Á föstudaginn var mikil sorg á mínu heimili og er enn.
Skuggi var einstaklega góður og skemmtilegur siams högni sem hefði orðið 17 ára í febrúar ef hann hefði lifað. Síamskettir hafa löngum verið þekktir fyrir að geta verið svolítið skapbráðir ef þeir hafa orðið fyrir einhverju áreiti, því hafði ég alltaf varan á eftir að ég kom heim með nýfædda dóttur mína fyrir um ári síðan.En kisi gamli svaraði aldrei fyrir sig (þó að hún væri frekar harðhent við hann)og sýndi á sér alveg nýja hlið gagnvart barninu nuddaði sér upp við hana og malaði og var alltaf í nágreni við hana eins og hann væri að passa hana.
Fyrir svona 6 mánuðum síðan fóru ellimerkin verulega að sjást á Skugga, í viðbót við gigtina var sjón og heyrn farin að daprast og greinilega eitthvað fleira að. Í haust fékk gamli svo nýrnakast en lagaðist eftir lyfjagjöf en þegar næsta nýrnakast kom reyndist lítið vera hægt að gera fyrir hann.Það var ótrúlega erfitt að ákveða og fara með kisa í svæfingu en ég hefði aldrei getað fyrirgefið mér ef hann hefði dáið kvalafullum dauða hér heima. Skuggi minn sofnaði öruggur í fangi mínu og var lagður í kistu ásamt sæng sinni og eitthvað af leikföngum og jarðaður svo á vísum stað í nágreni við önnur gæludýr fjölskyldunar sem farin eru yfir móðuna miklu. Eftir stendur mikið af minningum og mikil sorg og þá getur maður ekki annað en vonað að einhverstaðar sé til góður staður sem taki við af þessari jarðvist og eftirvill hittumst við aftur, þangað til kveð ég þig kisi minn.
Sari.