Já rétt er það strákar og stelpur!

Hugmynd mín hefur orðið að veruleika og það er búið að koma upp nýjum korkaflokki sem er ætlaður kennsluefni. Hugmyndin er að fólk geti sent inn ýmis gítar licks/gítar tækni, trommu takta/tækni, tónfræði, hljómfræði, póstað myndböndum, linka á gott kennsluefni o.s.fv.

Þetta þýðir samt ekki að þið eigið að fara á YouTube eða eitthvað og pósta öllu sem þið finnið. Ef þið gerið það þá verðum við stjórnendur að setja ykkur takmörk og leyfa aðeins ákveðna tölu korka á dag fyrir hvern notanda eða eitthvað í þeim dúr.

Þannig að passiði ykkur að ofnota þetta ekki! Spamm á þessum korki er eins og hvert annað spamm, þið gætuð fengið tímabundið bann út á það bara svo þið vitið.

En ég leyfi mér að treysta ykkur fyrir þessu þannig að það eru engar takmarkanir núna.

Vona að þetta nýtist vel og að allir séu sáttir með þetta :)

Takk fyrir mig.

Kveðja,
Hlynu
…djók