Kannanir:
2. a. Lágmarksvalmöguleikar í könnun eru "já", "nei" ef um þannig könnun sé að ræða. Auk þess verður valmöguleikinn "Hlutlaus/Annað" að vera í öllum könnunum undantekningalaust. Þeir sem virða þetta ekki fá höfnun og minntir á að hafa þessa valmöguleika með svo hún höfði til allra eða sem flestra.
2. b. Sama gildir um kannanir eins og myndir. Aðeins má senda inn eina könnun á 24 klst. Þeir sem ekki virða þessa reglu fá höfnun á allar kannanirnar sem þeir sendu inn og áminningu.
Höfundaréttur:
3. a. Það má taka það fram að ritstuldur er bannaður með lögum og ef send er inn grein sem er augljóslega stolin af netinu eða annarsstaðar frá þá er henni strax hafnað. Það þarf alltaf að hafa heimildir með.
3. b. Ef þú gerir c/p grein en hefur heimildir líka með þá færðu að öllum líkindum höfnun samt sem áður, getur farið eftir aðstæðum. Sjá reglu 4. c.
3. c. Ef svo gerist að grein sem er ritstuldur kemst í gegn þá má búast við því að einhver eigi eftir að átta sig á því. Og ef svo sannast þá er greininni eytt út.
3. d. Varla þarf að minna á að höfundarréttur nær einnig yfir hugbúnað og tónlist, svo öll umræða um frítt niðurhal á slíku, án leyfis höfundaréttarhafa, er stranglega bönnuð!
Greinar:
4. a. Það er í rauninni ekkert hámark um hversu margar greinar notandi má senda inn, svo fremur sem fylgt sé öllum reglum og allt sé innan siðferðilegra marka.
4. b. Sjá reglur í sambandi við ritstuld.
4. c. Greinar verða að vera eigið verk notandans, nema ef til sérstakra tilfella kemur. Og ég bendi á að það á auðvitað alltaf að fylgja heimildarskrá með greinum ef notandi fékk heimildir einhversstaðar frá.
Korkar:
5. a. Það er ekkert hámark sett á hversu marga korka notandi má senda inn á dag. En ef það eru einhverjir "spammerar" á korknunum þá munu allir korkarnir verða eyddir út.
5. b. Ef einhver sendir sama korkinn óvart tvisvar inn þá verður annar korkurinn að öllum líkindum eyddur út ef engin svör við honum hafa komið.
5. c. Það þarf að passa sig á að senda korka inn í réttan hóp, muna t.d. að allar auglýsingar fara í "Óskaðu eftir eða auglýstu" en hvergi annarsstaðar og annað svoleiðis.
5. d. Þetta er áhugamál sem snýst um hljóðfæri. Sölukorkurinn er því ætlaður undir hljóðfæri og hljóðfæratengdar vörur. Korkum sem ekki eiga heima á /hljodfaeri verður læst.
5. e. Setja skal auglísingar saman í eina auglísingu en ekki spamma mörgum auglísingum í einu.
5. f. Ekki beint regla, en vingjarnleg ábending: Vel unnin auglýsing eykur líkurnar á snöggri og ábatasamri sölu. Ef þú ert óviss, skoðaðu þá korkagerðarleiðarvísinn eftir Gislinn. hér
Tenglar:
6. a. Notandi má aðeins senda inn 2 tengla á 24 klst. Ef ekki er farið eftir þessu verða allir tenglar hafnaðir, engar undantekninar.
6. b. Allir tenglar sem sendir eru inn verða að vera í sambandi við viðeigandi Tenglahóp, ef þeir eru það ekki þá verða þeir hafnaðir.
6. c. Ef sendir eru inn tenglar sem núþegar hafa verið sendir inn þá verða þeir hafnaðir og notanda látið vita að þeir sé núþegar í Tenglalistanum.
Svör:
7. a. Öll svör, hvort sem um sé að ræða svör við Korkum, greinum eða myndum þá verður að hafa þau innan siðferðilegra marka. Annars verða svörin umsvifalaust ritskoðuð/þeim eytt.
7. b. Öll svör sem ganga út á það að segja "Fyrstur" verða umsvifalaust ritskoðuð/þeim eytt.
7. c. Öll svör sem eru gerð til þess eins að stofna rifrildi eða síendurtekin óþarfa svör verða ritskoðuð/þeim eytt út.
7. d. Öll svör sem ganga út á það að eyðileggja sölu fyrir stofnanda auglýsingakorks verða umsvifalaust ritskoðuð/þeim eytt.
----
Fylgið þessum reglum og allt á að ganga vel og smurt á áhugamálinu. Ef það eru einhverja spurningar, sendið þær þá í skilaboðum til stjórnenda.
Kveðja,
Stjórnendur