Keppni 1 - Tapping (Fyrir rafgítar) Þessi tækni felst í því að nota bæði hægri og vinstri hönd á hálsinn þegar það er ómögulegt að framkvæma eitthvað með aðeins annarri hendinni. Gítarleikarar eins og Van Halen og Steve Vai eru þekktir fyrir frábæra tap tækni. Lagið Eruption, sem er einmitt eftir gítarleikarann Van Halen, er eitt frægasta dæmið um þetta. Þetta lag setti svip sinn á tónlistina þar sem fleiri gítarleikarar fóru að prufa þetta.
En tapping er ekki aðeins fyrir rafmagnsgítarinn/bassann þar sem hægt er að nota þessa tækni á nánast hvaða strengja hljóðfæri sem er.

Framkvæmd:
Eins og ég sagði áður þá framkvæmir maður þetta með því að nota báðar hendur á fingraborðið á hálsinum. Þessi tækni er líka þekkt sem “Two-Handed Hammer-On”. Þar sem maður notar þá pick hendina til að gera hammer-on og pull-off á nótu sem hin hendin getur annars ekki spilað ein síns liðs. Í tabi er þetta oftast táknað með “T” fyrir ofan nótuna sem á að tap-a.

Dæmi:
H: Hammer-On
P: Pull-Off
T: Tap
(Ég skal gera nóturnar feitletraðar sem á að tappa til að gera það auðveldara fyrir ykkur að sjá þær)
----T-P--P--H---T-P--P--H---T-P--P--H---T---
e|--[b]19[/b]-15-12-15-[b]19[/b]-15-12-15-[b]19[/b]-15-12-15-[b]19[/b]--|
B|------------------------------------------|
G|------------------------------------------|
D|------------------------------------------|
A|------------------------------------------|
E|------------------------------------------|


Að Byrja:
Þessi tækni er alls ekki auðveld og maður þarf að fara varlega af stað í þetta og leggja sig allan fram til að ná sem bestum árangri í þessu. Þannig að ef þú hefur aldrei gert þetta og kannt þetta ekki þá ætla ég að gefa ykkur smá æfingu til að æfa upp fyrst af öllu.

Magnús Sigurðarson, kennari í Gís, kenndi mér þetta og hann sagði að ég væri sá fyrsti sem náði þessu réttu og best af öllum þeim sem hann hafði kennt þetta.
Ég er alls ekki að monta mig því hann Magnús sagði líka að ein aðal ástæðan fyrir því að ég náði þessu best var að ég fór hægt og rólega í þetta á meðan hinir reyndu að spila þetta strax hratt. Þeir gerðu feilnótur og reyndu aftur en þessar feilnótur komu alltaf aftur upp. Ástæðan fyrir þessu er þegar við erum að æfa eitthvað upp þá eru heilinn okkar og vöðvar sífellt að taka allt upp sem við gerum. Ef við flýtum okkur um of fyrst þá getum við gert villur og mistök sem heilinn og vöðvarnir taka þ.a.l. upp. Þannig að ef maður gerir sömu villuna nokkrum sinnum þá getur það printast fast í hausinn á þér og fingurnir leita alltaf á vitlausan stað eftir það. Það er hægt að laga það en það tekur bara svo mikið, mikið, mikið lengri tíma en ef maður fer sér bara hægt í byrjun og passar sig ótrúlega vel!!!

Takið þessu sem góðri viðvörun og takið þessu alvarlega! Því þetta er dagsatt, þú kannski heldur að þetta sé ekkert mál og flýtir þér í þetta en í staðin eyðileggurðu meira en þú græðir.

Þessi æfing er byggð upp á svona “rugl” shape-i eða réttara sagt bara einhverjar nótur og þetta er ekki í neinum ákveðnum skala. Þessi æfing á ekki að vera músíkölsk eða eitthvað sem þú átt eftir að geta notað í sólóunum þínum, einfaldlega til að æfa tap-ið. Þannig að ekki fást um það ef þér finnst þetta hljóma hræðilega.

