Keppni5 - Tónfræði grein! Þessi grein er ekki ætluð í þessa keppni hans Morgoth en hann ræður algjörlega hvort hann vilji hafa hana með í henni eða ekki.



Jæja, tónfræði er eitthvað sem margir hljóðfæraleikarar forðast og mörgum finnst hún leiðinleg og hvorki skilja neitt í henni né hvernig sé hægt að nýta sér hana. Aðrir eru í skólum eða hjá einkakennurum sem leggja ekki einusinni áheyrslu á að læra nótur. Persónulega hef ég alls ekkert á móti því þótt ég mundi nú reyna að troða því að einhverju leiti inn í heilann á nemunum þar sem hún mun allveg óneytanlega koma sér vel fyrir þá í framtíðinni.



Fimmundahringurinn

Jæja í hinni ágætu grein hans mancubus kenndi hann okkur öllum sitthvað um fimmundahringinn.

URL: http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=3655887

Fimmundahringurinn er eitthvað sem ég mæli með að þið lærið öll utanað. Margir hafa lært vísur til að geta munað hann.

hér er sú sem ég lærði:
Fiskur
Synnti (þetta á náttla að vera C)
Gegnum
Dós
Að
Eyjunni
Hrísey (eða þá er í popptónlist oftar notast við B, nenni ekki að semja nýja vísu fyrir ykkur bara útaf því)

Eins og þið sjáið er þetta algjört bull, en einhvernveginn tókst mér að muna þetta fyrir svona 5 árum síðan og ég man hana enn. Líka er hægt að búa til sína eigin ef það henntar betur.

Tilgangurinn með fimmundahringnum er margvíslegur. mancubus kenndi okkur hvernig hægt var að nota hann til að finna út hvaða hljómar hljóma vel saman. Bara til að þið hafið það á hreinu þá er þó eitt hellsta hlutverk hans að kenna okkur formmerki tónstiganna. Jú fimmundahringurinn er settur upp eins og klukka, klukkan 12 er C sem er nokkurnveginn grunnur að restinni, ef við förum niður hann sólarhringinn þar sjáum við hversu marga “krossa” (#) tónstigarnir sem koma á eftir C hafa. Klukkan 1 (G) hefur 1 kross, fís, Klukkan 2 (D) hefur 2 krossa, fís og cís, o.s.frv.

Afhverju fís og afhverju cís, hvað kemur þá næst?
ef við flettum aðeins upp og skoðum vísuna mína þar sjáum við einmitt röðina á korssunum: fís, cís, gís, dís, aís, eís, bís.

Ef við förum öfugan sólarhring erum við komin út í béin (b). Örlítið flóknara er að sjá út fjölda þeirra og hver þau eiga að vera, en ef þið eruð soldið skörp þá er þetta ekkert mál. Klukkan 11 er F með 1 béi (bes), klukkan 10 er Bes (með bes og es) o.s.frv. Að f undanskildu er þessi helmingur fimmundahringsins allur lækkaður, það er með es endingu. Til að muna þennan part nota ég venjulega hið enska orð Head (aftur H en ekki B) sumsagt: bes, es, as, des…(og restin er ces og fes). En ef þið viljið getiði líka notað vísuna mína afturábak.

Sammarka tóntegundir eru moll tóntegundirnar sem hafa sama fjölda formmerkja og dúr tóntegundin “fyrir ofan” þau. Flestir vita að a-moll er sammarka C-dúr, restina má finna með…vísunni! Jább haldið bara áfram að syngja (hellst upphátt, virkar betur) frá Að og niður og byrjið svo upp á nýtt, en ekki gleyma að þegar þið byrjið aftur á F þá er það orðið að Fís og þar með það sem eftir er af hringnum í þá átt er líka hækkað. Fyrir hina áttina nota ég nú bara vísuna afturábak.

Hvað á að vera “klukkan 6”
Klukkan 6 á fimmundahringnum eru í raun og veru tveir dúrar og tveir mollar einn dúr með krossum, Fís-dúr, einn dúr sem er með béum, Ges-dúr. Einn moll með krossum, Dís-moll, og einn moll með béum, es-moll.

Munið að Engin Dúr né moll tóntegund er með bæði kross(a) og bé. (þó til séu aðeins flóknari tóntegundir og skalar sem nota bæði sem ég fer ekki út í)

ég ætla ekki að fara neitt meira út í fimmundahringinn þar sem greinin sem ég nefndi áðan gerði það allveg ágætlega. En þar sem ég er viss um að þetta sem ég var að reyna að útskýra hér fyrir ofan hafi verið askoti ruglingslegt fyrir marga ætla ég að skrifa hérna alla Dúra og molla sem til eru:

Formmerkjalausir:
C-dúr: C D E F G A B C
a-moll: A B C D E F G A

Með krossa:
G-dúr: G A B C D E F# G
D-dúr: D E F# G A B C# D
A-dúr: A B C# D E F# G# A
E-dúr: E F# G# A B C# D# E
B-dúr: B C# D# E F# G# A# B
Fís-dúr: F# G# A# B C# D# E# (F) F#

e-moll: E F# G A B C D E
b-moll: B C# D E F# G A B
fís-moll: F# G# A B C# D E F#
cís-moll: C# D# E F# G# A B C#
gís-moll: G# A# B C# D# E F# G#
dís-moll: D# E# (F) F# G# A# B C# D#

Takið eftir því að krossinn í næstu tóntegund á eftir er alltaf 7undi tónninn í dúr og annar í moll (á ekki við með tóntegundirnar með béum).

