Seinni myndin í bili. Orange AD30TCH 30w class A lampi og 4x12" box með 60w Celestion Vintage 30 keilum. Í boxinu er 18ply krossviður sem er samkvæmt mínum útreikningum rétt tæpla 2,5cm þykkt sem gerir það að verkum að það gefur frá sér þéttann bassa en ókosturinn er þyngdin, 60kg sem gerir það frekar óhentugt að flakka mikið með það.
Pedalborðið mitt er því miður orðið of lítið þannig að þeir eru aldrei allir tengdir í einu. En allaveganna hér er upptalning nokkurnveginn frá vinstri til hægri:
Line 6 Roto Machine, Zoom Tri-metal (lítið notaður), Voodoolab Analog Chorus, Radial Tonebone Hot British Distortion, Voodoolab Pedal Power, MXR Wylde Overdrive, Line 6 Echo Park, Boss FS-5L (channel switch), Dunlop Crybaby WhaWha Hendix Signature, MXR Dyna Comp, Boss TU-2 tuner, Dod Envelope Filter. Svo á ég líka Zoom 505II sem er best geymdur ofan í skúffu.
Endilega spyrjið ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita.