Úff ég er ekkert búin að vera allt of dugleg við að skrifa, en hérna loksinns er næsti kafli og ég vona að það verði ekki eins langt í næsta kafla ;Þ

P.s. Sérstakar þakkir til Coolistic fyrir að lesa yfir fyrir mig ;Þ



6. Kafli.
Leitið og þér munið finna!


Við leituðum allstaðar, fram og tilbaka um Hlykkjasund og að frátöldum einum fjöldabragðabaunapoka sem lá sundurtættur undir einu söluborðinu þá sáum við ekkert sem gæti leitt okkur til Tieo.

Hvar gat hún verið? Tieo! Þó svo ég væri fegin að Tiger áhvað að hjálpa mér að finna Tieo, þá gat ég ekki sleppt því að hugsa að sem úlfur hefði ég getað þefað hana uppi auðveldlega, en svo rann það upp fyrir mér að ég gæti aldrei umbreyst hérna það var of mikið af fólki.

Ég stoppaði og leit í kringum mig.. Ég var ekki viss hvers vegna en svo heyrði ég lágt skrækt öskur, ekkert venjulegt öskur, þetta var kanína! Hver veit jafnvel Tieo! Verst að geta ekki umbreyst til að skilja það… Hvernig sem á því stóð þá heyrði Tiger engan veginn þessi hljóð. Var ég bara að ímynda mér eitthvað og þó. Tieo þurfti sjaldnast að heyra skipanirnar til að hlýða þeim, þær fóru einhvernveginn í gegnum hugann! Gat ekki vel verið að það væri gagnkvæmt? En hvað sem öðru leið þá var Tieo í vandræðum og þar með yrði ég að finna hana og það fljótt.

Tiger var líklega farin að efast um geðheilsu þessarar nýju vinkonu sinnar, þar sem ég stóð og muldraði ,,Hvar? Tieo! Hvar?“ en svarið var óskýrt og á öðru tungumáli en ég bjóst við, en innst inni þekkti ég rödd Tieos ,,Forfni flykkfjafunds fo fráfræfis, fakfif fofan” þó ég þekkti röddina þá skildi ég þetta engan veginn.. Það tók mig nokkrar sekúndur að fatta að ég hafði sagt skilaboðin upphátt.
,,Horni Hlykkjasunds og Skástrætis? Af hverju heldurðu það, þú veist kanínur éta ekki kjöt eða.. Hlaupum!!“

En þar með fattaði ég hvað Tiger hafði þegar skilið, á horni gatnanna var kjötbúð sem seldi nýslátrað kjöt… Svo þar á bakvið var sláturhús! Hvað var Tieo búin að koma sér í? Vonandi yrðum við ekki of seinar.. Þar sem Tiger rataði betur elti ég hana og innan skamms vorum við komnar. Um leið og við komum áttaði ég mig á síðustu orðum skilaboðanna og hljóp því á bakvið og ruddumst bakdyramegin hjá slátraranum. Ég leit í flýti yfir herbergið og sá þar tvo menn, annar var augsýnilega slátrarinn, skuggalegur náungi með stórt brunasár á vinstri hendinni og hinn sem hélt á skrækjandi kanínunni var kaupmaðurinn sem við höfðum séð fyrr um daginn vera að selja kindainnyfli.. Áður en ég gat neitt gert hafði Tiger tekið upp sprotann sinn og beint honum að kaupmanninum.. ,,Slepptu kanínunni! Við eigum hana!”
,,Pft.. Hvað græðum við á því? Þessi kanína verður fínasta steik!“ svaraði slátrarinn smjattandi við tilhugsunina.
,,Expelliarmus!” þriðji aðillinn hafði gengið inn án þess að við tækjum eftir því og hélt nú á sprota Tigers. Sjálf bölvaði ég í hljóði yfir því að hafa skilið sprotann minn eftir heima.