Með béum:
F-dúr: F G A Bb C D E F
Bes-dúr: Bb C D Eb F G A Bb
Es-dúr: Eb F G Ab Bb C D Eb
As-dúr: Ab Bb C Db Eb F G Ab
Des-dúr: Db Eb F Gb Ab Bb C Db
Ges-dúr: Gb Ab Bb Cb Db Eb F Gb

d-moll: D E F G A Bb C D
g-moll: G A Bb C D Eb F G
c-moll: C D Eb F G Ab Bb C
f-moll: F G Ab Bb C Db Eb F
bes-moll: Bb C Db Eb F Gb Ab Bb
es-moll: Eb F Gb Gb Ab Bb Cb Db Eb

Takið eftir því að krossinn í næstu tóntegund á eftir er alltaf 4ði tónninn í dúr og sjötti í moll (á ekki við með tóntegundirnar með krossum).

Til fróðleiks: Í tónlist eru dúrar yfirleitt skrifaðir með stórum staf og mollar með litlum, í tónstigum og hljómum, þetta skiptir auðvitað ekki neinu svakalegu máli en þetta er ágætis þumalputtaregla.



Tónbil

Ég ætla alls ekki að fara ýtarlega út í tónbil, ég ætla bara aðeins að útskýra þau lauslega svo næsti kafli sé skiljanlegri.

Hvað í Anskot**um eru tónbil?

Tónbil eru bilin á milli tóna, þau eru aðalega notuð til að kortleggja nótrunar. Þau eru notuð til að hækka og lækka lög um tóntegundir þar sem 6und t.d. er 6und í öllum tónstigum af sömu gerð. Tónbil eru líka notuð í tónheyrn mikið, góð leið til að þjálfa eyrað er að læra hvernig tónbilin hljóma, t.d. tengja þau við melódíu, tilgangurinn í því er að þá ef mér er t.d. gefið að verið sé að spila C og svo er spurt hver næsta nótan er, ég get t.d. fattað að hún sé 5und frá C-inum, þá er nótan sem var spiluð G.

en afhverju er bilið á milli C og G 5und?

C-dúr lýtur svona út:
C D E F G A B C

Þegar bilið er talið þá er viðmiðunarnótan alltaf talin með, sumsagt C er nr 1, svo er D 2und miðað við C, E 3und, F 4und og þessvegna G 5und.

Óreyndir eiga það til að gleyma að telja fyrstu nótuna og þá fer allt til helvítis.

Því miður er þetta ekki allveg svona einfallt, til að skilja tónbil almennilega verður maður að skipta þeim niður í stór, lítil og hrein.
Stór tónbil eru tónbilin miðað við að tóntegundin sé dúr;

C-dúr: C D E F G A B C

3undin C til E er semsagt Stór þríund.

Litlu tónbilin eru nákvæmlega eins nema miðað við að þau séu spiluð í moll. Þau eru alltaf hálftóni lægri en stóru tónbilin;

C-dúr: C D E F G A B C
c-moll: C D Eb F G Ab Bb C

bilið á milli C og Eb er semsagt lítil 3und en bilið milli C og E stór.

Hreinu tónbilin eru tónbil sem geta verið bæði (bi-sexual). Auðveldast er að læra þau bara utanað, þau eru 1und, 4und, 5und og 8und (fjórtan fimmtíu og átta notaði ég til að læra þau). 1und, 4und, 5und og 8und eru ALLTAF hrein, aldre stór né lítil, nema þau séu stækkuð eða lækkuð sem ég fer ekki út í núna;

C-dúr: C D E F G A B C
c-moll: C D Eb F G Ab Bb C

eins og sést þá er C (1undin) C í bæði C-dúr og -moll (duh), það sama gildir um 4undina F, 5undina G og 8undina C (aftur duh).

Ég held að þetta nægji til að leiða ykkur í gegnum hljómakaflann






Hljómar

Gott er að lesa lauslega yfir tóbilakafnall ef þið eruð ekki þegar búin að því áður en komið er að þessum

Þetta er reyndar ekki mín sterkasta hlið þar sem ég er trymbill og var af einhverjum ástæðum ekki kennt þetta neitt mikið í tónlistarskólunum sem ég hef verið í (Tónmenntaskóli Reykjavíkur og Tónlstiarskól FÍH). Enn ég hef í örfá ár fikrað mig áfram á gítar til að víkka sjóndeildarhringinn og með því þá lærir maður aðeins á þetta.

Áður en komið er að þessum parti er gott að vita a.m.k. eitthvað um hvernig fimmundahringurinn er notaður.

