Þar sem að ég haðfi ekki nógu mörg tól hérna heima og ég hafði ekki nógu mikla kunnáttu í að lóða saman og laga rafkerfi ákvað ég að fara með hann í skólann og gera þetta í smíðum, af því að þá gat ég líka fengið hjálp frá kennaranum við rafmagns hlutina. Einu tólin sem þurfti voru lóðbolti, tin, skrúfjárn, plast plata og sög til að saga út pickguard á Strat copyuna, Sprey (til að lita þá), Vír klippur, sérstök töng til að afklæða víra, blað og penni, Bor (skúrjárn er eiginlega ekki nóg), og auka skrúfur (það er hægt að kaupa sérstakar Dunlop gítarskrúfur ef maður vill gera þetta pro).
Strat copyan:
Ég byrjaði á að tak allt útúr honum svo að bodyið var bara tómt. Á meðan teiknaði ég mynd af því sem ég hafði gert á blað. Það var til þess að vita kvert allir vírar eiga að fara þegar á set hann aftur saman. Þarna gerði ég reyndar þau mistök að teikna þetta ekki nógu nákvæmt en það reddaðist samt. Það besta sem hægt væri að gera væri að taka myndir á digital cameru af öllu sem þú gerir, af öllu! Þá er maður öruggastur um þetta allt saman.
En allavega, þegar ég hafði tæmt bodyið fór ég beint í að spreyja hann. Sem er partur sem ég sé eignilega eftir að hafa gert því að ég gerði hann bleikan í einhverju flippi, núna hefði ég miklu frekar gert prufur á honum og sett tape á hann og gert Van Halen gítar. Ég fylgdi leiðbeiningum frá notandanum Angus (http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=3260705) Áður en ég byrjaði að spreyja hann pússaði ég allt lakkið af með 200 sandpappír myndi ég giska á (man það ekki). þegar ég byrjaði að spreyja. Ég fann mér spýtu sem passaði inní plássið sem hálsinn er venjulega í og skrúfaði hana fasta þar í. Næst spreyjaði ég bara bodyið bleik, það eru eingin vandræði að gera það ef maður kann að spreyja. Ef þú hefur aldrei spreyjað áður, ekki láta gítarinn verða fyrsta fórnarlambið! Spreyið sem ég notaði keypti ég í húsasmiðjuni á 1000 – 2000 kall og það heitir Dupli colour – Aerosol ART. Ég þurfti ekki að lakka yfir spreyið af því að það er nógu sterkt ef þú lætur það þorna´I nógu langan tíma (speyið er þornað á notime og þú getur snert það eftir 15 mín en best er að láta það gítarinn standa óhreyfðan í 2 daga eð svo held ég svo að það sé alveg örugglega þornað alveg fast á).
Það sem ég gerði við hálsinn var voða fátt nema það að ég tók stilliskrúfurnar af og spreyjaði headstockið bleikt. Ég afmarkaði staðina sem ég ætlaði að lita með teipi svo ekkert fari útfyrir, ég semsagt bara litaði efsta partinn á headstockinu. Svo setti ég bara stilliskrúfurnar á og setti hálsinn til hliðar því ég gerði ekkert meir með hann.
Ég vild nýtt pickguard á gítarinn afþví að mér hefur alltaf fundist þetta pickguard á behringer gíturum (og bössum, það er eiginlega eins) voða ljótt. Svo ég ætlaði að panta mér nýtt en efaðist um að ég gæti fundið eitthvað sem passaði svo ég bara sagaði út eitt stykki úr um það bil 2-3 millimetra þykkri plastplötu. Mældi út hvernig þetta átti að vera í laginu og sagaði það bara út og setti skrúfugöt á þá staði sem skrúfur pössuðu best á hann. Þegar ég var búinn að bora götin notaði ég eitthvað lítið tæki til að grafa aðeins ofan í þar sem ég hafði borað svo að skrúfurnar pössuðu betur í. Svo var það að saga holu fyrir picköppinn sem far í raun nokkuð erfitt og ég gerði það smá vitlaust. Ég reiknaði ekki nógu vel út kvar hann ætti að vera svo hann fittar ekki 1oo prósent en hann virkar svo sem…
Semsagt, helst að kaupa pickguard frá allparts.com eða bara í næstu hljófærabúð sem hefur umboð fyrir þín tegund! Það marg borgar sig!
Þegar ég var búinn að gera þetta setti ég brúnna í boydið og tengdi allt saman eftir myndum sem ég teiknaði af þessu þegar ég tók hann í sundur. Ég held að þetta sé allt. Hann virkaði fínt hjá mér. Ég fór samt með í tónabuðina og læt þá stilla brúna fyrir mig því ég setti hana eitthvað vitlaust í eða herti hana of mikið. Þeir sögðu mér að gítarinn væri bara virkilega vel unnin og góð áferð á honum. Ég hafði líka verið heppin með eintak af þessum gíturum þegar ég fékk hann sögðu þeir af því að hálsinn hjá mér var virkilega vel lakkaður og betra eintak af við í hálsinum. Semsagt fáir kvistar miðaða við hina gítarana sem þeir eru að selja núna.
