Rafael Raven 3.kafli, Gringottbanki

Þetta var hreint ótrúlegt fólk, klætt í skikkjur með skrítna hatta. Pabbi hans Rafael táraðist við sjónina sem við honum blasti á meðan hann muldraði: “Er þetta í alvörunni svona?”. Fjölskyldan stóð í miðjum gangveginum og horfði í kingum sig svo margt fólk þurfti að troðast framhjá. En loksins áttuðu þau sig og gengu inní búð sem seldi undarlega strákústa. Pabbi Rafaels spurði manninn í afgreiðslunni: “Hvar er Grinngotbanki?“. “Ó, þú meinar Gringottbanki!” svaraði maðurinn. “Þú gengur hér útá götuna og ferð svo til hægri. Síðan gengurðu eftir götunni þangað til þú kemur að stóru hvítu húsi. Það er Gringottbanki. En af því ég sé að þið hafið ekki komið hingað áður, þá ætla ég að vara ykkur við því að ergja svartálfana”.

“SVARTÁLFANA!” öskraði Rose þegar þau komu út. “Svona, svona. Hann var áræðanlega að stríða okkur”, sagði pabbi áhyggjufullur á svip og vonaði að hann hefði rétt fyrir sér. Þegar þau komu að bankanum stóð á dyrunum:

“Inn þú gakk en aðgæt vel
að illt er gráðugt syndaþel.
Sá sem rænir stoltan stað
stórum geldur fyrir það.
Ef hyggst þú undir gólf vort gá,
grimmi þrjótur, vittu þá
að þar við fleira verður var
en vænan sjóð, sem er þó þar”.

Ef Raven fjölskyldan hafði verið hrædd fyrir, þá var hún núna dauðhrædd. Þau opnuðu varlega silfur dyrnar, læddust inn og reyndu að finna vinalegasta svartálfinn, sem var dálítið erfitt. Eftir stundar hik, fóru þau upp að gjaldkeraborði þar sem að minnsta kosti 200 ára svartálfur var að afgreiða. Hann virtist varla getað lyft hendinni, hvað þá slasað fólk. “Hehem”, ræksti pabbi Rafaels sig þar sem hann stóð fyrir framan svartálfinn eins og einhver fáráðlingur. “Get ég aðstoðað?”, spurði svartálfurinn veiklulegri röddu. “Já hérna, ég ætlaði að skipta svona peningum í svona galdrapeninga, svaraði pabbi Rafaels skjálfraddaður. “Hvað er nafnið?”, spurði svartálfurinn. “John Raven”, svaraði hann sjálfur. “Hummm… Getið þið komið með mér hér bakatil? Ég þarf aðeins að tala við ykkur”. Rafael fékk gæsahúð. Hvað skyldu þeir ætla að gera við okkur, hugsaði hann með sér.

Þau voru leidd inná skrifstofu svartálfs, sem var bankastjóri Gringottbanka. Gamli svartálfurinn hvílslaði einhverju í eyrað á bankastjóranum. Eina orðið sem Rafael náði að heyra af hvíslinu var Raven. “Svo þú segist bera ættarnafnið Raven?”, spurði bankastjórinn. “Já”, svaraði Pabbi Rafaels mjóróma. “Sannaðu það”!,sagði bankastjórinn snöggt. “Ö… ég er með ökuskírteinið mitt”, sagði John og rétti honum það. “Þetta virðist ófalsað” skaut gamli svartálfurinn að, þar sem hann kíkti yfir öxlina á bankastjóranum sem grandskoðaði skírteinið. “Svo þið haldið að þið séuð skyld Raven the Mad?”
“Ég sagði það aldrei, en jú það er rétt”, svaraði John. Bankastjórinn varð aðeins líflegri á svipinn, þegar hann sagði: “Svartálfar hafa þann hæfileika að sjá hver lýgur og hver ekki. Ég held að þú sért ekki ljúga! Er það svo hann sem á að vera erfinginn?” bætti hann við og benti á Rafael. “Ég skil þig ekki alveg”, sagði Rafael hikandi. “Ó, þá er best að ég útskýri“, hélt bankastjórinn áfram: ”Það hafa margir komið í gegnum tíðina og sagst vera erfingjar Raven the Mad, til að öðlast auð hans. Allir hafa þeir verið svikahrappar og alls ekkert verðið skyldir honum. Raven the Mad skrifaði erfðaskrá þess efnis að sá næsti í fjölskyldunni sem hefði galdramátt, myndi erfa allar hans eigur og auðæfi. Nú höldum við að mögulegt sé að það sért þú sem ert erfinginn!”, sagði hann og benti á Rafael.
“Þið viljið kannski lesa erfðarskrána?” bætti bankastjórinn við á meðan hann opnaði mjög rammgerðan og rykfallinn peningaskáp, og tók út gamalt áritað skjal sem byrjaði þannig:

Ég Rafael Hannibal Raven ánafna öllum eigum mínum til…

Svo hélt bréfið áfram og sagði nákvæmlega það sama og bankastjórinn hafði sagt áður um innihald þess. Síðan kom listi yfir ýmsa hluti sem Rafael átti að erfa, en neðst stóð:

Og að lokum ánafna ég erfingja mínum herrasetur mitt í Hertford, ásamt öllu innbúi þess og landareignum.

Með bréfinu fyldi einn lykill, sem var líklega af herrasetrinu.

