Heil og sæl og vonandi er indæli Vefstjórinn að lesa.

Vefstjórinn hefur verið að gera miklar breytingar og það mjög góðar breytingar finnst mér og mig
hlakkar til að sjá hvað fleira hann hefur í heilabúinu.

En nóg um það. - Ég hef tekið eftir að þegar umræður eru farnar að vera sífelt heitari og svörin eru farin að skipta tugum að þá er sífelt erfiðara að sjá hver er að svara hverjum.

Mín hugmynd er sú að þegar einhver svarar einhverjum þá er hægt að sjá hverju hann er að svara.


DÆMI:
Ég er að svara Vefstjóri og hann sagði: Já þetta er nokkuð sniðugt…..


Cheng 24. júlí 2006 - 13:06:00 - Er að svara Vefstjóri: Já þetta er nokkuð sniðugt……

Já ég veit að þetta er sniðugt og þakka þér fyrir að svara mér


Semsagt þetta feitletraða sýnir nickið og svo skáletraða sýnir byrjunina á svari hans.
Undirstrikaða er þá svarið mitt.

Þetta þarf nú ekki endilega að vera nákvæmlega svona en þó laga þetta aðeins svo það sést greinilega hverju er verið að svara.

Takk fyrir mig.
osomness