Nú er komin upp sú staða hjá mér að yndislegi gítarinn minn er bara ekki að henta nógu vel í tónlistina sem bandið mitt spilar. Þetta er þægilegasti gítar sem ég hef spilað á og einn sá fallegasti líka. Því á ég mjög, MJÖG erfitt með að láta hann frá mér. Ég er 94% viss um að þetta sé eini gítarinn af þessari tegund á landinu.

Gítarinn sem um ræðir er ESP Xtone Semi-hollowbody Hann er sunburst sem fade-ar út í svart á endana. Hann er með F-laga gati fyrir ofan strengina (sjá mynd)

Specs:

Bygging: Set neck
Skali: 24.75”
Boddý: Mahogany með flamed maple top
Háls/Fretboard: 3-pc. maple/rosewood
Inlays á hálsi: Pearl & abalone blocks
Pickuppar: Seymour Duncan JB/Jazz set
Rafkerfi : 2 volume, 2 tone, Þrískipt milli pickupa
Hardware: Gull. Allt er gull nema Volume og tone takkar
Brú: Tune-o-matic með stop tailpiece
Binding: Triple layer creme (body, neck, headstock)
Fret: 22 XJ
Litur: Black/sunburst

Ég hef notað þennan gítar mikið á tónleikum en hann er í fullkomnu standi, á honum er straplock og líka á ólinni. Ég myndi láta hana fylgja með.


Hér eru myndir:

http://photos-g.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs022.snc1/3078_88405352960_518162960_1660054_6293657_n.jpg

http://c4.ac-images.myspacecdn.com/images02/14/l_81d98d72f84641c18c1002c7b3f6f11b.jpg

http://c1.ac-images.myspacecdn.com/images01/87/l_2a1699413edfc4dd542052e8eadcf964.jpg

http://c2.ac-images.myspacecdn.com/images01/14/l_c90a18ea2523b43df9244dd2d19b5d59.jpg


Ég keypti þennan gítar á rúmlega 120þús á mjög hagstæðu gengi dollarans á sínum tíma og ég er eini eigandinn og nánast sá eini sem hefur spilað á hann.
Þess má til gamans geta að ef einhver ætlar að kaupa svona gítar nýjan þá mun hann kosta rúmlega 200þúsund kominn til landsins.

Með honum fylgir fóðruð hardcase taska sem ver hann gegn öllu. Hann er sirka 6 ára gamall og það sést ekki rispa á honum þrátt fyrir mikið spil.

Þetta er barnið mitt og nú vil ég sjá ykkur hugara bjóða mér sanngjörn skipti.


Ef þið viljið frekari upplýsingar þá bara að spurja.


Bætt við 30. apríl 2009 - 17:42
ég hef engan áhuga á 7 strengja gíturum og einhverjum heavy metal með svaka oddum á boddy-inu og hvað eina. Mig langar helst í klassískt lúkk og góðan gítar með pickupum sem höndlar mikið gain og mikið rokk.