Þá erum við búin með Session 3… Fór um 11 leitið í morgun og var sest í stólinn kl. 12:45. Myndin sem Sverrir gerði núna tók aðeins lengri tíma en hin tvö skiptin en ég var 2 og hálfan tíma straight í flúri í dag.
Myndin sem Ryden kallar “Jessica’s hope” er ekki eins litrík og hinar tvær en samt sem áður mjög flott… Við tókum ekki alla myndina og slepptum við bleika dýrinu sem fylgir henni en við munum samt nota þetta dýr seinna, bara ekki í tengingu við þessa mynd. Það er svo gaman að klippa í sundur myndir eftir Ryden og pússla þeim svo aftur saman á mismunandi stöðum… :)
“Jessica's hope” er staðsett vinstra megin við “Rose” og núna mynda þessar 3 myndir einskonar boga og er loksins komið svolítið sleeve look á þetta… Staðsetningin á flúrinu er mun sársaukaminni heldur en session 2 en eftir að líkaminn hætti að framleiða deyfiefnið eftir ca 1 og hálfan tíma þá var ég farin að finna ansi mikið til. En ég þraukaði þetta nú samt og langaði bara stundum að taka byssuna af Sverri og stinga henni í hann ;)
Ég er rosalega sátt við útkomuna enda ekki annað hægt.. Annað snilldarverkið hér á ferð, það er engin spurning ..
Session 4 verður svo tekið eftir áramót en við eigum ennþá eftir að ákveða hvað við gerum þá. Það er margt úr að velja og mun ég hugsa þetta frekar í jólafríinu :)
Myndin sem fylgir er augljóslega ný enda blóð og vessi úti um allt og ég er ennþá með plastið á.. Ég kem með betri mynd þegar flúrið er gróið :)
Kv. PraiseTheLeaf