Jæja loksinns kominn næsti kafli… En sorry fyrir þá sem fynnst það ruglingslegt, en ég nota sitt á hvað íslensku nöfnin og ensku stundum íslenskaða ensku… t.d. Dementorar. Vonandi líkar ykkur hann =D

P.s. Sonjal bauðst til að bera “ábyrgð” á stafsetningunni, endilegar segið okkur hvernig það gekk =D Takk Sonjal =D






2. Kafli. Þegar maður situr á botninum…liggja allar leiðir uppá við! Nema maður fari að grafa.

Tíminn leið hægar en nokkru sinni fyrr, einhverra hluta vegna rifjuðust stöðugt upp fyrir mér verstu minningarnar mínar. Aðalega dauði móður minnar, svo stutt síðan, og svo nokkrar aðrar. Að lokum sortnaði mér fyrir augun og ég missti meðvitund inni í einu horninu á klefanum. Þegar ég vaknaði hafði ég umbreyst. Sem úlfur fann ég ekki lengur jafn mikla vanlíðan og áður. Ég hafði samt gleymt því að Tieo var með, það hefði aldrei gerst annars staðar.
,,Deró, mikið erum við heppnar, þeir tóku ekkert af okkur, ertu ekki örugglega með dótið sem ég lét þig geyma?“
,,Heppnar! við erum allt annað en heppnar!” sagði ég reiðilega.

Dótið sem Tieo talaði um saman stóð af: U.þ.b. 40 cm eikargrein, leðurlengju 10 cm á breidd og 50 cm á lengd og viðarlakki. Þessu hafði hún sankað að sér á þessum 2 vikum, ásamt flöskunni, reipinu, hnífnum, teppinu og ólinni hennar sem ég hafði tekið með að heiman. Þetta ásamt smá brauðmylsnu og vart ætum mat, var geymt í bakpoka sem við höfðum einnig fundið.

,,Veistu virkilega ekki hvað þú ert með?“
,,Já, grein, lakk, hníf, flöskur, reipi, leðurbút, teppi og kanínuól? Eigum við að lakka klefann eða hvað? Binda reipið um teppið og setja leðrið utanum? Búa þannig til ,,leðursófa”? Kasta prikinu og hnífnum í ,,verurnar“ þær yrðu mjög ánægðar…” svaraði ég kaldhæðnari og geðverri en eðlilegt gæti talist.
,,Deró, verurnar kallast Dementorar, og svo erum við með allt sem þarf í góðan töfrasprota.“ tísti Tieo aldrei þessu vant þolinmóð.

Ég leit yfir draslið áður en ég sagði:
,,Nema part af máttugri galdraskepnu, þú furrfaðir það sjálf Tieo!” Svaraði ég, Tieo hafði kennt mér hitt og þetta um heim galdranna þegar hún hafði haft einhverja þolinmæði til þess.
,,Derów, við höfum nóg af því, þú ert fjögurra lita hálfúlfs hvolpur, blóð, munnvatn og feldur hálfúlfs þótti eitt sinn gott sprota efni, þá var furrfað að því yngri sem úlfurinn væri því kröftugra væri það, og þú er hvolpur með máttuga liti, svartan, silfraðan, giltan og rauðan.“
,,Já, en Tieo, við kunnum nákvæmlega ekkert í sprotagerð!”
,,Ég veit, en það gerir hann!“ tísti Tieo og beindi orðum sínum að næsta klefa á móti.

Í þeim klefa var ungur maður, líklega um tvítugt, hann virtist utan við sig og talaði við sjálfan sig. T.d. um að ef hann hefði sprota gæti hann komist út.

