1. Spila laust.
Þegar þú neglir á settið fer svo mikil orka í að skapa hávaða að þú spilar kannski bara 3/4 af þeim hraða sem þú gætir verið að spila á. Auk þess blandast slögin oft saman, og þá er erfiðara að heyra hvort maður er að spila í takt, og það sökkar dálítið mikið að vera búinn að taka upp lag, og fatta síðan að maður er ekki nærri því eins þéttur og maður hélt.
2. Ekki nota alla hendina.
Úff, það fer þvílík orka í það. Sérstaklega ef þú ert að blasta. Æfðu þig frekar á því að nota aðallega úlnliðina og fingurna í slögin, og nota aðeins upphandleggina í að færa hendurnar til milli tromma. Ef þið verðið ykkur út um myndbönd af færum trommurum þá sjáið þið yfirleitt að þeir nota aðallega úlnliðina. (Fínt að skoða Stjána í Momentum, Kristján í Changer og T.d. Max Kolesne í krisiun)
3. Vertu róleg/ur fyrst um sinn.
Margir kaupa sér eitthvað piece of shit sett, stofna síðan Cannibal Corpse cover band, og slamma svo mikið og hreyfa sig meðan þeir spila að þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera, og eyða orku. Auðvitað er rosalega gaman að hrista búkinn meðan maður spilar, en vertu allavega búin/n að æfa þig fyrst á taktinum.
4. Gott er að nota flatfoot technique á dobblarann.
Allir sem hafa verið stressaðir einhverntímann á æfinni ættu að geta æft sig á þessu. Hafiði einhverntímann verið að fara í próf í stærðfræði, og meðan þið bíðið eftir að fara inn, þá hreyfast fæturnir á ykkur sjúklega hratt upp og niður með litlum hreyfingum. Ef þið náið að mastera þetta þannig að þið getið gert þetta þegar þið viljið, þá er hægt með góðri vinnu að færa þetta yfir á settið.
Þegar maður er kominn upp í svona 180-200 bpm, og notar flatfótstæknina, þá heyrist oft mjög lágt í bassatrommunni. Trommukennarinn minn sá lausn við þessu; Hafðu hælana eins nálægt jörðinni og þú getur án þess að snerta hana. Þá hreyfist beaterinn miklu lengra og kickið verður öflugra. (Ef þú vilt verða extra professional þá er gott að setja spegil við hliðina á kickerunum og fylgjast alltaf með hvernig fæturnir á þér eru.)
5. ANDA!
Þetta er ótrúlega mikilvægt. Jafnvel þegar þú ert að spila tiltölulega hægt á dobblarann, þá geturðu fengið krampa í fæturnar eftir svolitla stund. (Prófiði til dæmis að spila Spheres of madness og slamma á meðan, þið farið að meiða ykkur eftir svona mínútu.) Það eru margir sem halla sér fram og rembast á meðan þeir rúlla bassatrommunni. Það á eftir að drepa einhvern einhverntímann. Mér finnst best að vera sem beinastur í baki og hafa lungun þannig að ég get andað djúpt meðan ég spila. Það munar alveg ótrúlega upp á að fá ekki krampa í fæturna.
Jæja þetta var MÍN aðferð við að byggja upp hraða. Ef þið kunnið fleiri aðferðir, endilega póstið þeim fyrir neðan eða gerið aðra grein, þar sem það er mjög gaman að uppgötva nýja hluti og prófa sig áfram.
Vó hvar er ég?