Sælir.

Nú er það ákveðið. Nú er tækifærið til að eignast vandaða spýtu sem Gunnar Örn smíðaði!

Um er að ræða 2000 árgerð af SG type rafgítar.

Boddí og háls er úr maghony, fingraborðið Rosewood (gæti verið ebony, bara man það ekki) Böndin eru jumbo, Head stockið er með brazilian rosewood andliti.

Pickupparnir eru: Bare knuckle “The mule” PAF style humbuckers, sem sánda æðislega.

Gítarinn er ekki nákvæm eftirlíking af Gibson SG. Boddíið er þykkara og massívara. Einnig er hálsinn þykkur og chunky.

Actionið á þessum gítar er fáranlega gott og alger draumur er að spila á þetta kvikindi.

Ástæða fyrir sölu er einfaldlega sú að ég hef aldrei getað fundið mig í humbucker deildinni og það er alger skömm af því hvað þessi gítar fær litla athygli frá mér og sorglegt að sjá hann eyða öllum sínum tíma hangandi upp á vegg ósnertan. Ég væri miklu ánægðari að vita af honum í höndum á einhverjum sem myndi virkilega nota hann.

Eins og ég segi þá er ég miklu meiri svona fender single coil spilari og allt það sánd sem ég þarf nokkurn tíma, er einmitt í þeirri deild.

Gítarinn er 9 ára og það sést aðeins á honum, en aðeins það sem við mætti búast eftir þennan tíma. Ekkert alvarlegt, bara litlar skrámur og merki um notkun.

Ég er aðallega að leitast eftir skiptum á hágæða lampamagnara með góðri drive rás (combo eða haus+box) en ég skoða líka öll raunhæf sölu tilboð! Þess má líka geta að ég er langt frá því að vera metal spilari, þannig að magnarar ætlaðir einungis til þess koma ekki til greina.

PS: Ég bý í Vestmannaeyjum þannig ef að skipti munu eiga sér stað, þá þarf að gera ráð fyrir því með einhverjum hætti ;)

Myndir:

http://i275.photobucket.com/albums/jj297/gunniwaage/DSC01982.jpg

http://i275.photobucket.com/albums/jj297/gunniwaage/DSC01979.jpg


kveðja Gunni Waage.


Bætt við 14. október 2009 - 18:15
Viðmiðunar verð er í kringum 150-180 þús !
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~