,,Hver er þetta?” spurði ég Tieo.
,,Hann heitir Alexander Olivander og vinnur fyrir Fönixregluna. Afi hans er sprotasmiður og ættin hefur átt búð sem selur sprota lengur en ég man eftir mér!“
,,Já, það er nú ekki skrítið enda ertu bara 15 ára!” (meðalaldur kanína er 5-8 ár).
,,Hvað veist þú um það.“ urraði Tieo.
Hvernig Tieo vissi þetta, það hafði ég ekki hugmynd um, en ég varð að treysta henni. Þar sem það var lítið um gleðilegar hugsannir sem fylltu mann öryggi var það ekki eins auðvelt að umbreytast í mann aftur, en þegar það loks tókst…
,,Pst, ert þú ekki Alexander Olivander?”
,,Jú reyndar.“ svaraði maðurinn hálf utanvið sig.
,,Geturðu búið til nógu góðan sprota til að komast héðan út?” spurði ég.
Maðurinn virtist ranka við sér og svaraði:
,,Ha? Jú það er ég, kannski ef þú getur fundið til nógu gott sprotaefni, en það myndi taka langan tíma, við þessar aðstæður, að minsta kosti hálft ár!“ svaraði hann.

Fljótlega hafði ég rétt honum, prikið, hnífinn og aðra flöskuna með, botnfylli af blóði úr sárinu á hálsinum og munnvatni mínu, ásamt fimm hárum af hverjum lit. Tieo lét sig hverfa og birtist von bráðar með eldspítur. Hina flöskuna skárum við í tvent og notuðum sem pott, við notuðum smá teppisbúta sem brenni, og bútuðum reipið niður í sama tilgangi. Hvernig sem á því stóð bráðnaði flaskan ekki.

Dagarnir liðu, sumir með meðvitund aðrir ekki, sumir með viti en aðrir ekki! Suma dagana var ég svo eirðarlaus að ég hljóp í hringi innan klefanns og jafnvel hljóp á veggi!! Eftir fáeina daga gat ég umbreyst í úlf hvenær sem ég vildi, en það var erfiðara að umbreytast aftur í mann, en ef ég hélt fast í þá staðreynd að ég var saklaus gekk það. Dementorarnir virtust forðast að nálgast klefann minn þegar ég var í úlfslíki svo ég gat fengið frið fyrir þeim öðru hverju. Þegar ég var í úlfslíki kenndi Tieo mér margt, hún furrfaði mér frá sögu hálfúlfa og ættgengum fordómum milli þessara þó nokkuð skildu tegunda. Tieo tók af mér loforð um að viðhalda ekki þeim fordómum. Þrátt fyrir að fangelsið fengi mann til að rifja upp verstu stundir lífs míns þá fékk það mig til að líta á lífið með kaldhæðni og finna fáranlegar bjartar hliðar á öllu. Suma slæma hluti verður maður að hugsa um, skilja og sættast við, því að það getur verið slæmt að byrgja allt inni. En “björtu hliðarnar” gátu verið talsvert andstyggilegar, eins og t.d. Að kannski væri dauði Myrcvu bara til góðs og að núna væri ég eiginlega “frjáls” svona burt séð frá þeirri staðreynd að ég var í fangelsi. Samt á vissann hátt kenndi ég sjálfri mér um morðið og fannst það mér að kenna. Jafnvel stundum eins og ég hefði framið það sjálf!! Var ég að verða geðveik? Stundum liðu dagar, jafnvel vikur, án þess að ég gæti greint sundur raunveruleika og ýmundun. En aðra daga spjallaði ég við aðra fanga, sem voru með mismiklu viti í það og það skiptið, meðan ég minntist ekkert á þá staðreynd að ég vissi ekkert um galdra og hefði alist upp án þeirra, gátu þeir verið ágætis félagskapur! Ég lagði samt ekki í það að spurja þá hvað ófyrirgefanlegar bölvanir væru það það hlaut að vera eitthvað sem allir ættu að vita! Öðru hverju komu þeir með eithvað bull sem ég skildi ekki, eins og hinn myrki herra, myrku öflin, ófyrirgefanlegar bölvanir, galdarmálaráðuneyti, st. Mungo, Skástræti, muggar, blóðníðingar, vampírur, kentárar, einhyrningar, drekar, thestral, helmingar, Quiddicth, flugduft og allt þetta tal um fljúgandi kústa! Ef ég gaf það eitthvað í skyn að ég skildi eitthvað ekki yrtu nágrannarnir oft ekki á mig fyrst á eftir! Eins varð ég að passa mig að tala ekki um ósköp venjulega hluti eins og sjónvarp, bíó og örbylgjuofn. En ef ég var “stillt” útskýrðu þeir, sjálfviljugir, fyrir mér hinar og þessar bölvannir… Ótrúlegt hvað maður gat lært af þeim, enda voru fæstir þeirra alsaklausir.

