Mér fynst pínu fyndið hvað fólk er ruglað og er að halda því framm að teygjustökk sé jaðarsport. Í mínum huga geta hvorki teygjustökk, farþegafallhlífarstökk (sem farþegin) né ferð í rússíbana verið jaðarsport vegna þess að þara ertu bara að borga þig inn í eitt skitið skipti og þarfnast engrar færni að æfingar í þetta. Aftur á móti er þetta auðvitað geðveikt adrenalín-kikk en það er ekki jaðarsport. Jaðarsport er td Kayaksigling í staumvatni og massa brimi ekki kayaksigling við sólarlag í stórum sjóbát. Línuskautar á ramp, ekki á göngubrautini með 10 trimmfélögum. Klettaklifur, ekki fjallaganga á Esjuna eftir öruggum leiðum. Snjóbretti í flestum myndum. Svona má lengi telja en grunnurin er sá að einhvað getur ekki orðið sport nema að þú stundir sportið af áhuga til að auka færni þína í því og sért ekki að borga einhverjum fyrir að “fara með þig”. Ég vona að fólk skilji hvað ég er að meina því mér leiðist lið sem þykist vera í jaðarsporti bara vegna þess að það hefur stokkið einu sinni í teygjustökki á lækjartorgi, vááááá voða mikil æfing sem þarf í það !
Nú veit ég að ég hef sært nokkra en það skiptir mig engu vegna þess að ég hef rétt að að hafa mína eigin skoðanir.