Sá gítar hepnaist ágætlega nema fyrr stuttu gerðist það að hann datt á eitthvað og hlís brotnaði úr hálsinum á þriðja fretisvo að hann standur bara upp við vegg á bakvið trommusett útí skúr ónotaður…
B.C rich gítarinn.
Ég byrjaði á að tæma hann alveg, og setti allt dótið úr honum (brúnna, rafkerfið picköppinn, inputið, bolt-onið og knobsana) í dollu þar sem ég geymdi það þangað til ég setti það á aftru. Ég hafði keypt gítarinn notaðan af huga notanda sem hafði málað hann hvítan með húsamálingu eða einhverju álíka, semsagt var gítarinn bara illa málaður. Svo að ég tók líka hálsinn af honum og byrjaði að pússa hann. Ég notaði 120 sandpappír held ég til að há allri hvítu málinguni af honum og þegar hún var farinn sá ég upprunalega paintjobið, svartur með hauskúputattúi (muna að gítarinn verður að vera mattur þegar maður spreyjar).
Ég gerði eins og með hinn gítarinn, ég fann spítu sem fittaði í gatið þar sem hálsinn var og boraði hana fasta á. Ég keypti samskonar sprey í húsasmiðjuni en í þetta skipti þurfti ég 2 brúsa af spreyi. Ég spreyjaði hann svona ´fint yfir og lét hann þorna ágætlega lengi, bara eins og hinn. Ég spreyjaði líka headstockið á honum og gerði eins og við hinn. Teypaði pappír utan um hann á þá staði sem ég vildi ekkert sprey á. (muna að taka tunerana af og gera háls paintið matt!). Vinur minn á Esp/ltd gítar og ég skipti á stilliskrúfum við hann svo að hann fékk chrome stilliskrúfur í sinn gítar og ég fékk ESP stilliskrúfur í minn af því að ég ætla að reyna að skipta út öllu chrome hardware dóti út fyrir svart þar sem mér finnst það líta betur út. B.C rich logoið fór af þegar ég spreyjaði hann svo headstockið var mjög tómur. Það er hægtreyna að stesnla sitt eigið logo á ef maður vill en ég festi bara fyrstu gítarnöglina mina á hausinn og hún lúkkar mjög vel þar.
Þegar spreyjun var lokið fór ég að setja rafkerfið aftur í. Ég fór eftir myndum sem ég teiknaði af honum þegar í var að taka allt úr honum. En afþví mig langaði að það yrði eitthvað varið í þennan gítar ákvað ég að kaupa nýjan picköpp í hann, Evolution Dimarzio. Ég fór í rín og keypti hann á einhvern 8.ooo kall held ég. Þegar ég ætlaði að setfa hann í fattaði ég að það voru fleiri vírar í honum heldur en í stock picköppinum sem var í honum. Þannig að ég lét vírana vera lausa og ætlaði svo bara með hann í rín og láta þá bara víra þetta saman fyrir mig.
Svo ætlaði ég mér að scallopa hann líka. Ég fór ekki alveg eftir greinini hans HlynurS. Hann notaði þjalir til að scallopa hann, ég notaði sandpappír (http://www.projectguitar.com/tut/scal1.htm). Ég scallopaði samt bara 7 eða 6 neðstu fretin, eins þetta er á Jem gíturum td. Hef prófað það og finnst það fínt. Ég þússaði bara aðeins niður í fretinn, alveg upp að punktunum sem maður sé þegar meður horfir niður á gítarinn. Ég notaði 120-200 (man ekki alveg) sandpappír first á hann og fór svo yfir með þeim ekki grófasta sem ég fann. Ég setti málingarteip yfir öll fretinn sem ég ætlaði að koma nálægt. Ég setti pappírunn utan um þunna hringlaga spýt sem passaði svona eignlega ofan í fretin og byrjaði bara að pússa niður. Ég passaði mig á því að ég hafði auka háls ef að þessi myndi mistakast þá hefði ég annan til vara. En þar sem þetta heppnaðist ágætlega þá ég enþá auka hálsinn. Þegar ég hafði scallopað þessi fret sem ég ætlaði að scallopa notaði ég bara venjulega viðarolíu að nafni Danish Oil, og bar hana yfir allt fretbordið með klósettpappír. Og þá fékk hann fínan lit og varð rosa hreinn og fínn. Þessi gítar er uppáhaldsgítarinn minn og það er virkilega þægilegt að spila á hann. hann gæti örugglega ekki hafa heppnast betur og ég er mjög ánægður :)
Það var í raun ekki meira sem ég gerði við gítarana en þetta. Ég vona að þetta hjálpi einhverjum í sínum projectum. Það sem ég geri er ekkert endilega rétt svo endilega komið með ábendingar um allar þær villur sem ég gerði. Og munið að ef þið gerið eitthvað við ykkar gítar þá eru þessi grein ekki eitthvað heilagt sem verður að far eftir heldur meira bara sem viðmið
Á myndinn sem ég sendi með er græni gítarinn ekki alveg tilbúinn, vantar á hann nýju tunerana og hann er ekki scallopaður.
Nýju undirskriftirnar sökka.