Höfundarnóta: Þessi saga er skrifuð í sérstökum stíl, þarsem aðeins samtöl og eitt til tvö orð eru notuð til að lýsa því sem gerist. Vegna þess gæti endirinn verið fremur kjánalegur og ófullkominn, en þið verðið bara að sætta ykkur við það. Njótið vel.
Hér kemur sagan, skemmtið ykkur vel.
Kvalafull eftirseta
eftir
Worldwide
“Harry Potter!”
“Já, prófessor Snape?”
“Hættu þessu!”
“Hverju?”
“Að kyssa þessa stelpu á ganginum! Það er bannað!”
“En ég er löngu hættur, hvernig hefði ég annars getað talað við þig?”
“…Skiptir engu, þú varst að kyssa hana og það er bannað! Þú og hún, hver sem þetta er..”
“Ginny Weasley, 5 árs nemi, er ég!”
“..Já, þú og ungfrú Weasley munuð sæta refsingu! Á morgun, klukkan 10, munuð þið mæta í dýflissuna og skrúbba hana alla. Skemmtið ykkur. Veriði sæl.”
“Takk prófessor Snape, ég met þessa refsingu þína mikils og hefði vart getað lifað hefðir þú ekki veitt mér hana. Ég elska þig.”
“….Potter, ef þú þegir ekki núna dreg ég 300 stig af Gryffindor og læt þig sæta mánaðareftirsetu. Blessaður”
—–
“Potter…. Átt þú einhverja sök á því að ég kemst ekki út?”
“Ha?”
“Svo virðist sem dyrnar séu harðlæstar, og ég get engan veginn opnað þær.”
“Hefurðu prófað Alo..”
“AUÐVITAÐ HEF ÉG PRÓFAÐ ALOHOMORA! Hvað heldurðu að ég sé, einhver Lockhart?”
“Miðað við sjálfsálitið stundum…”
“Hvað sagðirðu?”
“Ekkert prófessor, ekkert.”
—–
“Tilhvers er þessi takki…”
“Ungfrú Weasley, ég ráðlegg þér að snerta ekki þennan takka.”
Þúsund litlar flöskur, hanga uppá vegg. Ein dettur og brotnar, svo eftir eru 999. 999 litlar flöskur, hanga uppá vegg. Ein dettur og brotnar…
“Frábært, nú þegir hann aldrei!”
“Ekki einu sinni þegar hann er kominn niður í núll?”
“Við verðum löngu dauð úr leiðindum þá svo það skiptir í raun litlu máli.”
—–
“Potter? Weasley?”
Þögn.
“Potter?”
Þögn.
“Weasley?”
Kossahljóð.
“…Ég þarf að æla…”
878 litlar flöskur…
“DRULLASTU TIL AÐ HALDA KJAFTI!”
—-
“Prófessor Snape?”
Þögn.
“Prófessor Snape?”
Þögn.
“Ginny… Hefurðu séð hann nýlega?”
“Nei… Ég hef ekki hugmynd um hvar hann gæti verið.”
“Prófessor Snape?”
Kossahljóð.
“….Eh….eh…. Ginny?”
“….Samþykkt að við heyrðum þetta aldrei?”
“Samþykkt!”
—–
“Potter?”
“Já?”
“Hefurðu einhverntímann pælt í því… Hvernig það væri, ef þú værir ekki hundleiðinlegur hrokagikkur?”
“………..Nei veistu, af einhverjum undarlegum ástæðum er ég ekki oft að pæla í því.”
“….Ekki ég heldur sko… Ég bara… Spurði.”
“Auðvitað…”
—-
“Ginny… Hvað finnst þér best við mig?”
“Hmmm… Ég gjörsamlega elska þegar þú heldur utan um mig einsog þú gerir núna… Þegar þú létt kyssir mig á ennið… Og bara… Hvað þú getur verið ástríkur. Og á einhvern undarlegan hátt elska ég hvað þú ert þrjóskur, það fer oft í mig en ég verð aldrei fullkomlega reið við þig.”
“Takk Ginny… Þú veist að mér finnst þú líka frábær.”
