Ég hef ætlað að skrifa þessa grein lengi en aldrei látið verða af því. En eftir flasa og aevar2 komu með svona greinar ákvað ég bara að henda einni inn líka.
Á mínum yngri árum kærði ég mig alls ekkert um tónlist. Ég hafði minnstan áhuga á henni og fór ekkert að hlusta af neinni alvöru fyrr en fyrir svona 3-4 árum, og ég er tvítugur í dag (eða verð reyndar eftir nokkra daga). Þær hljómsveitir sem ollu því að ég fór að sýna tónlist meiri áhuga en ég hafði gert áður voru System of a Down og Slayer.
Ekki leið mjög langur tími síðan ég fór að sýna tónlist þennan mikla áhuga og að ég fór að spila á gítar. Það vildi svo til að lítill IKEA kassagítar var til heima fyrir og þetta byrjaði allt með honum. Ég var eitthvað að flippa með hann, og fyrst lék ég mér að reyna að spila með hann í fanginu (lap-steel style) og notaði þumalinn til að “fretta” nótur, gerði það nú þó ekki lengi. Fljótlega varð ég mér úti um gítarkennsluforrit fyrir byrjendur, “Charanga Guitar Coach”. Þetta skemmtilega forrit kom mér inn í hinn undursamlega heim gítarspils og ánægjunnar sem því fylgir. Eftir að hafa spilað á IKEA kassann í svona u.þ.b. mánuð var ekkert fútt í því að “blasta” Slayer riffin á honum lengur. Þá kom Hugi.is til sögunnar því þaðan sá ég auglýsinguna fyrir mínu fyrsta gítar “riggi”.
Það var eftirfarandi:
* '01 Squier Stagemaster Deluxe HSH >> Mynd
- Body ————> Basswood
- Neck ————> Óviss
- Neck Joint —–> Neck-Through
- Fretboard ——> Rosewood
- Frets ————> 24 Extra Jumbo Frets
- Bridge/Tremolo > Licensed Floyd Rose
- Pickups ———-> Nafnlausir, Stock
- Stilliskrúfur —–> Nafnlausar, Stock
Mjög góður gítar og ég gæti ekki verið ánægðari með hann sem byrjunarreit. Margir bölva Floyd Rose í sand og ösku, og ég gerði það reyndar fyrst um sinn, en eftir að hafa áttað mig almennilega á því hvernig þetta system virkar finnst mér þetta einstaklega þægilegt. Þó þetta sé Licensed, en ekki Original Floyd, þá heldur hún stillingu feyki vel þó ég þjösnist svolítið á henni. Þess má geta að ég læsi henni ekki einu sinni efst á hálsinum því mér tókst á einhvern undraverðan hátt að eyðileggja skrúfganginn fyrir lága E og A strenginn.
Pickupparnir eru þrusu þéttir og ég stefni ekki á að endurnýja þá. Þeir eru frekar high output, s.s. frekar heitir, og eru sniðnir í metalinn. Mér er sama þó þetta sé ekki Duncan, EMG eða annað frægt merki, svo lengi sem þeir henta mér þá er ég sáttur.
Já, þetta er sem sagt fínasta öxi!
* Marshall G50RCD
Þegar ég hugsa til bara þá fyllist ég mikilli gleði yfir að hafa aldrei þurft að spila með þessa dæmigerðu litlu startpakka magnara. Þessi var hlaðinn einni 12" keilu og skilaði 50W var fullkominn til að byrja á. Hann soundaði bara nokkuð vel og ég gat notað hann á æfingum með trommum og bassa (frekar tæpt samt) þegar að því kom. Helsti ókosturinn við hann var að ef spilað var hátt varð cleanið skítugt. En að öðru leiti hinn fullkomni byrjendamagnari fyrir mig.
* Zoom 505II Multieffect
Margir kannast eflaust við þennan náunga. Þetta er multieffect með þessum klassísku effectum eins og flanger, autowah, tremolo, chorus og fleirum. Þetta er ekki effect sem maður myndi spila með live, gæðin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það er gaman að leika sér með þetta.
