ÉG VIL BIÐJA YKKUR UM AÐ LESA YKKUR VEL TIL UM HVERJA ÆFINGU SVO HÚN SÉ GERÐ RÉTT! :)

Eins og hver maður veit er gott að hita líkamann upp og teygja fyrir hvers konar átök, það á líka við um fingurna og hendurnar. Með því að hita upp og teygja getur maður komið í veg fyrir ýmsa áverka og slit, en einnig auðveldað sér spilamennskuna til muna.

Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að búa til smá grein um það hvernig er gott að hita upp á sér fingurna og hendurnar áður en ráðist er í hörku spilamennsku.
Sumar þessara æfinga eru ekki bara upphitunar æfingar heldur líka styrktar æfingar, góðar til þess að styrkja ýmsa vöðva í fingrum, framhandlegg og auka úlnliðs styrk.


Áður en byrjað er á þessum æfingum mæli ég eindregið að þið verðið ykkur út um taktmæli, trommuheila, eða e-ð sem getur haldið jöfnu tempo-i. Það mun auka nákvæmni til muna í spilamennskunni.

Ég mun kalla fingurna 1,2,3 og 4, en ekki með nafni.
1: Vísifingur
2: Langatöng
3: Baugfingur
4: Litlifingur

Munið að sitja rétt þegar þið spilið, hafið handstöðu rétta (úlnliði sem beinasta) og notið alternate picking ef þið notið nögl. Notið fingur 1 og 2 (á hægri hönd) til skiptis ef þið spilið á bassa.

:)


***EF ÞIÐ FINNIÐ FYRIR SÁRSAUKA OG ÞREYTU SKULUÐ ÞIÐ HÆTTA OG TAKA PÁSU***
Leggið frá ykkur hljóðfærið í 5 mín. og hristið aðeins á ykkur hendurnar :) of mikil áreynsla getur verið jafn slæm og jafnvel verri en engin!





Æfing 1A:

BPM: 60-80

Þessa æfingu er best að gera bara hægt, en mikilvægt er að muna að spila hverja nótu eins lengi og hægt er, halda henni alveg þangað til næsta nóta á að koma.
Spila á nótu á hverju slagi!

Byrjað er á E-streng, 1. bandi. Fingur 1.
- Spilað er:


(Fingur)
1 2 3 4
G I——————————————————————————————-I
D I——————————————————————————————-I
A I——————————————————————————————-I
E I–1-2-3-4–I-5-6-7-8–I–9-10-11-12–I–13-14-15-16–I–17-18-19-20—-I

Svo færir maður sig bara á næsta streng fyrir neðan, s.s. A streng og spilar það sama.

G I——————————————————————————————-I
D I——————————————————————————————-I
A I–1-2-3-4–I-5-6-7-8–I–9-10-11-12–I–13-14-15-16–I–17-18-19-20—-I
E I——————————————————————————————-I

Svo er þetta endurtekið á D og svo G strengjunum.

!Ég endurtek að þessa æfingu á ekki að gera hratt, heldur hægt. Spila á nótu á hverju slagi og halda skal nótum eins lengi og unnt er!


Æfing 1B:

BPM: 60-80

Þessi æfing er nánast sú sama og nr. 1 nema hérna er hún spiluð afturábak. Sömu reglur gilda í þessari æfingu: Spila hægt, nóta á hverju slagi, nákvæmni.

Byrjað er á G-streng, 20. bandi. Fingur 4.
- Spilað er:


4 3 2 1
G I–20-19-18-17–I–16-15-14-13–I–12-11-10-9–I–8-7-6-5–I–4-3-2-1—-I
D I——————————————————————————————-I
A I——————————————————————————————-I
E I——————————————————————————————-I

Svo er þetta endurtekið á D, A og E streng.

Æfing 1C:

BPM: 60-80

Svipaðar pælingar með þessa æfingu eins og hinar tvær á undan. Sömu reglur gilda enn.


Byrjað er á E-streng, 4. bandi. Fingur 4.
- Spilað er:


4 3 2 1
G I——————————————————————————————-I
D I——————————————————————————————-I
A I——————————————————————————————-I
E I–4-3-2-1–I–8-7-6-5–I–12-11-10-9–I–16-15-14-13–I–20-19-18-17—-I

Þetta er svo endurtekið á A, D og G strengjunum.

Æfing 1D:

BPM: 60-80

Svipaðar pælingar með þessa æfingu eins og hinar á undan. Sömu reglur gilda enn.

Byrjað er á G-streng, 17. bandi. Fingur 1.
- Spilað er:

1 2 3 4
G I–17-18-19-20–I–16-15-14-13–I–9-10-11-12–I–5-6-7-8–I–1-2-3-4–I
D I——————————————————————————————-I
A I——————————————————————————————-I
E I——————————————————————————————-I

Þetta er svo endurtekið á D, A og E strengjum.


Þessar æfingar eru allar mjög svipaðar og gott er að spila þær bara í einu run-ni, s.s. byrja á 1A, tengja beint yfir í 1B o.s.fv.

!Ég endurtek að þessar æfingar á ekki að gera hratt, heldur hægt. Spila á nótu á hverju slagi og halda skal nótum eins lengi og unnt er!