“Ég veit Harry, ég veit.”
“Þessi stund hefði þó þýtt svo mikið meira fyrir mig hefði prófessor Snape ekki verið ælandi útí horni á meðan við sögðum þetta.”
“Ég verð reyndar að vera sammála því…”
—–
“Harry… Hvað finnst þér best við mig?”
“Prófessor Snape, ekki taka þessu illa, en ég hata þig.”
“Ég hélt það, ég hélt það…”
—–
“Hefur einhver prófað að banka á dyrnar?”
“….Ungfrú Weasley, við erum læst inni. Ekki úti. Það er enginn fyrir utan.”
“Jú ég!”
“Ha? Hver er þetta?! Hjálpaðu okkur út!”
“Neh, grín, þetta er bara Harry. Ég er hérna á bakvið þessa styttu!”
“……..Potter, þegar við komumst héðan út dreg ég af þér öll stig sem Gryffindor mun vinna sér inn næstu 7 árin.”
“Það er þess virði”
381 lítil flaska, hengur uppá vegg. Ein dettur í…
“Merlín minn góður, hvað fær þetta fáránlega heimska málverk eiginlega til að hætta!”
"Silencio.“
”…..Ungfrú Weasley, fyrst þú mundir eftir þessum galdri, hversvegna datt þér ekki í hug að gera þetta fyrr?“
”Enginn spurði.“
—–
”Ginny…“
”Já Harry?“
”Takk fyrir að vera til. Það hefur hjálpað mér mikið.“
”Takk sömuleiðis Harry… Takk fyrir allt.“
”Takk fyrir allt.“
”Ég elska þig Harry…“
”Ég elska þig Ginny…“
”Ég hata ykkur, þegiði.“
”Geturðu ekki leyft okkur að hafa smáfrið?“
”Mig langar ekkert sérstaklega til að fleiri Potterar komi í heiminn, svo nei.“
—–
”Potter, Weasley, eruð þið að reyna að drepa mig?“
Kossahljóð.
”Potter… Weasley… Ef þið hættið þessu ekki undir eins munuði sjá eftir því.“
Kossahljóð og lágar stunur.
”….Gerið það, sýnið miskunn!“
”Viltu gefa okkur smáfrið?“
”…Allt í lagi, þið vinnið.“
”Hann er auðveldur.“
—–
”Hvað er klukkan?“
”Hmm… Sýnist hún vera orðin 11. Við erum þá búin að vera hérna í rúmlega sólarhring, ætli einhver sé farinn að sakna okkar?“
Dyrnar opnuðust.
”Einhver jú…“
”Einhver hvað, Harry?“
”Ekkert prófessor Dumbledore, ekkert.“
”Merlin sé lof að þú ert kominn prófessor! Þessir krakkadjöflar hafa verið að pína mig síðasta sólarhringinn, og ef ég hefði þurft að vera hér mikið lengur hefði ég íhugað sjálfsmorð alvarlega!“
”Þetta hljóta nú að vera ýkjur, Severus. Hvernig gátu tveir nemendur, á fimmta og sjötta ári, pínt þig í heilan sólarhring, án galdra?“
”Þau kysstust.“
”Severus, þú verður að fara að sætta þig við þá staðreynd að, þó þú hafir aldrei lent í því, þá eiga kvenkyns og karlkyns verur það til að blanda munnvatni á einkar ástríðufullan hátt.“
”…Dumbledore, gerðu það, bjargaðu mér héðan svo ég geti farið og grátið mig í svefn.“
”Gjörðu svo vel Severus, dyrnar eru opnar.“
”Blessaður“
—–
”Prófessor Dumbledore, herra… Heldurðu að það hafi ekki verið fullgróft að láta prófessor Snape ganga í gegnum þetta?“
”Alls ekki Harry, alls ekki. Hann svindlaði nýlega í galdraskák við mig, og mér líkaði ekkert sérstaklega við það. Hann verður að læra að taka afleiðingum gjörða sinna.“
”Já prófessor, ég verð að játa að ég skemmti mér afar vel.“
”Það er gott Harry, það er gott."