Langaði til að koma frá mér smá orðum um Hummer H2.
Persónulega fynnst mér þessi bíll mjög vel heppnaður.
Hummer H2 er með með 6,0L V8 vél, þú getur fengið bílinn bæði sjálfskiptan og beinskiptan.
Bílinn er 316 hestöfl og kemst maður vel áfram á þeim.
Bílinn er með diskabremsum bæði að framan og að aftan og ABS.
Aukahlutir sem fáanlegir eru í bílinn eru meðal annars:
6diska geislaspilara, cruse control, topplúga o.fl.
Það sem hefur breyst í þessu bodýi frá því H1 er sérstaklega útlitið, bílinn hefur breyst úr “Herbíl” í “Lúxsusjeppa”. Sumum fynst það asnalegt en öðrum ekki. Persónulega er ég mjög hrifinn af H2 en ég er líka soldið veikur fyrir H1. Hvað fynnst þér ?
Bílinn getur þú fengið í eftirtöldum litum:
Svartur, hvítur, grár, grænn, gulur, appelsínugulur, rauður og vínrauður.
Þetta er bíll sem þú getur fengið hér á landi á u.þb. 10 milljónir og uppúr.