Ég hef verið að pæla í þessu lengi og ákvað að skrifa þessa grein því hugi.is er ágætur vetfangur til að spurja að svona löguðu.
Ég er forvitinn því ég veit ekki hvað þið kattareigendur sjáið skemmtilegt við ketti.OK Það er ekki hægt að kenna þeim trix eins og hundum nema í mjög fáum tilfella.Þeir hafa voðalega lítin persónuleika,þeir fara út þegar þeim sýnist og eru alltaf að tínast,þeir drepa fugla,þeim virðist vera alveg sama um hvað sem er að gerast í kringum þá og þeir eru ekki tryggir húsbónda sínum ef þeir vita á annað borð hver það er.
Kettlingar eru yndislegir,þeir eru svo sætir en þegar að þeir verða stórir skil ég ekki hvað er spennandi.
Ég segi það að ég er ekkert á móti köttum þannig séð ég get bara ekki séð hvað er spennandi við þá og er að byðja um svör.
Ég er meira fyrir hunda því að þeir eru miklu meiri persónuleikar,gefa meira,það sést þegar að þeir eru glaðir eða óánægðir,það er hægt að kenna þeim alls kyns trix,þeir geta verið besti vinur manns ef að þeir eru þjálfaðir rétt og eru trúir og tryggir húsbónda sínum.Þetta eru aðal kostir flestra hundategunda en samt eru hundar sem ekki er hægt að stjórna og eru alveg óþolandi.
Núna ætla ég að byðja fólk um að koma með málefnaleg og rökstudd svör.
k.v. The Eagle