Tama Artstar II til söluSælir félagar,

Ég er með eitt stykki Tama ArtStar II trommusett sem ég er að spá í að selja.
Ég er ekki nákvæmlega viss hversu gamalt þetta sett er en þetta voru flottustu settin frá Tama fyrir svona ca 10 árum og þykja ansi mögnuð ennþá í dag.
Meðmælin eru nokkuð augljós enda miklir snillingar sem hafa notast við þessi sett og nægir þar að nefna Lars Ulrich (Metallica) og Dave Grohl (Nirvana).
Settið er hvítt, 12“,13”,16“, 14” viðarsnerill og 22“ bassatromma.
Því fylgja 3 massív cymbala statfí (2 bómu) og sneril statíf, pedall og paiste cymbalar (2002 heavy hihat og 2002 16” crash.
Einnig fylgir með Tama bassatrommupedall sem er hörku góður.

Allavega hörku gott trommusett í rokkið eða metalinn :-)

sendið mér pm eða email á jondavid@hive.is ef þið viljið fá frekar uppl eða gera mér tilboð.

verðhugmynd 80 þús


já og hérna er mynd af samskonar sett, mitt er þó bara með einni bassatrommu :/

http://www.mind.lu/~yg/hth_old/a_gear.html