Já ég ætlaði semsagt að skrifa hérna grein um tilraun mína í cymbala smíði og ég segi tilraun því mér hefur ekki takist það ennþá.)

Þetta byrjaði á að ég tók smíði sem valfag. (ég er í tíunda bekk, grunnskóla) Ég sný mér að smíðakennaranum og segi get ég smíðað diska fyrir trommurnar?

Skapalón [mynd 1] [mynd 2]

Jæja ég byrja í rennibekk og smíða skapalón eftir bestu getu, þetta gerði ég bara eftir minni og pússaði vel á eftir

Tilraun-1 [mynd 3]

Eftir að hafa ráðfært okkur við youtube [sjá hér] tókum við járn stöng, pússuðum kúlu á endann og ætluðum að byrja þannig en svo einfalt var það ekki. Við lentum í heljarinnar vandræðum með að láta verðandi diskinn snúast með skapalóninu og þegar það loksins tókst byrjuðum við að ýta.
við ýttum að öllu afli og það virkaði að sjálfsögðu ekki, ég læt fylgja með mynd af tilraun 1 og eins og sést á myndinni þá bognaði diskurin meira út í kantana en hann bognaði inn í miðjunni, auk þess sem hann varð ekki sléttur eins og sést á myndinni. Þetta lét diskinn náttúrulega hljóma alveg skelfilega og ég sló hann bara einu sinni afþví að hljóðið var ólýsanlega óþægilegt.

Eftir þetta talaði kennarinn minn við einhvern náunga sem sagðist bara ætla að smíða sérstakt prik fyrir svona hluti ásamt sérstökum ,,forseta´´ en forsetinn er hlutinn sem að prikið liggur á (á rennibekkjum).


Tilraun-2 [mynd 4] [mynd 5]

Þegar við loksins fengum þessar nýju græjur ákváðum við að reyna fyrst með mýksta málminum sem við fundum og varð pjátur fyrir valinu [wikipedia]

Pjátrið var fest í og byrjað að ýta og gekk það eins og í sögu alveg þar til að við teygðum of mikið á því og þá bognaði hann nánast samstundis og varð allur skakkur. þeir sem voru að pæla í því þá heyrðist nánast ekkert í honum, heyrðist reyndar lítið og fallegt ding þegar ég sló í miðjuna með nöglinni en var ekkert svo fallegt ef ég sló eitthvað fastar.

Tilraun-3 [mynd 6] [mynd 7]

því miður á ég enga mynd af þriðju tilraun eftir á en hún leit ekki ósvipað út og tilraun 1 nema diskurinn var alveg kringlóttur og fallegur og ekki svona ósléttur en aftur bognuðu endarnir upp. Þetta hljómaði aðeins betur en tilraun-1 enda er það ekki erfitt.

Tilraun fjögur verður gerð eftir páska og þá ætlum við að byrja á að vinna málminn þannig að hann verði meðfærilegri og eigi auðveldara með að teygjast.

-Steina