Og já, ef þú ert að spá í því hvaða putta á pick hendinni þú átt að nota til að tap-a þá skiptir það í rauninni engu máli. Finndu bara út hvaða putta þér finnst þægilegast að nota. Persónulega nota ég löngutöng því þá get ég verið að picka eitthvað og farið svo strax í að tap-a einhverja nótu og byrjað að picka aftur án þess að þurfa að leggja nöglina eitthvað frá mér og svo finnst mér líka þægilegast að nota hann :).
Þú getur reyndar líka notað bara nöglina til að tappa, en ég mæli alls ekki með því. Notaðu puttana!!!. Afþví að ef þú notar nöglina þá hljómar það verr og þú færð minni stjórn á því sem þú ert að gera.

Byrjum rólega á þessu:
----T--P--H---T--P--H---T--P--H---
e|--------------------------------|
B|--------------------------------|
G|--------------------------------|
D|--------------------------------|
A|--------------------------------|
E|--[b]12[/b]--7--9--[b]12[/b]--7--9--[b]12[/b]--7--9--|
Náðu þessu niður hægt og rólega og muna að passa að allar nótur komi hreint fram og hafa jafnt millibil á milli þeirra (gott að nota taktmæli til að hjálpa sér).


Því næst skaltu gera það sama en færa þig upp á næsta streng fyrir ofan s.s. A strenginn. Svona:
----T--P--H---T--P--H---
e|----------------------|
B|----------------------|
G|----------------------|
D|----------------------|
A|------------[b]12[/b]--7--9--|
E|--[b]12[/b]--7--9------------|
Ekki fara lengra en bara þessa tvo strengi núna. Æfðu þetta þangað til að þú getur gert þetta án erfiðleika. Og þegar þú getur það prufaðu þá að fara upp allan hálsinn en bíddu með að reyna að fara niður hálsinn aftur, ég sýni ykkur það eftir smá stund. Hugsaðu bara um að ná þessum parti réttum.


Þá gerirðu s.s. bara svona:
----T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---
e|----------------------------------------------------[b]12[/b]--7--9--|
B|------------------------------------------[b]12[/b]--7--9------------|
G|--------------------------------[b]12[/b]--7--9----------------------|
D|----------------------[b]12[/b]--7--9--------------------------------|
A|------------[b]12[/b]--7--9------------------------------------------|
E|--[b]12[/b]--7--9----------------------------------------------------|
Æfðu þetta þangað til að þú nærð því án erfiðleika og án þess að slá á feilnótur. Muna að hafa hreina tóna!
Og þá færðu að fara niður aftur, þetta hefur reynst mest “tricky” að gera.


Byrjum rólega eins og áðan:
---T--P--H---
e|-[b]12[/b]--7-----|
B|--------9--|
G|-----------|
D|-----------|
A|-----------|
E|-----------|
Þarna eins og þú sérð þarftu að nota vinstri hendina (miðað við ef þú spilar rétthent) til að gera hammer on á 9. band á B streng. Þetta er aðal trickið, þú verður að framkvæma hammer-on þannig að það heyrist nóta, það má ekki picka nótuna. Æfðu þetta núna og passa sig að ná öllum tónum hreinum, ekki fara neitt lengra upp hálsinn æfðu þetta fyrst.


Bættu svo við næsta streng eins og áðan:
---T--P--H---T--P--H---
e|-[b]12[/b]--7---------------|
B|--------9--[b]12[/b]--7-----|
G|------------------9--|
D|---------------------|
A|---------------------|
E|---------------------|
Svo bara að æfa þetta :) eins og allt hitt þangað til að þér finnst þú vera tilbúin/n í næsta lið.


Þá er það bara að fara alla leið niður aftur:
---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P---
e|-[b]12[/b]--7----------------------------------------------------|
B|--------9--[b]12[/b]--7------------------------------------------|
G|------------------9--[b]12[/b]--7--------------------------------|
D|----------------------------9--[b]12[/b]--7----------------------|
A|--------------------------------------9--[b]12[/b]--7------------|
E|------------------------------------------------9--[b]12[/b]--7--|
Æfa þetta í rot og taka svo allt heila klabbið upp og niður, en hafðu það alltaf í huga að fara hægt og hafa nóturnar hreinar og passa að hafa jafnt bil á milli þeirra!


