Hæ…þetta er nú hálf innihaldslaus kafli en það verður að hafa það. Ég veit að stafsetningin er ekkert sérlega góð, enda á ég mjög erfitt með að fara yfir stafsetningu í sögum án þess að gleyma mér og byrja einfaldlega að lesa söguna…


2. Kafli

Roxanne teygði hendina varlega upp og bankaði létt á hurðina. Hún gróf hendurnar í vasana á skikkjunni á meðan hún beið. Ekki leið á löngu áður en roskin, góðleg kona birtist í dyragættinni. Hún var í hvítum, rósóttum kjól með hárnet yfir brúnu hárinu og steikispaða í annari hendinni.
''Roxanne! En gaman að sjá þig!''sagði konan góðlega og faðmaði Roxanne að sér.
''Hæ, frú Bagmans,''svaraði Roxanne þegar frú Bagmans hafði loksins sleppt henni, ‘'Umm…er Ethan heima?’'
''Ó…já…hann er uppi í herbergi. Farðu bara upp til hans,''frú Bagmans brosti og hleypti Roxanne inn í íbúðina.
Cole Bagmans var vinur Roxanne, sem hún hafði kynnst þegar hún hafði flutt til *Hammingville. Hún hafði átt erfitt með að eignast vini í hverfinu, þar sem allir héldu að hún væri Goth (Mansonisti). Það var auðvitað ekkert skrítið, þarsem hárið á henni var jafn dökkt og hárið á mömmu hennar hafði verið (alveg kolsvart), og húðin jafn föl og á pabba hennar. Ethan hafði hinsvegar verið alveg sama, fannst bara dálítið spennandi að þekkja Goth, sem hann komst reyndar að seinna að hún var ekki. Eftir að Cole varð vinur hennar eignaðist hún fleiri vini, en Ethan var besti vinur hennar.
Húsið hans var stórt. Engin villa en samt stórt. Allir veggir voru kalkhvítir, nema veggirnir í herbergi litla bróður hans, Cole. Cole hafði nokkuð gaman af því að skjóta af boga í vegginn fyrir ofan rúmið hjá sér, svo hann var allur götóttur(Litli bróðir minn gataði vegginn hjá mömmu og pabba á sama hátt. Urðu ekkert sérstaklega ánægð…).
Roxanne fór úr skónum og gekk svo upp viðarstiga til að komast inn í herbergið hjá Ethan. Ethan átti háaloftið alveg útaf fyrir sig. Veggirnir voru þaktir Quidditch plaggötum og myndum af uppáhalds hljómsveitunum hans: Nirvana, Guns ‘n’ roses, Metallica og Queen.
Ethan sat á rúminu sínu og var að lesa Qudditch í aldanna rás þegar Roxanne kom inn til hans.
''Hæ,'' sagði Roxanne og glotti þegar Ethan tók kipp. Hann leit undrandi á hana hristi svo hausinn,
''Hvernig ferðu að því að ganga svona hljóðlega um? Það mætti halda að þú værir draugur!'' hann dæsti og leit stórum, brúnum augum á hana.
''Ja…margir segja nú að ég líti þannig út…'' hún brosti og settist niður við skrifborðið hans, ‘'Nú…á bara ekkert að heilsa manni?’''
''Ha? Ó, já…þú meinar það…hæ,'' sagði Ethan vandræðalega og Roxanne skellti uppúr,
''Þú ert svo skrítinn,'' hún glotti og byrjaði að taka til á skrifborðinu hans. Fjaðurpennar, pergamennt og fleira hvarf fljótlega á réttan stað og hún brosti, ‘'Þetta er betra.’'
''Hvað er þetta eiginlega með þig og að taka til? Ekki það að ég vilji að þú hættir því, það sparar mér vinnuna…''hann glotti og hún leit ásakandi á hann,
''Er þetta allt sem þér finnst um mig? Er ég ekki til neins nýt nema að taka til fyrir þig? Ha? Svaraðu mér? Ha? Ég er mjög djúpt særð!''sagði hún með fals særðri röddu, sneri stólnum frá dökkhærða stráknum sem sat á rúminu og faldi andlitið í höndum sér.
''Hahaha. Voða fyndið,''sagði Ethan með tón sem lýsti leiðindum. Roxanne sneri sér aftur við og leit á hann brosandi.
