haha, ég gerði þetta einmitt við apollo gítarinn minn :D hann er miklu betri núna. Setti líka einn nýjann pickup í, er að fara að kaupa annan á eftir og svo þann þriðja seinna. Svo ætla ég að skipta um brú og stilliskrúfurnar á hausnum. Ég ætla síðan að pússa lakkið af búknum og hafa hann þannig að það sést bara í viðinn og lakka með glæru lakki yfir en ef viðurinn er ljótur þá kaupi ég mér bara body hjá warmoth. Og einnig ætla ég að skipta um allt víradrasl og allt svoleiðis í honum.
:) þetta er ekki apollo gítar lengur, en núna er ég bara búinn með hálsinn og eitt pickupp…. tók einnig apollo merkið af þannig að það er ekki hægt að sjá að merkið hafi verið þarna :D
Svo ætla ég að skíra hann eitthvað annað. Það eina sem mér finnst ég hafa gert rangt við hálsinn þegar ég scallopaði hann er að ég fór kannski svolítið of djúpt, en það var svosem alltílagi.
Ég gæti allveg skrifað um þetta, hvernig á að gera þetta. Eða allavega hvernig ég gerði þetta, það virkaði allavega mjög vel fyrir mig :)