Grunnatriði: Að taka upp lag Undirbúningur.
Til að taka upp hljóð þarftu væntanlega græjur í verkið. Ég ætla að leggja áherslu á stafræna hljóðupptöku(digital recording) í þessari grein. Græjur sem þú þarft er:
a) góð tölva ég legg mikið uppúr því að tölvur sem notaðar eru til upptöku séu ekki með minna en 512mb vinnsluminni, nóg pláss á harða disknum og að tölvan sé að litlu leyti notuð í annað en hljóðvinnslu.
b)hljóðkort ýmsar gerðir hljóðkorta eru til á markaðnum og misgóð eru þau eins og þau eru mörg. Ef við tölum fyrst um hljóðkortin sem eru 2ja-4ra rása og kosta ekki mikið erum við að tala um PCI hljóðkort á borð við Delta audiophile 24/96, Delta audiophile 192 og Omni Studio, svo USB tengdu hljóðkortin, Mbox 2, Fast Track Pro, Mobile Pre USB og Audiophile USB. Stærri hljóðkortin eru flest firewire tengd og má þá nefna Digi 002 Desk og Rack, sem keyra á Pro Tools LE forritinu. Í Digi 002 eru fjórir mic preampar, 4 line-in, 8 line out, midi I/O, s/pdif og ADAT sem gefur manni 8 rásir inn og út í viðbót. M-Audio ProjectMix I/O er svipað Digi 002 en þar eru 8 micpreampar en aðeins 4 line out. Það er einnig með ADAT fídus.
c)Micar til að taka upp góðar trommur þarf bassatrommumic, snerilmic, 3 tom mica, 2 overhead og mic á hi-hat. Gítar þarf dýnamískan mic á borð við SM57 og söngurinn þarf stóran Studio Diaghram söngmic.(fer í micana nánar á eftir)
[b)d)Mixer(aðeins nauðsylegt ef notast er við hljóðkort undir 8 rásum) Ágætan mixer þarf ef að taka á upp trommur með 2ja rása upptökutæki. 12-16 rása mixerar duga fínt og verða þeir að vera með Phantom Power og minnst 5 preömpum.
e)snúrur og aðrir aukahlutir. Góðar Mic snúrur, statíf, monitorar, heyrnartól og aðrir aukahlutir.

Ég ætla að útskýra ferlið með 8 rása interface'i og ADAT apparati. Þið sem hyggist taka upp með minna en því getið PM mig um ráð.

Trommur
Maður þarf að tengja trommumicana á trommurnar og ég læt alltaf bassatrommuna vera númer eitt. Shure Beta 52A er virkilega góður mic. Dýnamískur og þarf því ekki Phantom power Ég staðset micinn á statíf og læt hann örlítið niður frá miðjunni og örlítíð til hægri. Láta trommuleikarann sándtjekka með að slá þétt og taktfast á trommuna. Hækkaðu í “gain” þangað til að “mælirinn” fer 60-70% í fullt.

Snerilinn hef ég númer 2 og festi ég hann vanalega á trommuna. Ég nota Shure SM57 sem er einnig dýnamískur. Micnum beini ég að skinninu eða þannig að hann halli 45 gráður(beint á ská…ef þið skiljið ekki þá beat it!:p) niður í skinnið. Trommarinn sándtjekkar eins og vanalega og er sama lögmál, 60-70% í fullt á mælinum í tölvunni.

Overhead Left og Right staðset ég fyrir ofan settið. Ég nota Shure KSM109 hann er condenser og þarf phantom. Left micinn fyrir ofan Ride simbalinn og kannski svona 2.3 metra frá gólfi og beini micnum á milli trommarans og Ridesins. Right micinn læt ég í sömu hæð nema á milli crash hægra megin og hihatsins og beini einlega að snerlinum.(Vinstri og hægri miðað við að horft sé á móti settinu, ekki eins og trommarinn situr á því). Svo pana ég micana í sitthvora áttina alveg í 100. Ég bíð með að sándtjékka þessa mica þangað til að allt annað sé búið að tjekka. Micarnir eru Condenser og þurfa því +48v phantom power.

