Fyrsta sagan Ég hef tekið eftir því að þónokkrir hafa ákveðið að senda inn myndasögu, og tja hafa kannski ekki beint fengið hvetjandi álit. Ég vill hvetja fólk að senda inn teikningar eftir sig, meina maður byrjar oft ekkert vel en það á til að lagast.

Svona byrjaði ég nú, illa. En allavega ég fékk hvatningu frá notandanum “AxlSlash” og ákvað að halda áfram. Náði síðan í Macromedia flash 8 http://macromedia-flash.en.softonic.com
og fékk smá leiðbeiningar frá notandanum “klikkhausinn”

Tók mig smá tíma að læra á það og teikningarnar voru svoldið grófar en síðan skánaði það. Þetta forrit er svo miklu betra en Paint.Og paint hefur svo mikil áhrif á húmorinn í sögum. Ég mæli með Macromedia flash 8 fyrir alla sem hafa áhuga á að senda inn myndasögur.

En allavega ég byrjaði illa eins og margir hérna á huga, en ég vill meina ekki gefast upp. Náið í Macromedia flash 8 ef þið getið og já bara æfa sig að teikna í því. Ef þið þurfið einhverja aðstoð getið þið sent mér skilaboð ;)

Allavega er ritstífla aftur komin í hausinn minn gamla og er að reyna eins og ég get að fá góða hugmynd.
Endilega kíkja á www.flotti.bloggar.is og kvitta í gestabókina ef þið hafið ekki gert það áður ;)
Facebook: