Ég er með kassagítar til sölu. Hann er af gerðinni Garrison G4 og er framleiddur í Kanada. Hann er mjög vel farinn, lítið af skrámum á honum. Hann var keyptur á þessu ári af Tónabúðinni. Ég er að selja hann af því ég spila mjög lítið á hann, og hann mundi bara safna ryki ef hann fengi ekki nýjan eiganda. Einnig er ég að fara að kaupa nýjan rafmagnsgítar.

Specs:

Toppur: Sitkagreni
Bak og hliðar: Sapele-mahóný
Fingurborð: Rósviður
Háls: Mahóný
Brú: Rósviður

Þessi gítar hefur Buzz feiten stillikerfi sem er eitt besta stillikerfið á markaðnum. Einnig er gítarinn með byggingu úr glertrefjum (glass fibre) sem gerir það að verkum að hann hefur mjög mikið sustain. Tónninn úr þessum gítar er mjög góður.

Upplýsingar um gítarinn
http://www.garrisonguitars.com/g4.html

Trefjabyggingin:
http://www.garrisonguitars.com/bracing.html

Myndir af samskonar gítörum:

http://www.mapleleafmusic.com/photos/ins1075_2.jpg

http://www.mapleleafmusic.com/photos/ins1075_1.jpg

http://www.arlinmusic.com/Garrison%20G4HG.jpg


Þessi gítar kostar u.þ.b. 57.000 í Tónabúðinni, ekkert verð ákveðið heldur óska ég eftir tilboðum.
Þess má geta að hörð taska frá Garrison fylgir ókeypis með gítarnum.

Ef þið hafið áhuga á gítarnum þá sendið þið mér hugapóst eða e-mail á bjornmar@hotmail.com