Dúr-hljómar, moll-hljómar, 5-undarhljómar, 6unda-hljómar, 7-hljómar o.s.frv.

Allir þessi hljómar eru byggðir á Dúr og moll tónstigunum.

Hérna eru dæmi um uppbyggingar á nokkrum gerðum hljóma:
Hr = Hrein, S = Stór, l = lítil

Dúr: Hr 1und, S 3und, Hr 5und
moll: Hr 1und, l 3und, Hr 5und
5unda hljómur: Hr 1und, Hr 5und (fimmundahljómurinn getur semsagt verið bæði dúr og moll)
7und: Dúr/Moll, l 7und
Maj 7und: Dúr/Moll, S 7und
6und: Dúr/Moll, S 6und

Auðvitað eru til miklu miklu fleiri hljómar en þetta ætti að úskýra þá mest notuðu.

Ég nefndi áðan greinina hans mancubus um fimmundarhringinn, þar fór hann mikið út í hljóma og hvernig hægt er að nota fimmundahringinn með þeim. Hann nefndi sýndi t.d. hvernig hægt væri að finna hvaða 7 aðrir hljómar passa við Dúrinn sem þig langar að spila. Ég kann aðra leið til að finna þessa nákvæmlega sömu hljóma og mér persónulega finnst það minna vesen þótt aðrir gætu kosið hans aðferð.

Ímyndum okkur C-dúr enn einu sinni:
C D E F G A B C

Ókei, hvað passar við C dúr, jú þeir hljómar sem passa best við C-dúr eru einmitt þeir hljómar sem hægt er að gera með nótunum sem eru í C-dúr.

Margir vita af eigin reynslu að F-dúr og G-dúr hljómar passa ágætlega við C-dúr. F- og G-dúr hljómar eru ekki með nein formmerki, allveg eins og C tónstiginn, þessvegna er auðvitað hægt að spila þá innan C-dúr tónstigans.

Ef við förum nú útí D, E og A

D-dúr hljómur er gerður úr D #F og A
ekkert #F er í C-dúr svo hann er passar ekki allveg í þetta munstur okkar.
það sama gildir um E-dúr og A-dúr hljóma, þar er kross á 3undinni.

Prófum að lækka 3undina um hálftón á þessum hljómum, þá fáum við litla 3und í staðinn fyrir stóra, semsagt moll.
til að sannreyna tilgátuna þá er e-moll hljómur gerður úr D F og A og það er allt innan C-dúrs. e-moll og a-moll eru líka formmerkjalausir svo þeir passa líka þarna inn í.

þá eigum við bara eftir B.
því miður er 7undin undantekningin sem skemmir þessa reglu soldið. B spilað án formmerkja er nefnilega dim hljómur, frekar ófagur ef ekki rétt notaður. Mín uppáhalds lausn á þessu er að spila bara Bb-dúr hljóm í staðinn, eða semsagt að lækka stóru 7undina um hálftón og spila dúr hljóm frá þeim stað.

Þar höfum við það, ef notast er við þessa reglu má ákvarða að þeir dúr hljómar sem passa vel við dúr-tóntegundina sem þú ert að spila eru hreina 1undin (að sjálfsögðu), 4undin, 5undin og litla 7undin, mollarnir sem passa eru þá littla 2undin, 3undin og 6undin. við þetta má t.d. bæta litlum 7undum á 2undina, 3undina, 5undina, 6undina og major 7undum á 1undina, 4undina og litlu 7undina.

Þessi regla að ofan virkar bara SVONA á dúr, til er regla sem ég ætla ekki að fara út í fyrir moll og fleiri tóntegundir

Ég veit vel að þessi “regla” er í raun engin regla heldur bara ágætis viðmið, hægt er að skjóta öllum fjandanum inn sem ekki tilheyrir þessari reglu, tón- og hljómfræði er að sjálfsögðu bara viðmið, það er enginn sem segir að músíkin ÞÍN verði að hljóma eftir neinum reglum.



Hugtakalisti

Fimmundahringurinn - Fyrst og fremst notaður til að finna út formmerki fyrir tónstiga en hann má nota sem hjálpartæki í margt annað líka.
Formmerki - Merki sem notuð eru til að tjá að spila eigi hálftón lægra eða hærra en nótuð sem skrifuð er. # eða ís endingin táknar hálftón hærra. b eða es endingin táknar hálftón lægra.
Tónbil - Bilið milli tveggja nótna, viðmiðunarnótan er alltaf talin með.
Tónstigi - Allar nóturnar sem eru í viðkomandi tóntegund.
Tóntegund - Ákvarðar útfrá hvaða nótu (eða tóntegund) er spilað, tónar innan tóntestigans, eða a.m.k. innan skala hljóma iðulega betur en þeir sem utan þeirra eru og þessvegna er oft best að halda sig inni í tóntegundinni sem þú ert að spila.



Í augnablikinu dettur mér ekki fleiri atriði í hug til að fara út í en ef það er eitthvað á óskalistanum, endilega sendið mér hugapóst eða commentið.
Palli Moon