Mikið hefur borið á því hér á þessu áhugamáli að lélegir korkar og auglýsingar eru settar upp og hef ég því ákveðið að setja upp “formúlur” fyrir hvernig mætti bæta þetta og ef fólk fer eftir því þá ætti að batna mikið auglýsinga korkarnir.

Auglýsingar þar sem aðili er að auglýsa eftir hljóðfæraleikara í band.

Það sem þarf að hafa í auglýsinguni væri helst að nefna:
-Staðsettningu hljómsveitar.
-Hvernig er hægt að hafa samband við hljómsveitina um stöðuna.
-Hvaða staða er laus.
-Aldur
-Hvernig tónlist er spiluð. (Áhrifavaldar væri líka mjög gott.)
-Hversu mikið er æft og hvert hljómsveitin stefnir. (T.d. ef stefnt er á upptöku á plötu eða e-ð því um líkt.)
-Hversu lengi hljómsveitin hefur verið starfandi.
-Benda á demo með hljómsveit ef þau eru til staðar.
-Heimasíða hljómsveitar ef hún er til.
-Og auka upplýsingar væri ekki verra.


Auglýsingar þar sem aðili er að auglýsa eftir hljómsveit.

Það sem þarf að hafa í auglýsinguni væri helst að nefna:
-Staðsettningu hljóðfæraleikara.
-Hvernig er hægt að hafa samband við hljóðfæraleikarann.
-Hvernig tónlist hann/hún spilar. (Áhrifavaldar væri líka mjög gott.)
-Hve lengi hann/hún hefur spilað.
-Kyn og aldur.
-Hefur hljóðfæraleikarinn allt sem til þarf. (Hljóðfæri og því um líkt.)
-Og taka framm hvort að aðili hefur reynslu í hljómsveitum eða ekki.
-Allar auka upplýsingar eru alls ekkert verri.


Auglýsingar þar sem óskað er eftir vöru.

Það sem þarf að hafa í auglýsinguni væri helst að nefna:
-Hvaða vöru er verið að óska eftir.
-Verðhugmynd. (Og taka framm hvort skipti séu möguleg)
-Staðsettning. (Nema að aðili sem á heima á Ísafirði nennir að bruna til Egilstaða eftir vörunni.)
-Hvernig er hægt að hafa samband við kaupanda.
-Og svo má bæta við upplýsingum fyrir seljanda.


Auglýsingar þar sem aðili vara er til sölu.

Það sem þarf að hafa í auglýsinguni væri helst að nefna:
-Staðsettning.
-Verðhugmynd.
-Aldur vörunar.
-Ástandvörunar.
-Upplýsingar um vöruna.
-Heimasíða framleiðanda.
-Mynd af vörunni.
-Hvernig er hægt að hafa samband við seljanda.
-Og allar auka upplýsingar eru bara til góðs í hófi.


Það getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju en ég tel þetta vera það helsta. Ef við reynum að gera auglýsingarnar okkar alminnilegar þá batnar ástandið á auglýsingar korkinum aðeins.

Svo ætti ég ekki að þurfa að taka það framm að góður titill og góð framsettning er auðvitað skylda. Ég held ég sé ekki einn um það að segja að það er ekkert leiðinlegra en að sjá kork með tittlinum “Til sölu.” Og svo stendur inní korkinum “Gítar til sölu. Sendu hugaskilaboð.”

Auðvitað eiga allir að reyna að gera sitt besta við að reyna að gera þetta áhugamál sem best. Og þess vegna er um að gera að reyna að laga korkana okkar. :)

Takk fyrir mig.

Ef einhver hefur einhverju að bæta við þessa lista sem ég gerði hér að ofan þá væri mjög gott að sá myndi svara hér að neðan með þeim atriðum sem þeir vilja.