Jú, algjörlega, ég er búinn að spila svo mikið á þennann Les Paul síðan ég keypti hann að mér finnst hinir gítararnir mínir bara vera óþægilegir..
Það er stutt síðan ég keypti Peavey magnarann en hann er eins og hannaður fyrir Les Paulinn, þeir hljóma alveg guðdómlega saman.
Í augnablikinu er eini pedalinn sem ég nota Morley Wah/Volume sem ég keypti af Gunna Waage, það hefur svosem ekki breiðasta “raddsvið” sem ég hef náð úr wahpedala en það einhvernveginn steinliggur með þessum gítar og magnara.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.