Þetta var keypt í júlí 2003 og eins og fyrr segir þá var þetta mitt fyrsta “rigg”. Ég var mjög sáttur með þetta og fékk þetta á fínu verði, og vil nýta tækifærið og þakka aftur fyrir viðskiptin, ef viðkomandi stundar enn Huga.is. Mín litla nýstofnaða fölskylda jók svo fjölda sinn um jólin 2003 þegar ég fékk ánægjulega jóla/afmælisgjöf:
* Digitech X-Series Metal-Master
Ég var að vonum glaður, enda ágætis pedall hér á ferð. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta metal distortion pedall. Ekki kaupa hann ef þið viljið fjölbreytileika, því þessi víkur ekki út fyrir metalinn, enda ekki við öðru að búast. Með töluverðu fikti og fínstillingum á bæði pedalnum og magnaranum náði ég fram nokkuð brutal soundum úr þessu og hefur hann reynst mér vel.
Mánuðir liðu, og í lok sumars 2004 langaði mig að stækka við mig í magnaramálum. Marshallinn hafði lent í smá hnjaski og distortion rásin fékk að kenna á því. Ég hafði verið að hugsa um að fá mér nýjan magnara áður, og þetta batt enda á þær vangaveltur. Þar sem ég var (og er enn) fátækur námsmaður hafði ég ekki úr miklu að moða, og þar sem ég var fljótlega að fara að flytja í fjölbýli (flutti til að fara í HÍ) var stæða út úr myndinni. Eftir svolitla eftirgrennslan fann ég það sem hentaði mér best:
* Line 6 Spider II 212
Hann er hlaðinn tveimur 12“ Celestion keilum, skilar 150W (2x 75W, stereo) og er með innbyggða effecta: Chorus/flanger, phaser, tremolo, delay, tape echo, sweep echo og svo reverb. Margir hérna (og annarstaðar) hafa verið með skítköst í garð Line 6 magnara og tala um að þeir nái ekki að líkja eftir þessum mögnurum sem þeir reyna. Ég er því fyllilega sammála, en á hinn bóginn finnst mér soundið frábært engu síður. Effectarnir eru fínir, en maður mætti hafa meiri stjórn á þeim. T.d. er chorus og flanger sett í einn effect, þannig það er ekki hægt að fá bara chorus eða flanger. Af effectunum nota ég mest delay fyrir leads og svo er reverb klassískt.
Hann getur verið gífurlega hávær án þess að bitna á soundinu (finnst hann sounda betur eftir því sem ég stilli hann hærra) og er meira en nóg til að spila með bandi. Fyrir þá sem efast um soundið eða vilja vita hvernig hann soundar þá á ég eitthvað af upptökum fyrir áhugasama. Ég hef náð fram nokkuð góðu Hendrix soundi þegar ég tók upp coverið mitt af ”Fire“, náði einnig nokkurn veginn að negla Audioslave soundið þegar ég tók upp ”Show me how to live" og svo er minnsta málið að ná fram hörðu soundi fyrir flest allan metal. Einnig er cleanið mjög gott.
Fljótlega eftir þessi kaup var Marshallinn seldur (eftir að hafa auglýust hér á Huga.is). Ég er enn með Spiderinn og engin beyting mun verð á því í bráð, en gíturunum hefur fjölgað. Ég lét mér nægja Squier-inn þangað til núna í sumar. Ég var alveg ákveðinn í að fá mér gítar þetta sumarið, sem og ég gerði:
* '98 Parker USA Nitefly SA >> Mynd
- Body ————> Swamp Ash
- Neck ————> Mahogany
- Neck Joint —–> Bolt-on
- Fretboard ——> Carcon/Glass Composite
- Frets ————> 22 Medium Stainless Steel Frets
- Bridge/Tremolo > Parker Tremolo
- Pickups ———-> Custom Wound DiMarzios
- Piezo System —> 6-Element Fishman Piezo w/active preamp
- Stilliskrúfur —–> Sperzel Locking Tuners
Hérna kom Hugi.is aftur til bjargar, en ég keypti þennan í gegnum auglýsingu sem sett var hérna. Aftur ætla ég að nýta tækifærið og þakka viðskiptin ef seljandinn stundar Huga.is ennþá.
Þessi var seldur á mjög sanngjörnu verði, fékk hann á 50þús með góðum Gigbag. Þessi týpa kostar $1349 á Music123 og hefði því verið rándýrt að flytja hann inn fyrir mig. Ég hafði verið heitur fyrir þessum gíturum, en þeir voru bara allt of dýrir fyrir mig. Þannig þetta var fullkomið tækifæri fyrir mig til að eignast eitt stykki. Þetta er alveg top-of-the-line græja get ég sagt ykkur. Með hreinni samvisku get ég sagt ykkur að þetta sé sá albesti sem ég hef spilað á.