Ég lagði mig fram við að reyna að framkvæma einhverja galdra öðru hverju og gekk óvenju vel miðað við aðstæður, reynslu og þá staðreynd að ég var ekki með sprota. En ef maður leit framhjá þeirri staðreynd þá gekk kannski ekkert svo vel.

Stundum komu dagblöð frá “galdraheimnum” eitt þeirra hét einmitt Spámannstíðindi og þar gat maður lesið um ótrúlega skrítna hluti. Meðal annars var verið að rakka niður einhverja aðila, meðal nafngreindra voru Harry Potter og Albus Dumbledore. Þeir trúðu því að einhver, sem allir áttu að vita hver væri, væri snúinn aftur. Hver veit kannski var það “hann”? Kannski höfðu þeir rétt fyrir sér?

Þó að við fyndum lítið fyrir veðrinu, vissi ég einhvern veginn hvenær sumarið kom. Loks tilkynnti Alexander að sprotinn væri tilbúinn. Hann lakkaði hann og vafði leðrinu utan um hann.

Hann sagðist mjög ánægður með gripinn og beindi honum að dyrum klefans og sagði: ,,Alohomora” samstundis opnuðust klefadyrnar og dyrnar á klefanum mínum opnuðust við sömu orð. Í hvert skipti sem við mættum Dementorum, beindi hann sprotanum að þeim og sagði: ,,Expecto patronum.“ og við það kom einhver ótrúlega fallegur silfraður köttur og rak þær burt. Hvaða köttur var þetta?

Það erfiðast við flóttann var að komast yfir síki sem umkringdi fangelsið. Þar sem ég hafði ekki verið neitt sérlega dugleg við að mæta í sundtíma í skólanum, hafði fundið leið til að sleppa þeim án skamma, þá var ég varla synd. Tieo reyndist hins vegar flugsynd svo það bjargaðist, þegar við höfðum loksins komist á þurt land spurði hann hvert ég stefndi núna. Þótt við hefðum haft hálft ár til að kynnast vissum við nánast ekkert um hinn aðilann, fangelsið hafði þau áhrif á mann að maður gat lítið spjallað.
,,Ég veit það ekki, á einhvern öruggan stað” sagði ég, en í raun vissi ég ekki einu sinni hvar við vorum svo bætti ég við: ,,En hvert ferð þú?“
,,Í höfuðstöðvar Fönixreglunnar, komdu bara með þangað. Það er mjög öruggur staður.” sagði hann.

Ég samþykkti það treglega, því hvert gat ég svo sem farið annað?

Eftir langa ferð í felum komum við loksins að höfuðstöðvum Fönixreglunnar. Alexander bað mig um að bíða fyrir utan og labbaði milli tveggja húsa og hvarf! Gatan hét Hroðagerði og húsið átti að vera númer 12, en húsnúmerin á húsunum voru svolítið ruglingsleg… Þarna var nr. 14 og 10 en ekkert hús á milli, hvar var nr 12?

(sjónarhorn Alexanders:)

Hvað hafði hann verið að hugsa? Í raun og veru vissi hann varla hver hún var… Að bjóða henni bara sí svona að koma í hinar háleynilegu höfuðstöðvar Fönixreglunnar… En Dumbledore vissi ábyggilega hvað gera skildi, eins og alltaf.

Alex gekk inn og fann Dumbledore og reglumeðlim sem hann þekkti lítið, en vissi að hét Remus Lupin, í eldhúsinu. Eftir smávægilegar útskýringar á skyndilegri endurkomu Alex og tilvist Datraníu fyrir utan, fylgdu Remus og Dumbledore honum út, en þar var enginn, nema einn tortrygginn muggi sem gekk í burtu um leið og hann sá þá tautandi eitthvað við sjálfan sig!

Hvar var Dartan?
-