Hjá hverjum hafið þið fengið tattú hjá og hverjum mæliði með og móti? Er að fara að fá mér tattú sem þarf mikla nákvæmni í og vill ekki að það fokkist upp =)
Ég hugsa að það væri auðveldara fyrir þig að spurja “hverjum mæli þið ekki með?” Ég hugsa að það hafa allir eitthvað gott um alla að segja, farðu bara á staðina og skoðaðu myndir og sjáðu hver heillar þig mest
Bætt við 22. nóvember 2006 - 19:28 Rosalega hugsa ég mikið
Ég hef látið 3 menn flúra mig, 2 íslenskir og 1 danskur.. Ég mæli hiklaust með Sverri á House of Pain! Hann er mjög nákvæmur og með öll details alveg 100% á hreinu. Sjáðu myndina af mínum nýjustu flúrum og þá geturðu séð hversu góður hann er í smáatriðum..
en er það ekki þannig að við hin vitum betur en hinir og hinir vita betur en við og þá er alveg sama hvað hver segir það er allt betra en hitt svo þetta enda á að það er alveg sama hvert maður fer svo lengi sem maður er sáttur við sitt
Mesta nákvæmni í húðfúri sem ég hef séð af íslenskum húðflúrara er frá Vincent, hann gerði Tony Montana úr Scarface á félaga minn, húðflúrið er bara sena úr myndinni og þetta er alveg fáránlegt hvað detailið er gott, pottþétt eitt af topp 3 tattoo-um sem ég hef séð
ÉG mæli hiklaust með Vincent, maðurinn er snillingur *gerir svona worship move* hann er búinn að flúra endalaust af vinum mínum og mig líka, fer væntanlega til hans næst líka nema að annað hvort okkar verði ekki á landinu þegar ég ætla að fá mér næst ;)
Í rauninni skaltu bara velja þér hvaða tattúverara sem er, svo lengi sem hann á stofu. Þú skalt ALDREI fara til tattúverara sem á ekki stofu. Tattoo og Skart treysti ég persónulega mest, en samkvæmt könnunum og svörum sem þú ert búinn að fá, þá skiptir í rauninni litlu máli hvert þú ferð. Þeir eru allir jafn frábærir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..