Þunnur hálsinn með koltrefja/gler-blöndu fretboardinu er mjög hraður og lágt action gerir það að verkum að það er “auðvelt” að spila á hann. Ég hef hann strengdan með 10´s og það hentar mjög vel.
Pickupparnir eru mjög góðir og gefa þykkt sound. Hann hentar í hvaða músík sem er, allt frá blús og upp í metal. Piezo kerfið er eitt af því sem ég dýrka við þennan gítar. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Piezo kerfi eiginlega bara acoustic pickup undir búnni sem gefur manni cleans sem jafnast nánast á við kassagítar. Þar sem formagnarinn er active þarf 9V batterí til að maður geti notað þetta. En rétt eins og með active EMG pickuppa þá endist það vel og lengi þannig það er ekki vandamál.
Í heildina er þetta bara frábær alhliða gítar, þægilegur að öllu leiti og soundar vel.
Það leið svo ekki á löngu áður en að næsti gítar bættist við:
* Agile Ghost II >> Mynd
- Body ————> Mahogany
- Neck ————> Mahogany
- Neck Joint —–> Set Neck
- Fretboard ——> Rosewood
- Frets ————> 22 Jumbo Frets
- Bridge/Tremolo > Stop bar
- Pickups ———-> Nafnlausir, Stock
- Stilliskrúfur —–> Grover 18:1
Það er skemmtileg saga að baki þessum gítar, og að þessu sinni er Hugi.is ekki viðriðinn þetta mál. Málið er að það var leikur í gangi á ShopUSA á þessum tíma, kannski munið þið eftir honum. Hann snerist um það að senda inn skrítnustu vöruna sem verið var að selja á netinu, og í verðlaun voru $200 til að nota í einhverri netverslun í BNA og fá sent heim frítt. Systir mín vann þennan leik og vann þetta á mjög heppilegum tíma verð ég að segja. Hún ákvað nefninlega að gefa mér þennan vinning í útskriftargjöf. Ég var ekki lengi að ákveða að þessi peningur færi í gítar.
Miðað við verð ($159) er þetta ansi góður gítar. Tel það mjög gott að fá solid mahogany body og háls, Grover tunera og set neck á þessu lága verði. Pickupparnir eru kannski veikasta hliðin á honum. Bridge pickuppinn er reyndar alveg fínn og nægir í bili, en neck pickuppinn er frekar slæmur finnst mér, alltof muddy fyrir minn smekk. Þegar peningar leyfa ætla ég að fá mér Seymour Duncan JB/59 combo í hann (JB í brú). En eins og ég segi, þá er þetta mjög góður gítar fyrir verð.
Svona er staðan hjá mér í dag og breytist væntanlega ekkert fyrr en næsta sumar, en þá stefni ég á Rickenbacker.
Ætli það sé ekki rétt á að enda þetta á smá umsögn á minni spilamennsku, s.s. hvað ég er að spila helst. Nú hef ég spilað í u.þ.b. 2 og hálft ár og er algjörlega sjálflærður. Ég kærði mig lítið um gripin þegar ég var að byrja, og til vitnis um það var fyrsta lagið sem ég lærði í heild sinni “Blinded by Fear”. Annars byrjaði ég á að læra Slayer riff í massavís ásamt öðru í þeim stíl. Ég hef alltaf verið mest í því að spila metalinn, en undanfarna mánuði hafa aðrar stefnur verið að koma sterkar inn. T.d. finnst mér mjög gaman að blúsa og improvisa yfir blues lög. Einnig finnst mér gaman að spila það litla fönk sem ég kann, þarf að stúdera þá stefnu betur. Síðan er auðvitað rock´n roll klassískt.
Jæja, nú held ég að fari að binda enda á þetta, komið ágætt. Ég vona bara að þið hafið haft gaman af að lesa þetta í gegn og endilega komið með ykkar skoðanir.
Svo eru hérna fleiri myndir af stuffinu mínu fyrir þá sem vilja skoða (linkar):
>> Fjölskyldumynd
>> Fleiri Parker myndir
>> Fleiri Agile myndir
Ég þakka lesninguna.