Þetta er resonator gítar, ég á einn svona með stálbúk, þetta járnarusl sem er þarna framan á honum er hugsað til að magna upp og kasta hljóðinu lengra frá gítarnum.
Þessar græjur voru mikið notaðar af blús og kántrítónlistarmönnum á þeim tíma þegar rafmagn var af skornum skammti eða jafnvel alls ekki í boði, þeir notuðu þessa gítara til að yfirgnæfa skvaldrið í fyllibyttum á búllum svo þeir sem væru mættir til að dansa gætu heyrt í þeim.
Það er soldið, tjah, blekkjandi hljómur í svona gítar, þegar maður spilar á hann finnst manni hann kannski ekki hljóma neitt spes en fáðu einhvern til að spila á hann fyrir þig og hlustaðu svo á hann með hausinn svona 1 til 2 fet frá stóra járnaruslinu þá heyrir þú það sem þú ert ekki að heyra meðan þú spilar sjálfur á kvikindið.
Þessir gítarar eiga að vera með alveg helvíti þykka strengi því strengjaþykktin ræður hljómnum í þeim, gleymdu því að reyna að spila einhverjar gítarsólóakrúsidúllur á þetta og einbeittu þér bara að því að lemja út sem massívastann rythma, eins eru þeir alveg kjörnir í slædspilum, stilltu bara gaurinn í opinn E eða D hljóm og lemdu á hann eins og þú meinir það.
Þú færð strengi í svona gítar í Tónastöðinni, ekki setja granna strengi í hann nema þú viljir hljóma asnalega.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.