Allt saman:
----T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P---
e|----------------------------------------------------[b]12[/b]--7--|
B|------------------------------------------[b]12[/b]--7--9---------|
G|--------------------------------[b]12[/b]--7--9-------------------|
D|----------------------[b]12[/b]--7--9-----------------------------|
A|------------[b]12[/b]--7--9---------------------------------------|
E|--[b]12[/b]--7--9-------------------------------------------------|
----H--T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P---
e|----------------------------------------------------|
B|--9--[b]12[/b]--7------------------------------------------|
G|------------9--[b]12[/b]--7--------------------------------|
D|----------------------9--[b]12[/b]--7----------------------|
A|--------------------------------9--[b]12[/b]--7------------|
E|------------------------------------------9--[b]12[/b]--7--|
Ég held að það sé nokkuð góð byrjun að gera þetta. Hægt fyrst, eins og ég hef minnst svo oft á :) auka svo hraðann hægt og rólega.



Okey, ég kann basic-ið, hvað nú?
Þetta sem ég sýndi hér fyrir ofan er frekar basic tap stöff. Það er líka hægt að nota pick höndina (tap höndina) til að tappa hljóma á meðan hin hendin spilar melodíuna. Svoleiðis tækni eru stundum notuð á gítar og oft á bassa en annars líka á önnur hljóðfæri eins og Chapman Stick.
Því miður er ég ekki mjög fróður í þeim málum þannig að ég skal sýna ykkur meira af þessu “basic” tap dóti.


Arpeggios!
Já, þið lásuð rétt! Brotnir hljómar eru oft notaðir í tap-i. Ef þið eruð í vafa um hvað brotnir hljómar séu þá útskýrði ég það aðeins í greininni Arpeggios (Brotnir hljómar).
Þ.e.a.s. að til staðar er rótin, 3undin og 5undin.

Ég skal sýna dæmi og merkja inn nöfn nótnanna og sæti þeirra í skalanum (rót=1, 3und=3 eða 5und=5). Þetta dæmi er í A moll.

Dæmi:
----E---G---B---E---G---B---E---G---B---
----1---3---5---1---3---5---1---3---5---
-------H----T--P---H----T--P---H----T---
e|--12--15--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--|
B|--------------------------------------|
G|--------------------------------------|
D|--------------------------------------|
A|--------------------------------------|
E|--------------------------------------|
Þetta er svona basic einna strengja tap arpeggía. Þú getur spilað nóturnar í hvaða röð sem þú vilt og þú getur raðað þeim upp eins og þú vilt. Hérna eru nokkur dæmi.
----T--P---H----T--P---P----T--P---H----T--P---P----
e|--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--15--12--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--15--12--|
B|--------------------------------------------------|
G|--------------------------------------------------|
D|--------------------------------------------------|
A|--------------------------------------------------|
E|--------------------------------------------------|
------H----T--P--H----T--P--H----T--P--H----T---
e|--7--12--[b]15[/b]--7--12--[b]15[/b]--7--12--[b]15[/b]--7--12--[b]15[/b]--|
B|----------------------------------------------|
G|----------------------------------------------|
D|----------------------------------------------|
A|----------------------------------------------|
E|----------------------------------------------|
----T--P---H---P----T--P---H---P----T--P---H---P----
e|--[b]19[/b]--12--15--12--[b]19[/b]--12--15--12--[b]19[/b]--12--15--12--|
B|--------------------------------------------------|
G|--------------------------------------------------|
D|--------------------------------------------------|
A|--------------------------------------------------|
E|--------------------------------------------------|
----T--P---H----T--P---P----T--P---H----T--P---P----
e|--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--15--12--[b]19[/b]--12--15--[b]19[/b]--15--12--|
B|--------------------------------------------------|
G|--------------------------------------------------|
D|--------------------------------------------------|
A|--------------------------------------------------|
E|--------------------------------------------------|
Þetta ætti að gefa þér einhverja hugmynd um það hvernig hægt er að raða nótunum saman og spila. Og auðvitað er hægt að spila hvaða nótur sem er svona, á hvaða streng sem er, í hvaða skala sem er og í hvaða tóntegund sem er!


