Ohr, ég verð bara að fá að fá smá útrás hérna.
Það eiga örugglega fullt af fólki sem fíla myndirnar eftir að vera ósammála, en so it'll be…
Harry Potter myndirnar frá Warnerbros eru hræðilegar.
Það er búið að eyðileggja svo heillandi og skemmtilega sögu. Ég skil ekki af hverju það var ekki beðið með myndirnar þangað til Rowling hefur klárað bækurnar?
Kastalinn. Hann breytist frá hverri mynd til þeirra næstu. Bæði að innan og utan og eins lóðirnar.
Klæðnaður. Í fyrstu myndininn voru þau í svörtum skikkjum einsog líst var í bókinni. Ég fílaði það ekkert sérstaklega mikið. Síðan fengu þau búinga sem samanstóðu af buxum, skyrtu og bindi hjá strákum annarsvegar, og pilsi, sokkum, skirti og bindi hinsvegar hjá stelpum. Mér fannst það fínt. En núna, núna ganga þau um í tískufötum! Liggur við að maður geti séð vörumerkin Disel, Puma og Gucci á klæðnaðnum!
Söguþræðinum er líka breytt. Ég veit samt alveg að það er nauðsynlegt að gera smávægilegar breytingar, en sumt er einum of :/ Og svona smáatriði sem skipta samt máli fara alveg rosalega í mig. Í fyrstu myndinni var sleppt þrautinni hans Snapes þegar Þríeykið braut sér leið í gegnum varnir kennara Hogwarts í átt að Viskusteininum. Í fjórðu myndinni þegar Sirius kemur í eldstæið myndast andlit hans úr kolum og viði. Það á allsekki að vera svoleiðis, að mínu áliti. Andlitið átti asð svífa í eldstæðinu…
Og fleiri svona atriði sem ég man ekki alveg í augnablikinu.
Leikararnir… Gætu verið betri. Miklu betri. Daniel Radcliff hefur líklegast bara verið valinn útaf útlitinu. Drengurinn hefur enga hæfileika sem leikari. Fleur Delacoire (Man ekki henrig það er skrifað…) þetta er alveg sæt stelpa, en ekki sláandi falleg einsog henni er líst í bókunum. Þau hefðu að minnsta kosti getað látið lita á henni hárið…
Nýji Dumbeldore. Hann er alltof æstur. Hann hefur enganvegin þetta rólega, blíða yfirbragð sem sá Dumbeldore sem við þekkjum úr bókunum hefur. Ég fíla hann enganvegin.
Neville… Æjji, hann á að vera lítill, búttaður og krúttlegur strákur.
Sirius, æjæjj.
Og svo nýjustu klúðrin… Umbridge… Hún er hörmung! Hún á að vera feit, og líta út einsog lítil ljót stelpa. Þessi líkist bara góðri ömmu!
Og hárgreiðslan á Daniel! Herre Gud…
En svo eru góðir leikarar inná milli líka, að sjálfsögðu. Rupert Grint passar mjög vel sem Ron, McGonagall er að gera góða hluti, Hagrid er flottur, Rita Skeeter líka, Fred og George og fleiri.
Æjji, ætli ég sé ekki búin að ausa úr skálum reiði minnar nóg :) Afsakið, allir sem ég móðgaði, þetta er bara mín skoðun :)
Parvati hin pirraða!