Fender Showmaster til sölu Er að hjálpa félaga mínum að selja þennan gítar þar sem að hann er að flytja til útlanda.

Þetta er semsagt Fender Showmaster, kæmi mér ekki á óvart ef hann væri framleiddur um 2004 en ég er ekki viss. Ástandið er allavega nær fullkomið fyrir utan smá rispu á headstocki sem að ætti að sjást á myndunum sem ég sendi með þessu.
Fender gerði þessa showmaster gítara fyrst í kringum 1998 og framleiðslu var hætt 2009. Þessir gítarar áttu að vera svar Fender við öllum súper strat týpunum sem að Jackson, Carvin og Ibanez voru að gera en samt sem áður fer hann ekkert yfir strikið og er bæði jafn nothæfur í jazz, blús og rokk og metal. Fender enduðu svo á að kaupa Jackson í kringum 2006-4 svo að þeir þurftu ekki lengur að framleiða súperstrat gítara undir fender nafninu.

Fítusar:
Locking Tunerar (gæti verið að þetta séu einskonar trim locks, er þó ekki viss)
Rosewood fretboard
24 fret
flat top headstock
Einskonar set thru neck joint (mjög þægilegt aðgengi að efstu fretunum)
Two stud brú (eiginlega hálf fljótandi, fer eftir því hvernig þú stillir hana, en ekkert af hinum týbýsku Floyd rose vandamálum mun bögga þig. Mynd: http://elderly.com/images/accessories/GEPT/FP5091.jpg )
Tone, volume og 3 way switch.
Seymour Duncan pickuppar (er ekki viss með módelið en eitthvað eins og Pearly gates kæmi mér ekki á óvart, follkomið í allskonar tónlist. Skal finna þetta út fljótlega)
Basswood body með topp úr Aski.

Þessi gítar er allavega frekar solid að mínu mati, ég setti hann upp með 09-42 strengjum en ég er til í að leggja það á mig að setja í hann nýja strengi ef einhver ætlar að kaupann og vill hafa þykkari strengi.
Ég tel þennan gítar allveg fullkominn sem gítar númer tvö tildæmis handa einhverjum sem er farinn að vilja fá gott sound og svo er hann nógu fjölhæfur til að passa í alla tónlist.

Myndir:
Framhlið: http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_3799.jpg

Bakhliðin: http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_3798.jpg

Headstock: http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_3794.jpg

Headstock aftan á: http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_3797.jpg

Neck jointið: http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_3795.jpg

Ég spurði Guðna í hljóðfærahúsinu hvað svona gítarar ættu að vera að fara á notaðir og hann sagði að 70 þús væri mjög gott verð á svona grip. Svo að verði sem er sett á hann er eitthvað í kringum 65-70 og öllum tilboðum er vel tekið.

Ég er allavega staddur í Reykjavík og get mögulega skutlast með gítarinn innan höfuðborgarsvæðisins.
Síminn minn er 8455906

Tek auðvitað vel í allar spurningar en endilega hafið frekar samband hér á huga en að hringja í mig þar sem að hátalarinn í símanum mínum er gallaður.
Nýju undirskriftirnar sökka.