Hi-hat micinn læt ég númer 1 á ADAT tækinu. sé það miðað við Digi 002 eru XLR rásirnar með Preamps allar fullar á sjálfu tækinu og því nota ég ADAT. Micinn sem ég nota á hi-hat er misjafnt, en ég er eiginlega hrifnastur af annaðhvort Shure SM57 eða Shure KSM109(KSM109 þarf phantom power). Læt ég micinn vera á statífi og beini ég micnum beint niður, 5-10cm frá miðjunni fjær trommaranum og svona 15-20cm upp frá hihatinum. ef þú ert með condenser mic á hi-hatnum er sándið mjög viðkvæmt, og erfitt að eiga við það. Mælirinn á hi-hat rásinni á að vera í sirka 45-50%.

Tom tom micana læt ég númer 2, 3 og 4 á ADAT tækinu.Shure SM57 eða Beta 56A eru virkilega góðir. Læt ég micana snúa í c.a. 45 gráðu halla að skinninu. sándtjekka og læt styrkinn ná upp í c.a. helming.

Þegar er búið að tjekka alla mica sér bið ég trommarann um að spila bara eitthvað, en reyna að nota diskana mikið. Sumir trommarar spila fastar eftir því hvort þeir séu að sándtjekka eða djamma og fínpússa ég bara rásirnar meðan hann er að leika sér.


Bassi
Ég tek vanalega upp bassa á eftir trommum, og þá er bara spurning hvernig sándi er verið að leita af hvort stungið sé beint í Direct box eða notað bassamagnara. Þegar notað er Direct Box er bassanum bara stungið í það og þaðan tekin XLR snúra úr boxinu í inputið á interfacinu. Það sem Directboxið gerir eiginlega yfir höfuð er að magna upp hljóðið og gera það ekki eins innantómt og það yrði ef bassanum væri stungið beint í interfacið. Sé hinsvegar tekið upp með magnara er magnarinn stilltur á mjög lágan styrk, eiginlega eins lágan og hægt er að komast upp með án þess að sumar tíðnir fara að detta út. Mic er styllt upp fyrir framan keiluna þannig að micinn sé ekki beint fyrir framan miðjuna á keilunni, heldur aðeins í aðra hvora áttina frá. Og svo nokkuð vel uppvið tauið eða járnið. Micar sem notaðir eru fyrir bassakeilur eru annaðhvort bassatrommumicar eða dýnamískir instrument micar. Einnig er hægt að tengja bassann í magnara og taka snúru úr line out úr magnaranum og þá er ekki verið að taka hljóðið úr keilunni. Reyna að hafa styrk bassa við miðju eða sirka.



Gítar
Eiginlega sama taktík og við bassann, nema að rafmagnsgítar er eiginlega aldrei tekinn upp í gegnum Direct Box. Muna bara lága styrkinn á magnaranum en passa að allt hljóðið komi úr honum, sérstaklega á lampamögnurum. Á mögnurum með nokkrar keilur vel ég alltaf vinstri keiluna, og efri vinstri ef það eru 4. Læt micinn ekki beint fyrir framan keiluna heldur aðeins í aðra hvora áttina frá. Micar sem ég nota eru SM57 eða stórir stúdíósöngmicar. Þeir geta gefið manni bjart sánd og virkilega líflegt ef þeir eru notaðir rétt. Styrkur við miðjuna við rythmagítar og sé hann bjagaður, ef plokkað er clean eða í líkingu við aðeins fyrir ofan miðju, 55-70%.


Hljómborð
Það er nú ekkert flókið. Eitt stykki Direct Box og það er fínt inn. Styrkur aðeins fyrir neðan miðju.


Söngur
Þegar ég tek upp söng stilli ég stórum stúdíósöngmic í þeirri hæð sem söngvarinn stendur, læt Pop Filter svona 10cm frá micnum og læt söngvarann vera í 5-15cm fjarlægð frá popfilternum. Stylli kraft micsins eftir því sem hann syngur hátt. Kraftmesti kaflinn á að vera í kringum 70%. Micar sem henta fyrir svona eru: Shure KSM27, KSM32 og KSM44.

Ég veit að ég nefndi aðeins Shure mica í þessari grein, en það er einungis útaf því að það er það sem ég nota og hef mesta reynslu af. Auðvitað eru til aðrar gerðir og hugsanlega betri micar fyrir eitthvað ákveðið verk.

Ég kem með grein um eftirvinnslu lags nú bráðlega og munið; þetta var aðeins guidelines, ekki taka þessu alltof bókstaflega.