Rafael og fjölskylda hans var hálf dofin og orðlaus eftir að hafa lesið skjalið. En loksins rauf bankastjórinn þögnina með því að segja:”Og hvað finnst ykkur”? “Þetta er alveg frábært”, tautaði mamma Rafaels. Loksins þegar Rafael fékk málið þá spurði hann mömmu sína og og pabba:”Er ég alnafni forföður míns?! Afhverju hafið þið aldrei sagt mér það?“ “Við héldum kannski að þér þætti það asnalegt, en við ætluðum að segja þér þetta seinna. Það er ekki bara það að hann var forfaðir þinn heldur líka að þetta er flott nafn” svaraði mamma hans. “Ætlið þið ekki að skoða fjárhirsluna?”, spurði bankastjórinn óþolinmóður. “Mér væri ánægja að fylgja ykkur þangað! Reyndar dauðlangar mig sjálfan að sjá fjárhirsluna vegna þess að hún er fjórða stæsta fjárhirsla bankans“, bætti hann við.

Þau eltu bankastjóran út úr skrifstofunni hans, framhjá gjaldkerunum og innum dyr sem leiddi þau inní þröng göng úr steini. Þar var vagn sem beið eftir þeim. Eftir að allir voru komnir í vagninn ók hann af stað á þvílíkri fleygiferð að þetta líktist helst ferð í rússíbana. Eftir rosalegt ferðalag um dimm göng, komu þau loks að fjárhirslu 819.
Þar var risastór svört hurð, en ekkert skráargat aðein kringlótt silfurplata á miðri hurðinni. “Nú komumst við að því hvort þú ert raunverulega erfinginn”, sagði bankastjórinn. “Nú hvernig?” spurði Rafael hissa. “Það eru álög á þessari hurð sem valda því að enginn nema erfinginn getur opnað hana með því að setja aðra höndina á silfurplötuna og þá mun hún opnast sjálfkrafa. Rafael gekk að hurðinni frekar hikandi og lagði hægri hendina á ískalda silfurplötuna. Ekkert skeði í nokkur andartök, en þá allt í einu heyrðist klikk, svo annað klikk, og þriðja klikk og þá opnaðist hurðin með háværu ískri. Rafael gekk inn. Þar var dimmt og drungalegt og þungt loft. Skyndilega kviknaði á fjölmörgum kyndlunum sem voru á veggjunum þar inni! Það sem blasti við Rafael þegar hann leit í kringum sig, voru fjórir salir. Í þeim fyrst sem var við innganginn var hann sjálfur staddur í. Síðan voru tveir salir sitt hvoru megin við hann og einn beint út frá þeim sal sem hann var við innganginn, eins og nokkurs konar framhald á þeim sal. Allt í einu heyrði hann að þau sem voru með honum voru að kalla á hann: ”Við komumst ekki inn. Það er eins og það sé ósýnilegur veggur fyrir!” “Þú verður að gefa okkur leyfi til að koma inn!” kallaði bankastjórinn.
“Ó, þið megið koma inn!” kallaði Rafael á móti, en hélt svo áfram að skoða sig um. Hann fór inní hliðarsalina, en þar voru engir sérstakir hlutir að honum fannst. Aðeins einhverjar bækur, diskar, stólar og svoleiðis hlutir. Mamma hans fór reyndar næstum því yfir um af hamingju þegar hún komst í borðbúnað frá 18.öld. Pabbi hans fór strax að sökkva sér í bækur sem hétu m.a: Þegar ég varð kvikskiptingur og Lærðu að galdra án galdra.
Rafael flýtti sér í innsta salinn, en þar voru fjöll af gullmyntum, silfurmyntum og litlum kopar peningum. Hvað er nú þetta!, hugsaði Rafael, þegar hann sá aðra silfurskífu á veggnum við enda salsins. Á sama tíma og hann uppgvötaði þetta þá gekk bankastjórinn inní salinn. Hann sagði Rafael hvað peningarnir hétu og hvert verðgildi þeirra væri. En síðan sagði Rafael: ”Hvað er þarna á veggnum?” og benti á silfurskífuna. “Ég veit það ekki, en prófaðu að setja hendina á eins og í fyrra skiptið”, svaraði bankastjórinn. Rafael lagði hendina á silfurskífuna á veggnum, og þá skyndilega byrjaði veggurinn allt í einu að færast í sundur ekki ólíkt því sem gerðist þegar þau fóru inná Skástræti. Eftir smástund var komið stórt op á vegginn og Rafael gekk inn. Þegar fjölskyldan og bankastjórinn ætlaðu að elta, komust þau ekki inn. Rafael sagði því eins og áður: ”Þið megið koma inn!”, en ekkert gerðist. Þetta hlaut að tákna að einungis erfinginn kæmist þar inn.

Þetta var Lítið og subbulegt herbergi. Í því voru nokkrar bókahillur með eldgömlum skruddum og ýmsum skrýtnum hlutum. Á gólfinu var lítil látlaus kista. Rafael opnaði hana varlega. Í henni voru aðeins tveir hlutir. Eldgömul bók sem hét:

Týndir galdrar úr forneskju eftir Rafael Hannibal Raven

og hinn hluturinn var ílangur og gat hugsanlega verið töfrasproti. Eitthvað sagði Rafael að taka þessa hluti með sér.

Þegar það var kominn tími til að fara, tók Rafael með sér heilmikið gull. Pabbi hans spurði hvort hann mætti taka bókina, Lærðu að galdra án galdra og mamma hans spurði hvort hún mætti taka með sér tesett úr silfri og gulli, og Rose spurði hvort hún mætti taka með sér fljúgandi teppi. Auðvitað sagði Rafael já við þessu öllu. Rafael spurði bankastjórann hvort áhaldið sem hann fann í kistunni væri töfrasproti og hann svaraði hann að svo væri og líklegt að þetta væri töfrasproti Raven the Mad. Hann sagði að Rafael ætti að láta Ollivanders líta á hann.