''Mátti reyna,'' hann hristi bara hausinn og lagðist niður á rúmið.
''Kemuru út?'' sagði hann eftir að óþægileg þögn hafi verið yfir svæðinu í nokkurn tíma.
''Jájá,'' hún stóð upp og gekk út úr herberginu með Ethan á hælunum.
''Heyrðu, í hvaða skóla ferðu í vetur?'' spurði Ethan með eftirvæntingu þegar þau voru komin niður í andyrið,
''Hogwarts,'' svaraði Roxanne stuttaralega og klæddi sig í skóna.
''Ó,'' vonbrigðin leyndu sér ekki í röddinni, ‘'Ég fer í Beauxbatons,’'
''Ferðu til Frakklands? Ég hélt að þú ætlaðir að vera hérna á Englandi!'' Roxanne leit stóreyg á hann.
''Nei…ég fékk bréf frá Beauxbatons, ekki Hogwarts. Mamma vildi ekki að ég færi í Hogwarts, þar sem hún hafði verið í Beauxbatons, svo hún sendi beyðni þangað í staðinn,''
Roxanne leit á hann án þess að segja neitt.
''Komum út,'' hún opnaði hurðina án þess að bíða eftir svari og hoppaði niður þau þrjú þrep sem lágu upp að útidayrahurðinni, ‘'ertu að koma?’'
Ethan gekk út á eftir henni og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér.
''Hvert eigum við að fara?'' hann renndi augunum niður eftir götunni.
''Veit það ekki. Þú ræður,'' svaraði Roxanne og leit á hann. Hann var hávaxinn með brúnt hár og brún augu. Hún var há og mjó með kolsvart hár og óvenju föl. Augun voru himinblá og ef hún myndi liggja kyrr í almenningsgarðinum myndu margir trúlega halda að hún væri dáin.
''Hvað með að fara í garðinn?'' hann leit á hana á móti og hún kinkaði kolli.
''Allt í lagi. Förum,'' þau gengu af stað niður eftir götunni í átt að almenningsgarðinum.
''Úff…ég er ekki að nenna að vera ein í Hogwarts. Geturu ekki bara skipt um skóla?''Roxanne leit á hann bænaraugum,
''Roxy…mamma yrði hræðilega pirruð, ég myndi verða skammaður og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis,'' svaraði hann eins og hann væri að útskýra fyrir fimm ára barni hvað 1+1 væru.
''Ethan…mamma þín hefur engan rétt til að verða reið út í þig bara útaf því að þú vilt ekki fara til útlanda yfir veturinn. Talaðu bara við hana og fáðu hana til að skilja,''hún leit á hann en hann hristi bara hausinn,
''Ég get reynt, en ég má það örugglega ekki,'' hún ypti bara öxlum,
''Við sjáum til,''
''Já…ætli það ekki,''
Þau gengu saman í þögn þar til þau komu að garðinum. Þau gengu í átt að rólunum og settust niður, án þess þó að byrja að sveifla sér.
''Þú veist að mamma þín getur ekki skipað þér að fara í skóla sem þú vilt ekki fara í,''sagði Roxanne eftir stutta þögn.
''Veistu…þetta er grunnskóli. Hún getur það,'' hann leit á hana og andvarpaði, ‘'fyrirgefðu. Ég veit að við vorum búin að ákveða að fara í sama skóla,’'
''Ethan. Ekki hvolpa augun,'' hún glotti þegar hann hnussaði og leit aftur framfyrir sig,
''Þau auðvelda mér að fá þig til að samþykkja afsökunarbeiðnina. Enginn skaði í því að nota þau,'' sagði hann sakleysislega og byrjaði að róla sér hægt fram og til baka.
''Þú ert sorglegur, vissiru það?''sagði hún og andvarpaði,
''Heldurðu að ég sé eitthvað heimskur, auðvitað vissi ég það!''hann glotti, stökk úr rólunni og stefndi að **svifklefanum.
''Gersamlega sorglegur gaur,''muldraði hún, stökk úr rólunni og gekk hægt á eftir honum.

*Einhver galdrabær sem ég var að bulla upp…
**Klefi sem var galdraður þannig að maður sveif ef maður fór inní hann
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*