Það sem vantar er fjölmiðlamál eða áhrif fjölmiðla á samfélagið og einstaklinga.
Nú er maður farinn að átta sig á nauðsynjum fjölmiðlalaga því mötunin er orðin hræðilega ógnandi í samfélaginu.
Stöð 2, NFS, fréttablaðið, bylgjan, og fleiri fjölmiðlar stjórna orðið skoðunum allra í samfélaginu. Ef Jóhannes í bónus og co kaupir tómatssósuframleiðslu í Rússlandi eru allir Íslendingar farnir að kaupa og nota hana í allt eftir nokkra mánuði, bara með því að Jóhannes fær starfsmenn sinna fjölmiðla til að tjá sig um þessa vöru hvort sem það er gert í fréttablaðinu,NFS eða annarsstaðar, og ég er að verða geðveikur á að horfa á þessa þróun, við erum að verða svo forrituð að fljótlega missum við allt út úr höndunum hvað varðar möguleika á að horfa á eitthvað sem heitir samkeppni í sölumálum því á endanum eiga sömu aðilar allt, hvort sem átt er við fjölmiðla, stórmarkaði eða annað.
NFS er eitt af verkum djöfulsins að mínu mati og hef ég tekið eftir því hversu hlutdræg NFS er gagnvart landsbyggðinni, hallærislega sveitafólkinu allt í kringun landið. Áhrifin sem þeir höfðu á versunarmannahelgina var svo augljós að það var bara fyndið, þó sumir hafi aulýst mikið var aðeins talað um Galtalæk og allt var svo æðislegt þar utan auglýsingatímans.
Ég get ekki lengur horft á NFS eða Stöð 2, Sýn og hætti að kaupa áskrift hjá stöð 2 fyrir 2 árum og hef ekki séð eftir því eina mínútu.
Stöndum saman og drepum þessa fjölmiðla áður en þeir heilaþvo okkur algjörlega með því að hætta að auglýsa hjá þeim og hætta að kaupa áskrift af þeim NÚNA.