Hérna er böndin sem munu keppa í dag og tónlistarstefnan samkvæmt lýsingunni eða myspace.
Discord: Melódískur Experimental Metal
Captain Fufanu: Danstónlist undir áhrifum Elektróníku
Apart from lies: Nýbylgju Metal
Miss Piss: Freestyle/Crunk/Dub
Funktastic: Rokk með áhrifum frá öllum áttum
Ancient History: Indie/Pönk Rokk
Blanco: Rokk og Alternative
We went to space: Alternative/Ambient/Rock
Knights Templar: Krem Metal
og Decimation Dawn: Deathcore
Hverjir haldið þið að komst áfram?
Bætt við 27. mars 2009 - 23:11
og hérna er mitt álit á böndunum:
Discord voru mjög þéttir og góðir(sérstaklega hægu kaflarnir) en mér fannst lítið líf í mönnunum(nema bassaleikaranum) og var stundum langdregið.
Þegar Captain Fufanu voru að spila fór félagi minn að sofa. Ég get stundum hlustað á elektróniska tónlist en mér fannst þetta vera hundleiðinlegt, langdregið og allt of mikkið af fáranlegum hljóðum. Annar gaurinn var líka að dansa mjög hallærislega
Apart from lies voru kröftugir og góðir og mjög skemmtilegt að það voru 3 að syngja, ekki minn kaffibolli
Miss Piss var skemmtilegt, en óþétt og líflítið
Funkastic voru mjög skemmtilegir en trommuleikarinn gerði verulega rangar óherslur.
Þar sem ég var að keppa eftir hlé gat ég ekki séð þau bönd, en mér fannst mitt band(Knights Templar) standa sig með prýði.
Ég sá reyndar Decimation Dawn í soundcheckinu og mér fannst fáranlegt að þeir sögðust spila deathcore
Blanco komust áfram hjá áhorfendum og Discord var ákveðin af dómnefndinni, sannleika sagt átti ég von á að hvorugt bandið mundi komast áfram(með allri virðingu til Discord því þeir voru mjög góðirn þarna).
Hvernig fannst ykkur þetta?