Æfing 2:

Þessi æfing er góð styrktar æfing. Hér þarf að hugsa aðeins meira heldur en í hinum á undan. Aðeins meiri leikfimi og heldur meiri teygjur. Ef ykkur finnst erfitt að spila hana frá 1. bandi þá er í lagi að finna sér stað annar staðar á hálsinum sem reynist auðveldari, t.d. 5. band.
Þessi æfing skiptist í 5 mismunandi fingrasetningar:

1: I–1-2-3-4–I
2: I–0-2-3-4–I
3: I–1-0-3-4–I
4: I–1-2-0-4–I
5: I–1-2-3-0–I

Eins og glöggir hugarar taka kannski eftir er ákveðið mynstur í þessari æfingu sem auðvellt er að fara eftir og festist frekar fljótt í vöðvaminnið.

BPM: 1-???

Þessa æfingu má spila á hvaða hraða sem er, mælt er með að byrja hægt og með taktmæli til að auka nákvæmni. Gott er að byrja í 80-100 BPM.

Þessi æfing er einnig frábrugðin æfingu 1 að því leitinu til að ekki þarf að spila hana í fjórðapartsnótum, hér má leika sér svolítið með áttundapartsnótur, sextándupartsnótur og jafnvel tríólur ef fólk treystir sér til.

!Varast skal að fikta of fljótt með hraða og áherslur. Muna að ná fyrst upp nákvæmni á 80-100 BPM/fjórðapartsnótum.


Byrjað er á E-streng, 1. bandi. Fingur 1.
- Spilað er:

Fingrasetning 1. (allir fingur)

G I————-I————I————I-1-2-3-4–I–1-2-3-4-I————I————I————-I
D I————-I————I-1-2-3-4-I————-I————-I-1-2-3-4-I————I————-I
A I————-I-1-2-3-4-I————I————-I————-I————I-1-2-3-4-I————-I
E I–1-2-3-4-I————I————I————-I————-I————I————I-1-2-3-4–I

Fingrasetning 2. (vísifingri sleppt)

G I————-I————I————I-0-2-3-4–I–0-2-3-4-I————I————I————-I
D I————-I————I-0-2-3-4-I————-I————-I-0-2-3-4-I————I————-I
A I————-I-0-2-3-4-I————I————-I————-I————I-0-2-3-4-I————-I
E I–0-2-3-4-I————I————I————-I————-I————I————I-0-2-3-4–I

Fingrasetning 3. (löngutöng sleppt)

G I————-I————I————I-1-0-3-4–I–1-0-3-4-I————I————I————-I
D I————-I————I-1-0-3-4-I————-I————-I-1-0-3-4-I————I————-I
A I————-I-1-0-3-4-I————I————-I————-I————I-1-0-3-4-I————-I
E I–1-0-3-4-I————I————I————-I————-I————I————I-1-0-3-4–I

Fingrasetning 4. (baugfingri sleppt)

G I————-I————I————I-1-2-0-4–I–1-2-0-4-I————I————I————-I
D I————-I————I-1-2-0-4-I————-I————-I-1-2-0-4-I————I————-I
A I————-I-1-2-0-4-I————I————-I————-I————I-1-2-0-4-I————-I
E I–1-2-0-4-I————I————I————-I————-I————I————I-1-2-0-4–I

Fingrasetning 5. (litlafingri sleppt)

G I————-I————I————I-1-2-3-0–I–1-2-3-0-I————I————I————-I
D I————-I————I-1-2-3-0-I————-I————-I-1-2-3-0-I————I————-I
A I————-I-1-2-3-0-I————I————-I————-I————I-1-2-3-0-I————-I
E I–1-2-3-0-I————I————I————-I————-I————I————I-1-2-3-0–I


Í þessari æfingu teygjir maður mikið á og verður jafnvel fljótt þreyttur, það skilar sér samt á endanum. Þessa æfingu á að spila í einu run-i, leyfa nótunum að lifa eins lengi og hægt er og passa að fylgja taktmælinum.






Æfing 3:

Þessa æfingu tekur smástund að læsa inn í vöðvaminnið, hana tekur líka smá tíma að gera ef að það á að gera hana rétta. En hérna fá fingurnir virkilega að dansa á fingraborðinu :)

BPM: 60-200
Fer eftir því hversu heitur viðkomandi er orðinn eftir fyrri 2. (og hversu mikla þolinmæði viðkomandi hefur).

