Það er alltaf að koma upp aftur og aftur óánægja með að greinarnar og korkarnir á áhugamálinu Rómantík fjalli aðallega um vandamál varðandi sambönd eða vandamál í samskiptum kynjanna. Ég persónulega held að það sé ómögulegt að hindra að slíkar greinar berist þangað inn. Hins vegar finnst mér alveg spurning um að hreinlega endurnefna þetta áhugamál og kalla það bara “Sambönd”, því það er í raun það sem þetta áhugamál snýst um. Ég er ekki viss um að áhugamálið Rómantík standi eitt og sér ef vandamálagreinarnar flytjast eitthvert annað. Hvað segið þið hin?<br><br>Kveðja,
GlingGlo
Kveðja,