Ég leit í kringum mig að mögulegri leið út en sá enga, Tieo hafði verið hent inn í búr og þrír sprotar beindust nú að okkur þar sem slátrarinn hafði einnig dregið upp sprotann og þegar hann nálgaðist sá ég að brunasárið var brennimerkt tákn sem ég hefði getað svarið fyrir að ég hafði séð áður, en hvar?
,,Öskrið bara stelpur, það mun enginn heyra í ykkur, en þið munuð aldrei framar skipta ykkur af okkar málum, Crucio!“ Bölvuninni var beint að Tiger og án þess að hugsa mig um stökk ég á hana til að koma henni undan bölvuninni, ég fann bölvunina nísta í gegnum mig eins og skyndilegt raflost, en þegar sársaukanum lyngdi lá sprotinn minn í hendinni á mér. Við hlupum í skjól, ég beitti aðdráttargaldri á hillu svo hún féll á slátrarann og reyndi svo galdurinn sem ég hafði séð rétt áður ,,Expelliarmus!” og mér til mikilar undrunar kom sproti Tigers svífandi til mín og með einni lítilli sveiflu sendi ég hann til eiganda síns.

Tiger truflaði mennina meðan ég sleppti Tieo, sem var um leið farin út um næsta glugga og þar með hlupum við að dyrunum, eitt leiftur og fæturnir voru fastir við jörðina.
,,Hélduði virkilega að þið kæmust upp með þetta?“ sagði slátrarinn.
,,Einhver lokaorð stelpur?” Ég hristi höfuðið, en Tiger var ekki á sama máli.
,,Hugsiði ykkur um, þið viljið ekki fá Tony reiðan er það nokkuð?“

Ég greindi smá kaldhæðni í rödd Tigers..

,,Tony? Tony Prano? Af hverju ætti hann að reiðast okkur, hann mun greiða stórfé fyrir að fá að éta ykkur! Hann er einn besti viðskiptavinurinn okkar!” sagði kaupmaðurinn og virtist viss í sinni sök.
,,Já það er hann, Antonio Soprano, annars er ég Kitty Soprano litla systir hans og þið vitið hver reiðist líka ef Tony reiðist er það ekki?“ svaraði Tiger og virtist njóta áhrifa hvers einasta orðs.

Kaupmaðurinn virtist skelfingu lostinn en hvíslaði ,,Fenrir Grayback! Tony er líklegast grimmasti hvolpurinn hans og er því í miklu uppáhaldi!” Slátrarinn virtist einnig vera sannfærður en sá þriðji var ekki eins vitlaus og hann virtist..
,,Góð tilraun Pranostelpa, við vitum vel að Tony talar sama og ekkert við föður sinn, hann sættist aldrei við varúlfsku sonarins!“ sagði hann og hló.

Tiger hikaði aðeins, svo ég dreif mig í að svara fyrir hana ,,Það er faðir hans, en veistu eitthvað um samband hans við systur sína? Hélt ekki..” Ég beindi sprotanum snöggt að föstum fótunum og var laus, um leið beindi ég sprotanum að þeim og mundi eftir kröftugri bölvun sem ég hafði lesið um kvöldið áður í Hálfúlfum Alheimsins eftir Sókrates Sjakala vargin Black.
,,Far fú fil farfans fanfað fem fú frá fomfs fanfað fem fú fumft faftfur fúfa fo fé feifi fuffn fifn fefll!“ áhrifin voru ótrúleg af hverju hafði ég ekki munað eftir þessu fyrr? Í raun var ég ekki viss hvað bölvunin gerði, en hún virtist sturla hvern sem er af hræðslu um stundarsakir, mig grunaði að um sjónhverfingu væri að ræða en bölvunin hét Burn in hell. Á leiðinni út mundi ég svo eftir annari einfaldari, minnisgaldri og ákvað að best væri að lofa þeim að gleyma atburðinum alveg.. ,,Það er leikur að gleyma gleymska sú er mér kær, að vita minna og minna, minna í dag en í gær..”

Þegar við vorum komnar aðeins frá slátraranum kom Tieo til okkar.
,,Tan! Hvar í fjandanum lærðirðu þessa bölvanir? Ég hef aldrei séð nokkra líka þessu, og þá er mikið sagt ef pælt er í þeirri staðreynd að ég var í Durmstrang og þar í Protro“
,,Úr bók Tiago, einni góðri bók, en hvað er svona athugavert við þessar bölvanir?”
,,Okey.. Flestar bölvanir sem ég hef heyrt samanstanda af einu til þremur orðum, þínar eru talsvert lengri..“
,,Tja.. kannski eru þær bara svoldið gamlar..” Tiger ákvað að gefast upp á að reyna að draga meira upp úr mér, en við ákváðum að hittast aftur eftir vinnu, daginn eftir.
-