi fyrir því). Hins vegar veit ég ekki ofangreind lög gætu hljómað en það hlýtur að vera hægt að semja lög um þetta eins og svo margt annað.

Jæja, meira var það ekki

kveðjur,
Einn reiðu