Fyrir tæpu 1,5 ári síðan skrifaði ég hér grein sem ég kallaði upphaf Telemarksins og lofaði þá að koma með afganginn seinna, nú er komið að því að skila af sér afgangnum.
Bara til að rifja aðeins upp, upphafsmaður Telemarks er yfirleitt talinn vera norðmaðurinn Sondre Norheim. Sondre tók þátt í skíðamótum í Noregi þar sem hann beitti fyrstur manna Telemark-aðferðinni opinberlega utan Telemark(svæði sunnarlega í Noregi)
En þó ættuð þið helst að lesa fyrri greinina til þess að fá eitthvert samhengi. http://www.hugi.is/jadarsport/greinar.php?grein_id=6113 8
Skíði Sondre voru styttri en hefðbundin skíði, misbreið,grennst í miðjunni, og voru bindingar hans “hælbindingar” þar sem pílviður hélt lá frá tánni og aftur fyrir hæl og hélt þar fast við.
En þó svo að Sondre sé sagður upphafsmaður Telemarksins þá er ekkert víst að hann hafi fundið upp á aðferðinni, en vissulega kynnti hann aðferðina fyrir heiminum. Einnig eru frásagnir af því að svokallaðar “pílviðarbindingar” hafi verið til fyrir tíð Sondre en útbreiðsla þessara bindinga meðal almennings var ekki mikil. Oftast voru tábindingar notaðar og seinna meir hælbönd úr leðri.
Auk þess sem Sondre kynnti heiminum “Telemarkið” kynnti hann einnig svokallaða “Christiania beygju”* sem kallast bara hefðbundið svig(slalom) í dag. Og þess vegna hefur hann verið kallaður “faðir nútíma skíðunar”. Þetta er allt að þakka því hversu uppátækjasamur og iðinn við að leita óhefðbundinna leiða hann var.
Þó svo að norðmenn hafi á sínum tíma skíðað mjög mikið og “staðbundin skíðamót” væru haldin af og til, voru skíðin aðallega samgöngutæki, en eftir “afrek” Sondre fóru skíðin sem íþróttatæki að verða vinsælli og vinsælli og áttu skíðamenn sem komu frá Telemark þar mikinn þátt í. Stofnaðir voru skíðaklúbbar og skíðamót voru haldin reglulega.
Eftir frægðarförina til Christiania 1868 tók Sondre þátt í mörgum fleiri mótum og hvatti börnin frá Morgedal mikið í tilraunum þeirra til þess að verða afreksskíðamenn. 1884 flutti Sondre síðan til Bandaríkjanna og eru ekki margar sögur af skíðaiðkun hans þar.
Aðrir skíðaiðkendur frá Morgedal eins og bræðurnir Mikkel og Torjus Hemmestveit héldu áfram að ryðja götu telemarksins auk þess sem þeir stunduðu skíðasmíði. 1881 stofnuðu þeir bræður síðan heimsins fyrsta skíðaskóla, í Christianiu. Hælbindingarnar, styttri misbreiðu skíðin og nýja beygjuaðferðin voru viðurkenndar og breiddust enn frekar.
Þetta er ekki öll sagan en þriðji og síðasti hlutinn kemur inn bráðlega. Þó innan 1 árs :D
*Christiania er hið forna nafn Oslóar höfuðborgar Noregs.