Þetta svæði var opnað í enda júlí 2006. Hér er hægt að fá hjálp, ræða hugmyndir og annað um vefinn hugi.is. Almennar umræður sem snerta ekki Huga eiga því betur heima á öðrum áhugamálum, t.d. www.hugi.is/tilveran.
/hugi varð til á sama tíma og korkarnir á forsíðu Huga voru teknir niður. Markmiðið með því var að auka flæði inn á önnur áhugamál, s.s ef þú átt í vandræðum með tölvuna þína geturu spurst fyrir á /taekni, ef netið virkar ekki rétt eða eitthvað þess háttar er aðstoð á /netid o.s.frv.
Til að byrja með þá hefur svolítið borið á þráðum inn á /hugi sem ekki eiga heima þar. Þeir verða fjarlægðir og bendum við á önnur áhugamál og t.d. /tilveran fyrir almenna umræðu.
með kveðju,
Aiwa, FusionLorus og Vefstjori