Næst ætla ég að sýna ykkur aðra aðferð við að nota tapping með arpeggíum. Hérna spilarðu þínar arpeggíur sem spanna fleiri en einn streng og notar tap til að fá fleirri nótur í arpeggíuna.
Dæmi(í C dúr):
N: Niðurslag með nögl
U: Uppslag með nögl
----N---N---N---H---T--P----U---U---U---
e|----------12--15--[b]20[/b]--15--12----------|
B|------13----------------------13------|
G|--12------------------------------12--|
D|--------------------------------------|
A|--------------------------------------|
E|--------------------------------------|
Þetta er eiginlega bara allt og sumt. Þú getur gert þetta við hvaða arpeggíu sem er, sama þótt hún sé á aðeins 1 streng, 2 strengi, 3 strengi, 4 strengi, 5 strengi eða 6 strengi. Prófaðu þig bara áfram!



Skalar!
Því næst ætla ég aðeins að fara í það hvernig hægt er að nota þessa tækni við að spila upp og niður skala!

Eina aðal tæknin í sambandi við þetta sem ég kann er að blanda saman t.d. Skala og arpeggíu til að nefna dæmi A dúr Pentatónískum skala og A dúr arpeggíu.

Dæmi:

Hérna sjáiði Pentatóníska skalann og arpeggíuna.
Pentatónískur A dúr
e|--------------------------------5--7--|
B|--------------------------5--7--------|
G|--------------------4--6--------------|
D|--------------4--7--------------------|
A|--------4--7--------------------------|
E|--5--7--------------------------------|
A dúr Arpeggía
e|---------------------9--|
B|-----------------10-----|
G|--------------9---------|
D|----------11------------|
A|------12----------------|
E|--12--------------------|

Ágætt að æfa þetta til að byrja með eins og alltaf, hægt, til að læra engar vitleysur. Svo þú lærir réttu aðferðina til að byrja með. Pickaðu Pentatóníska skalann bara en tappaðu bara arpeggíuna, afþví að þú þarft að æfa þig að hitta á réttar nótur með puttanum (það er nefnilega erfiðara að hoppa svona á milli strengja til að byrja með).

Því næst blanda ég þessu svona saman:
----T--P--H---T--P--H---T--P--H---T--P--H--T--P--H---T--P--
e|---------------------------------------------------[b]9[/b]--5--|
B|-----------------------------------------[b]10[/b]--5--7--------|
G|--------------------------------[b]9[/b]--4--6------------------|
D|----------------------[b]11[/b]--4--7---------------------------|
A|------------[b]12[/b]--4--7-------------------------------------|
E|--[b]12[/b]--5--7-----------------------------------------------|
----H--T--P--H---T--P--H--T--P--H---T--P--H---T--P---
e|---------------------------------------------------|
B|--7--[b]10[/b]--5-----------------------------------------|
G|------------6--[b]9[/b]--4--------------------------------|
D|---------------------7--[b]11[/b]--4----------------------|
A|-------------------------------7--[b]12[/b]--4------------|
E|-----------------------------------------7--[b]12[/b]--5--|

Svo er annað dæmi þar sem maður notar bara skalann en ekki arpeggíurnar eins og t.d. í E moll Pentatónískum.

Dæmi:
----T-P--H---T-P--H--T--P--H---T-P--H--T--P--H---T-P--H--T--P--H---T-P--H--T--P--H---T-P----
e|--[b]17[/b]-12-----------------------------------------------------------------------------------|
B|--------15-[b]17[/b]-12-15-[b]17[/b]-12-----------------------------------------------------------------|
G|--------------------------14-[b]16[/b]-12-14-[b]16[/b]-12-----------------------------------------------|
D|--------------------------------------------14-[b]17[/b]-12-14-[b]17[/b]-12-----------------------------|
A|--------------------------------------------------------------14-[b]17[/b]-12-14-[b]17[/b]-12-----------|
E|--------------------------------------------------------------------------------15-[b]17[/b]-12--|
Þetta er auðvitað bara eitthvað dæmi sem ég bara bjó til núna. Alveg hægt að raða nótunum upp hvernig sem þú vilt og spila þær í hvaða staðsetningu sem er á hálsinum, í hvaða skala sem er.



Takk fyrir mig!
Ég þakka bara fyrir mig og vona að lesturinn hafi reynst góður og nystamlegur og að þið eigið eftir að geta notfært ykkur eitthvað af þessu. Það gætu auðvitað leynst villur hér og þar, látið það ekki trufla ykkur. En ef þið sjáið villur í einhverju af Töbunum þá endilega póstið comment og látið vita.


Kv. Hlynur Stef
…djók