Byrjað er á E-streng, 1. bandi. Fingur 1.
- Spilað er:

1 2 3 4/ 4 3 2 1
G I————-I————I————I-1-2-3-4–/–5-4-3-2-I————I————I————-I
D I————-I————I-1-2-3-4-I————-I————-I-5-4-3-2-I————I————-I
A I————-I-1-2-3-4-I————I————-I————-I————I-5-4-3-2-I————-I
E I–1-2-3-4-I————I————I————-I————-I————I————I-5-4-3-2–I

G I————-I————I————I-2-3-4-5–/–6-5-4-3-I————I————I————-I
D I————-I————I-2-3-4-5-I————-I————-I-6-5-4-3-I————I————-I
A I————-I-2-3-4-5-I————I————-I————-I————I-6-5-4-3-I————-I
E I–2-3-4-5-I————I————I————-I————-I————I————I-6-5-4-3–I

G I————-I————I————I-3-4-5-6–/–7-6-5-4-I————I————I————-I
D I————-I————I-3-4-5-6-I————-I————-I-7-6-5-4-I————I————-I
A I————-I-3-4-5-6-I————I————-I————-I————I-7-6-5-4-I————-I
E I–3-4-5-6-I————I————I————-I————-I————I————I-7-6-5-4–I


Þetta form heldur svo áfram þangað til að fólk nær þessari stöðu:

G I–11-12-13-14–/–15-14-13-12–I——————-I——————-I——————-I
D I———————I——————–I-15-14-13-12-I——————-I——————-I
A I———————I———————I——————I-15-14-13-12-I——————-I
E I———————I———————I——————-I——————I-15-14-13-12-I

Þegar þessari stöðu er náð á að vinna sig aftur til baka :D

G I——————–I——————-I——————-I——————-I-11-12-13-14-I
D I——————–I——————-I——————-I-11-12-13-14-I——————-I
A I——————–I——————-I-11-12-13-14-I——————-I——————-I
E I–15-14-13-12-/-11-12-13-14-I——————-I——————-I——————-I

G I–14-13-12-11-I——————–I——————-I——————-I——————-I
D I———————I-14-13-12-11-I——————-I——————-I——————-I
A I———————I——————-I-14-13-12-11-I——————-I——————-I
E I———————I——————-I——————-I-14-13-12-11-/-10-11-12-13-I

Svo er það bara að vinna sig til baka að nut-inu.

Ef þetta er gert rétt ætti æfingin að enda svona.

G I————-I————I————I————I-1-2-3-4-I
D I————-I————I————I-1-2-3-4-I————I
A I————-I————I-1-2-3-4-I————I————I
E I–5-4-3-2-/-1-2-3-4-I————I————I————I

G I–4-3-2-1-I————I————I————-I——————-I
D I————-I-4-3-2-1-I————I————-I——————-I
A I————-I————I-4-3-2-1-I————-I——————-I
E I————-I————I————I-4-3-2-1–I——————-I






Æfing 4A

BPM: í raun ekkert, þetta er bara æfing sem gaman er að leika sér með
Þessi æfing er kölluð köngulóin (eða e-ð þannig). Hún er ekkert voðalega flókin þegar maður horfir á tab af henni, en að spila hana vel og greinilega er ekki eins auðvelt og að segja það :)
Þessari æfingu er aðallega beint að bassaleikurum sem nota bara fingurna, ekki neglur. Þetta er svakaleg áreynsla á vinstri hendina og styrkir vel.
Það þarf ekkert endilega að vera með taktmæli við þessa æfingu, það er nóg að reyna að spila þetta þannig að allar nóturnar heyrist skýrt og greinilega.

Byrjað er á A-streng, 5. bandi. Fingur 1.
- Spilað er:

1 3 2 4 / 3 1 4 2
G I——————I—————I—————-I—————I
D I—–7—–8—-I—–5—–6–I—–7—–8–I—–5—–6–I
A I–5—-6——–I–7—–8—–I–5—–6—–I–7—–8—–I
E I—————–I—————-I—————I—————-I

Hún er ekki flóknari en þetta, en þetta tekur á ;)



Æfing 4B
Þetta er í raun sama æfingin en nú í áttundum :)

1 3 2 4 / 3 1 4 2
G I—–7—-8–I——5—–6—I—–7—–8–I——5—-6—-I
D I—————I—————–I—————-I—————–I
A I–5—-6——I–7—–8——I–5—–6——I–7—–8——I
E I—————-I—————-I—————–I—————-I


Þessi reynir meira á, takið hana eftir að þið eruð orðin nokkuð sleip í venjulegu köngulónni.







Ef þessar æfingar eru gerðar rétt ætti spilamennskan að auðveldast, verða meira “fljótandi” og nákvæmari.
Gott er að temja sér það hita vel upp áður en maður fer á æfingu, tónlistarskólann eða ætlar bara að æfa sig í e-u heima.
Þetta getur bæði komið í veg fyrir sinaskeiðabólgu og hjálpað manni að vinna á henni, ég var t.d. með alveg fáránlega vöðvabólgu áður en ég byrjaði á þessu. Finn ekki lengur fyrir henni.

Ef það eru e-r spurningar þá endilega skjótið þeim á mig og ég skal reyna að svara þeim með bestu getu.

Svo ætla ég að taka upp myndbönd og setja á youtube seinna meir til þess að kynna æfingarnar betur og sýna hvernig er réttast að spila þær, hvernig staðan á höndunum á að vera og fara yfir ýmsar gerðir og leiðir til að spila sumar af æfingunum. Þar mun ég einnig sýna hvernig á að teygja rétt á fingrum, framhandlegg og vitlausabeininu, já ég er að tala um vitlausabeinið.


Takk fyrir mig og megi ykkur hitna :)

Kv Danni