Heilir og sælir kæru hugarar.

Hér er ég með Marshall Lead 100 Mosfet 3210 - 100W stæðu gerða árið 1982. Krafturinn í græjunni er einfaldlega svakalegur. Það er þykkt og fallegt Marshall hljóð í honum eins og það gerist best.

Hann er þó ekki í 100% topp standi, nokkrir takkar á hausnum eru örlítið sambandslausir en það er lítið mál að kippa því í lag með smá lóðun. Hann er 28 ára gamall og hann lítur alveg út fyrir það. Það er smá rif á efninu framan á kassanum allskonar rispur og læti. Ég er þriðji eigandinn en þessi magnari er búinn að lenda í ansi mörgu. Þetta er einn af þessum skriðdrekum sem bara skemmist ekki!

Persónulega finnst mér hann miklu svalari með rispum og smá hnjaski því þá sést að hnan hefur virkilega verið notaður í almennilegt rokk!

Ef þú ert að leita að magnara sem er eins og nýr þá ertu ekki á réttum stað.


http://www.youtube.com/watch?v=N2FPBn4hnuo :Hérna er eins magnari í action, boxið mitt er í sama lit og hausinn.


Ég er helst að leita mér að góðum kassagítar með plöggi. Er tilbúinn að borga pening með ef ég fæ boð um nógu góðan kassa.

Nú þegar það er að styttast óðum í að ég yfirgefi landið verð ég að losa mig við magnarann því set ég hann á mjög lækkað verð eða…

Verð 50.000kr

Er að flytja út og vantar pening eða góð hljówðfæri til að taka með

Mbk
Víðóma