Ég man ekki eftir því að þetta hafi komið áður hingað á huga, en ef sú er raunin þá verðið þið bara að afsaka mig.
Ég rakst á einkar áhugaverða kenningu um það að Harry og Hermione væru í raun systkini.
Hún gengur sumsé út á það að Hermione sé eldri systir hans Harrys, sem Lily og James hafa þá látið frá sér nýfædda og nánast enginn veit af, og að hún geti þá þ. a. l. verndað Harry gegn Voldemort með blóðtengslum - eins og Lily og Petunia.
Þetta er virkilega vel unnið og rökin eru vel sett fram.
Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um þetta, sumt er alveg ótrúlega langsótt en stundum var ég alveg sannfærð um að finnast þetta allt passa saman.
See for yourself!
http://www.cosforums.com/showpost.php?p=3583914&postcount=525
ATH þetta er í tveimur (löngum) hlutum.