Gripmaster Góðann og blessaðan daginn góðu hugarar!
Núna hef ég ákveðið að fjalla aðeins um handstyrkingartæki sem kallast Gripmaster og þið sjáið hvernig það lítur út á myndinni hér til hliðar.

Afhverju ætti ég að nota þetta?
Sem tónlistarmaður þá eykur þetta frammistöðu þína með því að styrkja hendurnar og bæta fingrafimi. Tækið stuðlar að betri og meiri heilsu í höndunum, meiri sveigjanleika og hjálpar við að koma í veg fyrir ýmis meiðsli.

Auk þess, ef þú spilar Golf, Tennis, Körfubolta, Hafnabolta, Fótbolta, Keilu eða stundar Klifur, Fitness, Sjálfsvarnarlist, Yoga, Skotfimi og jafnvel ef þú spilar tölvuleiki og notar tölvur þá getur Gripmaster hjálpað þér á þeim sviðum líka!

Til að sjá meira um hvernig Gripmaster getur hjálpað þér með eitthvað ef því sem ég var að telja upp kíkið þá á þessa síðu:

http://www.gripmaster.net/gripmaster/whoshoulduse.html

Afhverju á ég að nota Gripmaster en ekki eitthvað annað handstyrkingartæki?
Gripmaster einblínir á hvern og einn fingur fyrir sig og þjálfar auk þess fleirri vöðva í hendinni sem önnur tæki.

Þetta klassíska “V” laga handstyrkingartæki (MYND) einblínir aðeins á nokkra vöðva í framhandleggnum. En þetta tæki leggur mjög mikla áherslu á nokkra ákveðna vöðva á meðan það þjálfar aðra bráðnauðsynlega vöðva ekki neitt! Þetta tæki getur stuðlað að þreytu í höndum, ójafnvægi og tap á stjórnun.

Stressboltinn, góð leið til að losa um stress en mjög takmörkuð æfing fyrir hendurnar ef þú notar það líka til þess.

Hver fingur fyrir sig er knúinn áfram af mismunandi kerfum af vöðvum og sinum í hendinni (MYND). Því er eina leiðin til að þjálfa hendina almennilega upp þannig að þú öðlist meiri styrk, þol, og samstillingu að þjálfa hvern putta fyrir sig.

Eru til einhverjar ákveðnar æfingar sem gott er að kunna með Gripmaster?
Já, það eru til nokkrar æfingar sem æfa ákveðin svæði í hendinni og þú getur skoðað þær á eftirfarandi síðu:

http://www.gripmaster.net/gripmaster/exerciseprogram.html

ATH!!!
Þið verðið samt að athuga að eins og hvað annað æfingartæki þá getur Gripmaster stuðlað að meiðslum eða öðru ef tækið er notað á rangann hátt!!!

Og ég vísa í texta frá heimasíðu þeirra:

If you experience pain or fatigue – stop immediately. As with any exercise, excessive or incorrect use can lead to pain or injury. Therefore progress slowly and increase reps and resistance very cautiously.

Þeir segja hérna einfaldlega að ef þú finnur til sársauka eða þreytu þá áttu að stoppa samstundis. Eins og með hvaða æfingu sem er, of mikil eða röng notkun getur leitt til sársauka eða meiðsla. Þessvegna áttu að fara hægt af stað og auka endurtekningar af mikilli varkárni.

Hvar get ég keypt svona?
Tónastöðin er að selja þessi tæki, eða allavega seinast þegar ég vissi, fariði bara og tékkið á því.

Hvaða styrkleika á ég að fá mér
Ég mæli eindregið með því fyrir alla á hvaða aldri sem er að kaupa fyrst Extra Light Tension sem er gult á litin (sjá mynd með grein). En auðvitað er hægt að kaupa fyrst með meiri styrkleika, þetta er bara einstaklingsbundið.
Ég fékk mér allavega fyrst Extra Light Tension því ég vildi byrja hægt og rólega, svo kannski seinna kaupi ég næsta styrkleika við og svo framvegis…

Hvað kostar þetta mikið?
Ég verð að segja að ég man það hreinlega ekki, en mig minnir að það hafi verið eitthvað yfir þúsund kallinum. Eins og ég segi, tékkiði bara í Tónastöðina, mætið á staðinn eða hringiði bara.

Nokkrar síður til að skoða um tækið:

- http://www.gripmaster.net/gripmaster/

- http://www.bodytrends.com/gripmast.htm

- http://www.trisports.com/gripmaster.html


Takk fyrir mig.
…djók