Er með gamlan og tryggann rokkhund til sölu. Þetta er natural litaður Yamaha Pacifica sem hefur séð sína daga og ótrúlegan fjölda tónleika. Hann er fullkomnlega stock hvað pickupa varðar. Búið er að dútla aðeins og skreyta bodyið á honum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Plastið utan um jack tengið brotnaði og var því reddað á tónleikum með gaffa teipi. Hann er enn með því teipi á og hefur ekki valdið neinum vandræðum. Fannst það gefa honum karakter, hef þess vegna ekkert verið að standa í því að finna nýtt slíkt plaststykki.

Ég læt fylgja með almennilega ól, og ef einhver hefur áhuga þá fyrir einhverja þúsundkalla aukalega get ég látið fínan gig-bag fylgja með honum.
Sveifina á ég ekki, fékk hana ekki með gítarnum upprunalega.

Hér má sjá upplýsingar um gítarinn á Amazon:
http://www.amazon.com/Yamaha-Pacifica-PAC112J-Electric-Natural/dp/B004ESX5ZG

Og hér er svo mynd af gítarnum mínum þar sem sjá má skreytingarnar:
http://thumb12.webshots.net/t/62/462/8/95/45/2661895450098328012EkeUgG_th.jpg


Og svo close-up af dútlinu á honum:
http://thumb12.webshots.net/t/62/462/5/70/76/2183570760098328012aDgAfm_th.jpg


Set á hann 20þ.

Bætt við 6. nóvember 2011 - 20:21
Myndirnar komu einhverra hluta vegna fram í dvergastærð. En hér eru vonandi betri linkar:
http://entertainment.webshots.com/photo/2661895450098328012EkeUgG

http://entertainment.webshots.com/photo/2183570760098328012aDgAfm